Trú.is

Þolgæði

Þrengningar geta verið verkfæri, leið fyrir okkur að vakna upp úr svefndrunga daglegs lífs, skoða líf okkar í ljósi reynslunnar og finna hvernig þolgæðið getur vaxið við hverja raun. Við getum byggt upp þolgæði á öllum sviðum lífsins. Og í því erum við ekki ein. Við erum saman í þessu og við erum umvafin elsku Guðs sem gefur okkur styrk og þol í aðstæðunum.
Predikun

Núvitundaríhugun, sjöundi hluti: Að (s)kanna líkamann

Jesús var ekki bara fæddur í líkama, hann var líkami, hann var raunveruleg manneskja með allar þær skynjanir sem líkamanum tilheyra. Útgangspunktur okkar í andlegri iðkun er líkaminn. Það er ekki þrátt fyrir líkamann eða í baráttu við líkamann sem við nálgumst anda Guðs. Aðeins með því að dvelja í friði og sátt í þeim skynjunum sem líkaminn miðlar getum við verið nærverandi í þessu augnabliki núna.
Pistill

Innlifunaríhugun 5: Í húsi Maríu

Í dag ætlum við, í tilefni mæðradagsins, að mæta annarri persónu guðspjallanna í innlifunaríhugun að hætti Ignatíusar Loyola. Hún er sú sem stóð Jesú næst, hún sem fyrst fann líf hans innra með sér, hún sem gaf honum af sínu lífi, nærði hann og annaðist og fylgdi honum allt til dauða og aftur þaðan, var vitni upprisunnar og máttarstólpi í fyrsta kristna söfnuðinum.
Pistill

Í sex skrefa fjarlægð.

Sannleikurinn er sá að ég uppgvötaði um daginn á göngu minni að ég veit ekki neitt. Ég uppgvötaði það á endurnýjaðan hátt á göngu minni um Elliðarárdalinn. Allt sem ég segi, allt sem ég hugsa, allt sem ég læt frá mér fara í orði og riti er aðeins veik viðleytni mín til þess að uppgvöta veröldina sem ég er hluti af og leiði stundum hjá mér. Leyfi mér að spegla mig í henni til þess mögulega að sjá og skynja eitthvað nýtt.
Pistill

Núvitundaríhugun, sjötti hluti: Að taka eftir án þess að dæma

Núvitundariðkun getur fært okkur nær stöðu náðarinnar, þar sem við sleppum tökunum á hvers kyns dómum, bæði yfir öðrum en ekki síður okkur sjálfum og aðstæðum okkar, og tökum á móti hverju andartaki sem gjöf lífsins, gjöf Guðs.
Pistill

Innilifunaríhugun 1: Á göngu með Jesú

Ignatíusaraðferðin er leið til þess að virkja okkar innri sýn og skynjun, að lesa um það sem gerist í guðspjöllunum eins og það væri að gerast núna. Við leitumst við að vera viðstödd það sem sagt er og gert; við sjáum, heyrum, finnum ilm og snertingu eins og við værum þarna á staðnum með Jesú.
Pistill

Innlifunaríhugun 3: Grillað á ströndinni

Ilmurinn er indæll, við erum svöng eftir langa nótt við vatnið og erfiðið að draga inn fiskinn, finnum þennan ilm af grilluðum fiski og nýbökuðu brauði, dásamlegt. Jesús vill næra okkur, þjóna okkur, gefa okkur að borða til að endurnýja krafta okkar.
Pistill

Svanirnir koma í dag

Hin sanna þjónusta við lífið felst í því að við tökum hvert annað að okkur í kærleikanum og spörum ekkert til.
Pistill

Innlifunaríhugun 4: Elskar þú mig?

Við bíðum eftir svari Péturs, dálítið spennt, skyldi þessi dugmikli og hvatvísi fiskimaður getað játað Jesú ást sína? Og já, það getur hann, og þá getum við það líka: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Pistill

Ilmurinn

Vonin brýtur sér alltaf leið úr myrkrinu. Úr öskunni, brjótast græn grasstráin, laufin sem þrá frelsi laufgast á greinum tjránna.
Pistill

Núvitundaríhugun, fimmti hluti: Hljóð og hugsanir

Vitund okkar er vakandi, við sjáum og heyrum og skynjum það sem fram fer innra með okkur og í ytra umhverfinu. Við erum hér og nú. Allt má vera það sem það er, engu þarf að breyta einmitt núna. Við hvílum bara í því sem er, erum vitni að öllu þessu án þess að það raski ró okkar. Andardrátturinn, lífgjöf Guðs, er akkeri okkar, friður okkar.
Pistill

Hæfileg fjarlægð og nauðsynleg nálægð

Nú er kjörið tækifæri til að prófa bænina og láta á það reyna hvort hún breyti einhverju.
Pistill