Trú.is

Fótbolti og flís í auga

Augað er ekki aðeins líffæri. Augað er líka tákn um ógnun, yfirráð, ögrun. Fiðrildið í frumskóginum er með tvö risastór „augu“ á bakinu. Frábært gervi sem ekki felur lífveruna heldur þvert á móti vekur á henni athygli. Og svo þegar fuglinn sveimar yfir laufinu og leitar að skordýri í gogginn blasa skyndilega við honum þessi tvö ógnarstóru – augu sem horfa gráðug á hann. Rándýrið verður í einni svipan að bráð og það forðar sér eins og vængir toga.
Predikun

Eins og stelpa

Hvers konar reglur skyldu svo gilda? Til dæmis: Allir eiga að fá að vera með boltann. Ekki blóta. Ekki hrinda neinum eða meiða hann. Allir eiga óska til hamingju þegar einhver skorar mark - líka þeir sem eru í hinu liðinu. Allir spila fallega og vera sanngjarnir. Í liðunum eru líka litlir og stórir krakkar, strákar og stelpur, ungir og eldri.
Predikun

Hvernig er sjónin?

Það skiptir máli hvernig við kjósum, hvernig stjórnmálamenn, hvernig forseta, áhrifavalda og kennimenn. Við eigum að temja okkur andlegt hreinlæti og sjá Guð í öllu fólki.
Predikun

Saga af broti og merkum sýknudómi

Sagan af hórseku konunni er ein skýrasta birtingarmynd þess að Jesú frá Nazaret var kominn til að leysa og frelsa en ekki að dæma.
Predikun

Til þjónustu við lífið

Það er lærisveinafylgd, næm á þarfir, neyð og kreppur samtímans, en lætur ekki tískustefnur trufla sig, af því að hún veit hvaðan hún kemur og hvert skal stefna: Til Krists, fram fyrir auglit hans. Slíkrar siðbótar þarfnast okkar kirkja umfram allt.
Predikun

Við staðfestum Lögmálið

Sérhver predikun hefur þann tilgang í Guði að uppbyggja hinn kristna mann, hugga hann og hjálpa honum að skilja stöðu sína í og andspænis heiminum, í ljósi gleðitíðinda lífsins um frelsarann, drottin Jesúm Krist.
Predikun

Grjótkast eða vörðusmíði

Unnið hefur verið heiðarlega að því að fá allt upp á yfirborðið um hvernig á þeim málum var tekið á sínum tíma til að geta gert betur í framtíðinni, sbr. skýrslu sem lögð hefur verið fram. Í því er iðrun kirkjunnar fólgin, viljanum til að gera betur, auk þess sem iðrunin hefur verið orðuð og fórnarlömbin beðin fyrirgefningar.
Predikun

Ég sakfelli þig ekki

Við þurfum að æfa okkur að segja hvert við annað: ég sakfelli þig ekki heldur. Þegar við erum búin að ná nokkurri leikni í því skulum við taka næstu æfingu sem þar sem við segjum: Ég sakfelli mig ekki heldur.
Predikun

Sævar Ciesielski og grjótkastið

Erum við grjókastarar í hjarta eða verðir lífs? Í stað þess að henda steinum getum við skrifað í sandinn ný kerfi og lausn hinna þolandi. Jesús bjó til nýja sögu.
Predikun

Viljirðu líkjast lífi hans ...

Kirkju Krists er ætlað að vera heilsulind þar sem orð og áhrif og andi miskunnsemi og friðar og fyrirgefningar syndanna á sér skjól og er iðkað með orði og athöfn og helgum hefðum sem laða fram hið góða og fagra í mannlífi og samfélagi. Sú laðan, boðun, vitnisburður, er kristniboð.
Predikun

Lögmál dauðans - eða lögmál lífsins?

Þrátt fyrir þau orð múslimans að grýting sé einvörðungu refsing fyrir framhjáhald er eitt hörmulegasta dæmið sem ég veit um frá okkar tíma þegar 13 ára sómölsk stúlka, sem hafði verið nauðgað af 3 mönnum, var grýtt til bana á stórum íþróttaleikvangi í viðurvist 1000 manns. Þetta gerðist í október í fyrra, árið 2008.
Predikun

Mannlegt eðli þitt hann þekkir

Hvað er þegar Guð talar ekki? Hvað merkir þögnin? Jesús beygði sig niður og skrifaði á jörðina. En sagði ekki neitt. Hvað skrifaði hann?
Predikun