Trú.is

Myndir á aðventu

Fyrst orð um hryllinginn og svo orð um hvað er til lausnar. Það eru engin billeg svör í alþjóðamálum og lífið er flókið og stundum sorglegt. Aðventa er vonartíð og þá er okkur sagt að þvert á vonsku vilji Guð hið góða.
Predikun

Heilbrigð eða óheilbrigð trú

Það er augljóst að minni hyggju að valið snýst ekki um trú eða trúleysi heldur um heilbrigða og óheilbrigða trú. Manneskjan er haldin ólæknandi trúhneigð. Hún brýst bara fram með ýmsum hætti og formerkjum.
Predikun

Tónar aðventunnar

Boðskapur aðventunnar er margræður og á sér fjölda tóna og lita. Andi aðventunnar leitar á huga okkar og sál með öðrum hætti en árstíðarnar og gjarnan sterkari. Á aðventu leitum við inn á við, inn í heim minninga og minna, sem kvikna í ilmi og ljósum aðventunnar. Eða öllu heldur, gamlar minningar leita okkar. Og finna okkur.
Predikun

Þekkirðu lykilorðin tvö?

En hvað segir þá kirkjan okkar um endalokin og hinsta dóm? Hvernig mun okkur reiða af í þessu drama dóms og heimsslita? Verðum við dæmd af verkum okkar? Skiptir máli hversu margar jólagjafir ég gef, hve miklu ég eyði í gjafir og góðgerðir? Krefst dauðinn þess sem lífið lánaði í líku hlutfalli og fésýslumennirnir Metúsalem og Pétur ...
Predikun

Um heimsendis óvissa tíma

Hvers vegna búum við okkur undir jólin. Ætli það sé ekki af sömu ástæðum og gamli barnaskólakennarinn taldi ástæðu til að kenna nemendum sínum þá staðreynd að heimsendir verður ekki reiknaður út, heldur getum við aðeins búið okkur undir hann með því að treysta á eitthvað gott, eins og það að mega halda í hönd þess, sem er manni nálægur og kær og treysta á það sem er varanlegt, eins og orð Guðs.
Predikun

Staldra við og hjónabandið

Nú í undirbúningi þess að ganga að jötunni og fagna komu Guðssonar í heiminn, erum við minnt á endurkomu hans. Guðspjall dagsins er texti um hina hinstu tíma er Mannssonurinn mun koma í mætti og dýrð, Mannssonurinn mun koma öðru sinni.
Predikun

Jólin - frábær hugmynd?

Fyrir nokkrum árum mátti lesa frásögn af japönsku verslunarhúsi, sem fékk einn af starfsmönnum sínum til að kynna sér markaðssetningu jólanna í hinum vestræna heimi og flytja þessa markaðsetningu yfir til Japans. Viðkomandi starfsmaður kynnti sér málið, ekki nógu vel því hann lagði til að utan á vöruhús fyrirtækisins yrði settur: Krossfestur jólasveinn.
Predikun

Eftirvænting

Umræða um kjör aldraðra hefur verið í umræðunni að undanförnu. Skýrsla sem Stefán Ólafsson, prófessor vann fyrir Öryrkjabandalagið og lögð var fram í vikunni sýnir fram á að kjör öryrkja hafa versnað markvert hér á landi miðað við aðra samfélagshópa.
Predikun

Lausn yðar er í nánd

Fuglaflensufaraldur, þjóðir heims byrgja sig upp af lyfjum, eflaust eru einhverjir komnir niður í einangruð byrgi með dósamat eins og þegar umræðan um kjarnorkustríð stóð sem hæst. Þynning Ósonlagsins og hlýnun jarðar, verður birta sólarinnar innan tíðar banvæn?
Predikun

Ilmur aðventunar

Þessi tími – hann er eins og konfektmoli fylltur sætu bragði þannig að freistingin verður skynseminni ofurliði borin og seilst er í annan samskonar mola og annan og annan þar til að flökurleiki tilverunnar sest að. Þessi tími - hann er svo óttalegur og kvíðvænlegur að margur er sá sem varla þorir að opna augun og líta ásjónu hans að morgni hvers dags.
Predikun

Agaleysi og ofbeldi á aðventu

Erum við ekki í samfélaginu í dag eins og fávísu meyjarnar í sögu Jesú? Við höfðum í höndunum ljós sem við gátum notað til þess að lýsa upp veginn bæði fyrir okkur sjálf og börnin okkar, sem við gátum notað í baráttunni gegn ofbeldi, agaleysi og upplausn.
Predikun

„Var Guð í símanum?“

„Guð var í símanum“. Þannig eru upphafsorð hinnar nýju skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Herra Alheimur. Það er goðafræði í Hollýwoodstíl og segir frá nýjum goðheimum á stjörnu í miðjum geimnum. Þaðan sér Herra Alheimur vítt um veröld alla og stýrir stjarna her.
Predikun