Trú.is

Hellingur af peningum

Að eignast „helling af pening“ eða tapa „helling af pening“ – er það ekki mælikvarðinn?
Predikun

Einhver þarf alltaf að vaska upp

Mörtur er nauðsynlegar að hafa með í öllum félagasamtökum, stjórnmálaflokkum, í kirkjunni. Mörturnar koma nefnilega hlutunum í framkvæmd. Þær eru ekkert að slóra og þær fara eftir öllum leikreglum, svo lengi sem þeim finnst þær skynsamar. Þú getur treyst því að verkefnum, þeim sem Mörtum er trúað fyrir, verður lokið.
Predikun

Það er alltaf von

Ég lít svo á, að Marta og María séu fulltrúar fyrir tvö afar mikilvæg hlutverk eða hlutskifti í kirkju Krists á jörð, þetta eru tvær systur sem þurfa að takast í hendur og leiðast, vinna saman og skilja hvor aðra.
Predikun

Ísland og leitin að góða hlutskiptinu

Við erum þreytt á því að bera byrðar sem aðrir hafa lagt á herðar okkar og svöng eftir réttlátu samfélagi. Það er í þessum sporum sem við stöndum og spyrjum um hið góða hlutskipti, hvar það er að finna, og hverjum það er ætlað.
Predikun

Þögnin býr yfir sannleika

Maður kynnist nefnilega fólki einna best með því að þegja með því, þá heyrir maður best hljóminn í sálarlífi þess. Við erum svo einkennilega hrædd við þögnina og samt býr þögnin oft yfir mesta sannleikanum.
Predikun

Kirkjan á hæðinni

Það verður ekki sagt að fréttir dagsins í okkar samfélagi gefi tilefni til lofsöngva. Það eru engin fagnaðartíðindi sem okkur eru flutt, dag eftir dag. Nær væri að segja að hið gagnstæða. Nú sitjum við uppi með þungar byrgðar skulda langt inn í framtíðina, skulda sem eru að sliga okkar fámennu þjóð.
Predikun

Kirkja kvödd

Þeir, sem endurheimta líf sitt úr dauðans háska, líta lífið eftir það eins og allt öðrum augum en áður. Þá verður margt, sem fyrrum batt huga, áhyggju og eftirtekt, harla lítils virði, og glöggt kemur í ljós hvað gerir lífið þess virði að lifa því.
Predikun

Dag í senn

Handtakið, augnaráðið, hlýjan og brosið var einlægt og fölskvalaust. Hann horfði í augun á fólki og gaf því alla sína nærveru með hlýju handtakinu og innilegu brosinu. Enginn asi, fullkomin rósemd og nærvera þess sem vissi fyrir víst að Drottinn er allar stundir nærri.
Predikun

Í minningu herra Sigurbjörns Einarssonar

Boðskapur öldungsins til barnsins á þessari stundu var sá sami og greina má þegar lesnar eru prédikanir Sigurbjörns, sú frétt sem hvert mannsbarn þráir að heyra, fagnaðarboðin sem gleðja innst og dýpst: Þú ert elskað barn. Á þér hvíla ástaraugu sem gleðjast yfir þér líka þegar þú grætur. Guð elskar þig jafnt í veikleika sem styrk.
Predikun

Kom María meiru í verk?

Þeir sem velja góða hlutann hugsa vandlega um stefnuna sem þeir taka í lífinu. Þeir leggja eyrun við samviskunni sem talar við þá en kæfa ekki rödd hennar með ærandi hávaða.
Predikun