Trú.is

Stríð 0 - Friður 1

Það er skiljanlegt að mæta hinu óvænta með vantrú og ótta. Kannski eigum við líka erfitt með að þekkja Jesú þegar hann kemur til okkar, upprisinn. Hans eigin lærisveinar þekktu hann ekki, þegar hann slóst í för með þeim á leiðinni til Emmaus og ræddi við þá um það sem hafði gerst og átti að gerast.
Predikun

Upprisur lífsins

Upprisur lífsins eru samvinnuverkefni margra aðila sem leggja sig fram um að gefa líf og bæta líf. Flóttamenn taka áhættu. Þeir þrá lífið og flýja óviðunandi aðstæður heima fyrir. Heimurinn getur ekki lokað augum og eyrum fyrir því.
Predikun

María, Jesús og Vilborg

Ekkert linar þjáningu betur en mannleg snerting.
Predikun

Kranarnir og krossinn

Í dag er dagur krossins, föstudagurinn langi, sem opnar augu okkar fyrir þeim sem þjást. Og andspænis þjáningu krossins finnum við mennskuna sem tengir okkur hvert öðru, í auðsæranleika okkar og varnarleysi.
Predikun

Áhættulaust á hliðarlínunni

Þess vegna er krossinn svo sterkt tákn í kristinni trú, ekki vegna þess að Guð hafi fórnfært syni sínum, það er ekki skilningur guðspjallanna að Guð hafi fórnfært neinum, Guð krefst ekki blóðs, Guð beitir ekki ofbeldi. En það er Jesús sjálfur sem gengur alla leiðina í heimi sem er svo veikur fyrir ofbeldi og grimmd.
Predikun

Hold fyrir hold

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hold fyrir hold - svo hljómar hið forna lögmál og birtist í þeirri mynd að til þess að koma á jafnvægi og sátt, já friði, þurfi að færa fórn.
Predikun

Kross Krists læknar og endurreisir

Kross Krists hefur tvíþætta merkingu því dauði Krists leysir okkur undan valdi syndarinnar og jafnframt sýnir ótvíræða samstöðu Jesú með öllum þeim sem þjást vegna syndarinnar og þeirra sem fremja ranglæti í krafti valds og stöðu sinnar. Kristur er fórnarlamb óréttlætis, hann er fórnarlamb syndarinnar og þeirra sem eru undir valdi hennar. Þess vegna stendur hann með öllum sem þjást. Hann þekkir þjáningu af eigin raun. Jesús segir: „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“
Predikun

Vald - þjónusta - kærleikur

Margra löngun er að vera í hirðinni, hafa áhrif og koma sér vel fyrir í heiminum. Aðrir vilja gefa af sér og sjá gildi lífsins mest í þjónustunni við Guð og náungann. Að þjóna Guði er að lifa í honum, en það leiðir til auðmýktar og gjafmildi.
Predikun

Hugrekki

Hún valdi sjálf og hún hafði hugrekki til þess. Hún valdi sjálf að taka áhættu og að taka völdin í lífi sínu. Svolítið eins og íslensku konurnar gerðu, sem beruðu geirvörturnar framan í alheim í vikunni sem leið, og ákváðu að taka völdin yfir kvenlíkamanum í sínar hendur. Kvenlíkamanum sem stöðugt er hlutgerður af körlum.
Predikun

Bænir fyrir Mið-Austurlöndum

Guð sem ert okkur styrkur, eins og María grét við kross Jesú, þannig grátum einnig við með konunum í Sýrlandi, Írak, Líbýu og Egyptalandi sem sæta ólýsanlegri kvöl og þjáningu. Fjölskyldum er sundrað: Mæður hafa misst börn sín, eiginkonur menn sína, dætur feður sína. Margar konur þurfa að bera þungar byrðar einsamlar, þjakaðar af ranglæti, þolendur nauðgana, hafnað af samfélaginu í örvæntingu og skömm. Við biðjum þig að halla konum Sýrlands, Íraks, Líbýu og Egyptalands að brjósti þér.
Predikun

Aftur til framtíðar

Þegar tunglið fór fyrir sólu vorum við minnt á óendanleika himingeimsins og fundum smæðar í hinni stóru og miklu veröld. Okkur finnst við jafnvel vera eins og lítið sandkorn á stórri strönd. Megum okkur svo lítils og skiptir það nokkru máli sem við gerum eða segjum.
Predikun

María og Joiti

Lofsöngur Maríu er magnaður texti og þar fæst innsýn í mikilvæga þætti hins biblíulega boðskapar sem lýtur að því að trúaðir einstaklingar eiga ekki að láta það viðgangast að fólk sé kúgað og niðurbeygt.
Predikun