Trú.is

Sagan af Jóhannesi skírara

Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið og vekja alla til trúar á það. Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið. Jóhannes vitnar um hann og hrópar: „Þetta er sá sem ég átti við þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig var á undan mér enda fyrri en ég.“
Pistill

George Floyd, Job og Jósef K.

Í Réttarhöldum Kafka vaknar Jósef K. einn morgun í greipum fjandsamlegs kerfisbákns gagnvart hverju hann upplifir sig fullkomlega vanmáttugan. Á svipaðan hátt upplifir Job sig í greipum fjandsamlegra afla, valdakerfis, sem sviptir hann öllu sem honum er kært og gefur hann þjáningunni á vald. Og það er átakanleg og óþolandi staðreynd að stór hluti mannkyns er fórnarlömb kerfisbundinnar kúgunar og kerfislægrar mannfyrirlitningar, mannfyrirlitningar sem hefur, að breyttu breytanda, svipaða grundvallarafstöðu til fólks og Satan í Jobsbók, sem sé þá að það eigi ekkert gott skilið, einfaldlega vegna þess að það tilheyrir jaðarsettum samfélagshópum, hvort sem er vegna uppruna, húðlitar, trúar, eða efnahags.
Predikun

Biblíuleg íhugun með bæn Jaebesar

Nú biðjum við bæn Jaebesar lið fyrir lið, fyrst fyrir okkur sjálfum, þá fyrir þeim sem eru okkur kær eða þarfnast fyrirbænar og loks fyrir öllum heiminum. Við tví- eða þrítökum hvern bænarlið og gefum okkur tóm til þagnar á milli bæna.
Pistill

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun

Skapa í mér hreint hjarta

Við annan lestur erum við meðvituð um þau viðbrögð og skynjanir sem eiga sér stað í líkama okkar við að heyra þessi orð. Finnum við spennu eða slökun, gleði eða hryggð? Fara einhverjar hugsanir af stað? Við bara veitum þessu athygli án þess að dæma eða fylgja eftir tilfinningum og hugsunum. Sýnum viðbrögðum okkar eftirtekt, forvitni, og snúum síðan aftur að því orði sem talaði til okkar í byrjun.
Pistill

Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð

Varðveisla Orðsins, felst ekki í því að eiga Biblíu í hillu inni í stofu… eða vera með app í símanum… þó það hjálpi til… heldur það að varðveita trúna á Jesú í hjarta sér…
Predikun

Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð

Varðveisla Orðsins, felst ekki í því að eiga Biblíu í hillu inni í stofu… eða vera með app í símanum… þó það hjálpi til… heldur það að varðveita trúna á Jesú í hjarta sér…
Predikun

Heilagur andi, lífgjafinn

Með Jesú Kristi verðum við ekki aðeins hluti af sístæðri sköpun Guðs, öllu sem andann dregur, þessum leyndardómi sem ekkert okkar fær skilið eða skýrt. Með Jesú Kristi fáum við boð um að verða beinlínis bústaður Guðs í meðvituðum kærleika Krists sem við þiggjum að gjöf á persónulegan hátt, með því að elska frelsara okkar og finna ást heilags anda Guðs umlykja okkur, já gegnumsýra okkur.
Predikun

Endir allra hluta er í nánd. Verið því gætin og algáð til bæna.

Í bæninni okkar, Faðir vor, biðjum við Guð að fyrirgefa okkur “vorar skuldir” þe fyrirgefa okkur það sem við höfum gert rangt… og hjálpa okkur svo að við getum fyrirgefið þeim sem gera illt á okkar hlut… “að fyrirgefa vorum skuldunautum”… sá sem á kærleika á auðveldara með að fyrirgefa og sá sem fyrirgefur – honum verður fyrirgefið…
Predikun

40 ár í sóttkví

Heil þjóð… sem margir telja að hafi talið yfir 5 millj manna lagði af stað út í eyðimörkina… og var þar… eins og þeir væru í sjálfskipaðri sóttkví… í 40 ár…
Predikun

Ég mun gefa ykkur nýtt hjarta og leggja ykkur nýjan anda í brjóst.

Það má líkja því við að fá nýtt hjarta þegar við endurmetum allt í lífi okkar og sjáum líf annarra í nýju ljósi
Predikun

Drottinn leiðir okkur gegnum erfiða tíma

Guð segist hafa nýja tíma í vændum… já það er óhætt að segja að við lifum mjög óvænt nýja tíma núna… ótrúlegt ástand og það eina sem við getum gert… er að fylgja slóðanum í gegnum eyðimörkina… því að við… þeas hinn almenni borgari… ráðum ekkert við þetta ástand.
Predikun