Umbúðir og innihald
Við leggjum það vissulega á okkur að pakka þessum gjöfum inn, alveg eins og kirkjan umvefur trúna orðræðu og hefðum. Að endingu er það þó innihaldið sem skiptir máli. Það er þetta sem guðspjallamennirnir túlka með sterkustu táknum sem við mennirnir þekkjum – hvítvoðungnum og ljósinu.
Skúli Sigurður Ólafsson
25.12.2021
25.12.2021
Predikun
Gleði er ekkert gamanmál
Gleðin kemur ekki eftir pöntun. Við vitum, að til þess að geta brosað þarf ákveðið hugarþel ef brosið á að vera ekta og það sem að baki því býr. Þórarinn Eldjárn, sem þykir flestum öðrum skáldum fyndari, sagði eitt sinn: „grín er ekkert gamanmál“. Við getum sagt það sama um gleðina. Ef hún er einlæg þá er hún þarf hún að byggja á einhverju traustu og öruggu rétt eins og allt það annað sem einhvers virði er í okkar lífi. Yfirborðslegt bros er ekki gleði og jól sem hvíla á slíku eru ekki gleðileg.
Skúli Sigurður Ólafsson
25.12.2021
25.12.2021
Predikun
Prédikun flutt á jóladag 2021 í RUV2 og Rás 1
Þegar ég var barn var stríð í Víetman. Yfir hádegismatnum var hlustað á fréttirnar í ríkisútvarpinu og daglega voru fluttar fréttir af stríðinu. Mér er sérstaklega minnisstætt að á jóladag var sérstaklega tekið fram að hlé hefði verið gert á stríðsátökunum. Þessi eini dagur var svo heilagur að vopnin voru lögð niður.
Agnes M. Sigurðardóttir
25.12.2021
25.12.2021
Predikun
Prédikun flutt í sjónvarpi á aðfangadagskvöld 2021
Hið heilaga kvöld, aðfangadagskvöld jóla árið 2021 er upp runnið. Fjölskyldur hafa komið saman og hin fullorðnu leggja sig fram um að skapa góðar minningar fyrir börnin.
Agnes M. Sigurðardóttir
24.12.2021
24.12.2021
Predikun
Verið glöð
Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Skúli Sigurður Ólafsson
16.12.2021
16.12.2021
Predikun
Hamingjuleit
Hamingjuleitendur grípa gjarnan í tómt, því hamingjan stendur ekki ein, hún er afleiðing. Viðleitni okkar til að gleðja aðra er þess vegna líklegri til að veita okkur hamingju en þegar við eltumst við hana í eigin þágu.
Skúli Sigurður Ólafsson
16.12.2021
16.12.2021
Pistill
Dagatöl
Dagatöl eru samspil neyslu og aðhalds. Það að þurfa að neita sér um að opna öll súkkulaðifylltu hólfin krefst sjálfsaga. Þetta eina sem barnið hefur aðgang að (að því gefnu að dagatölin séu ekki mörg) eykur fljótt á löngunina í að frelsa alla hina molana, en það er auðvitað bannað. Það þarf að halda aftur af sér.
Skúli Sigurður Ólafsson
15.12.2021
15.12.2021
Pistill
Berum höfuðið hátt
Það er sem sé mjög mikilvægt að átta sig á því að opinberunartextana sem tala um hinstu tíma má alls ekki skilja bókstaflegum skilningi heldur tilheyra þeir einfaldlega ákveðinni frásagnar- og boðunarhefð sem þótt vel til þess fallin að leggja áherslu á vonina um grundvallarbreytingar í mannlegu samfélagi og notaði til þess dramatískar myndir af heimsslitum, endalokum þessa tíma og upphafi nýrrar aldar, í samræmi við heimsmynd þess tíma og trú manna almennt varðandi það hvað gæti mögulega gerst þegar hið guðlega var annars vegar.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
5.12.2021
5.12.2021
Predikun
Ofurkrafturinn á aðventunni
Liðböndin og trúin. Enska orðið yfir liðband er ligament, sem dregið er af latneska orðinu, ligamentum, sem þýðir samkvæmt orðanna hljóðan: „Að tengja saman“. Þaðan er dregið enska hugtakið religion, sem við þýðum á okkar ilhýra: „Trú eða trúarbrögð“.
Þorvaldur Víðisson
5.12.2021
5.12.2021
Predikun
Með heimsendi á heilanum
Heimsendir þarf þó ekki endilega að merkja það að veröldin sem slík líði öll undir lok. Hann getur verið endir á einu skeiði, heimsmynd, jafnvel hugmyndaheimi þar sem ákveðnir þættir voru teknir gildir og forsendur sem áður höfðu legið til grundavallar þekkingu og afstöðu, viku fyrir öðrum forsendum.
Skúli Sigurður Ólafsson
5.12.2021
5.12.2021
Predikun
Prédikun flutt í Hallgrímskirkju 1. sd. í aðventu 28. desember 2021
Það lá eftirvænting í loftinu þegar við stigum út úr flugvélinni á flugvellinum í Lilongwe í Malawi febrúardag einn árið 2013. Ástæðan var ekki sú að nokkrir Íslendingar stigu þar færi á Afríska jörð heldur að forseti landsins var á sama tíma að koma úr ferðalagi.
Agnes M. Sigurðardóttir
28.11.2021
28.11.2021
Predikun
„Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig"
Frá upphafi hefur sjálfsmynd kirkju Krists verið skýr: Hún hefur litið á það sem köllun sína og hlutverk að vera birtingarmynd guðsríkisins á jörðu – jafnvel þótt ekki væri nema sem skugga væri varpað af hinu sanna „dýrðarlandi“. Í þessari köllun felst mikil ábyrgð en um leið er hún stórkostleg gjöf því hvað er stórkostlegra en að vera trúað fyrir að gefa hina stærstu gjöf áfram, gjöfina sem er fagnaðarerindi Krists og trúin á kærleika Guðs? þess vegna komum við til kirkju ár eftir ár, til þess að upplifa og auðsýna þakklæti fyrir öll dásemdarverk Guðs, minnast þeirra með lestri ritningarinnar og lofa skapara alls í bænum og söng.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
21.11.2021
21.11.2021
Predikun
Færslur samtals: 5901