Trú.is

Lifðu – og leyfðu öðrum að lifa

Oft verða ytri atvik til þess að líf okkar verður með öðrum hætti en við hefðum kosið. Þá er að velja lífið innan þess ramma sem okkur er gefinn, setjast við fætur Drottins og leyfa orðum hans að umbreyta afstöðu okkar til aðstæðnanna. Og viti menn! Oft breytast þá aðstæðurnar líka.
Predikun

Konur og kirkjan

Við erum öll eitt í Kristi, jafngild og jafnmikils virði, Íslendingar og útlendingar, ríkir og fátækir, karlar og konur. Við skulum íhuga það vel á þessum degi, um leið og við íhugum og minnumst allra góðra verka kristinna karla og kvenna í gegnum aldirnar og árþúsundin.
Predikun

Kvennahlutverk og Ayaan Hirsi Ali

Í anda Jesú Krists viljum við menntun og stöðuréttingu kvenna til jafns við karla. Í anda Jesús Krists mótmælum við limlestingum á konum hvar sem er í heiminum. Látum feðraveldið detta.
Predikun

Ég hef rist þig í lófa mína

Markmiðið er ekki að losna algjörlega við áhyggjur heldur að hafa góða kjölfestu og rétta stefnu. Þá bíta ekki áhyggjurnar á manni og setja mann ekki úr skorðum í lífinu. Áhyggjurnar verða viðráðanlegar ef við erum viss um það að bjargið sem líf okkar hvílir á hreyfist ekki.
Predikun

Sátt

Kristin trú byggir á því að við þurfum að öðlast sátt við okkur sjálf og skapara okkar. Öðru vísi getum við ekki unnið góð verk af heilum hug, óskipt í þágu skapara okkar og náunga. Hvert sem verkefnið er, hvort heldur menn leggja sig í hættu á ófriðarslóðum, hvort menn vekja athygli á mannslífum þeim sem við fórnum fyrir hraða og ofsa í umferðinni.
Predikun

Þörf eða græðgi?

Þegar við verðum hrædd þá týnum við réttlætinu, óttinn vekur í okkur frummennsku, þegar við verðum hrædd þá skerðist sjónsvið okkar, við hættum að sjá aðrar manneskjur nema við getum grætt á þeim, við hættum að sjá náttúruna nema að geta grætt á henni. Við breytumst eiginlega í teiknimyndafígúrur með dollaramerki í augunum og skyndilega tekur siðfræði efnishyggjunnar völdin.
Predikun

Down „tjóns“ vísitalan

Í huga mínum hljómar lag og texti sem mig minnir að tónlistamaður að nafni Bobby Mcfarell söng um árið. “Don’t worrie be happy” það er hægt að útleggja textann þannig -“hafðu engar áhyggjur þetta reddast” ég man að mér fannst textinn smell passa í þjóðarhuga þá eins og nú sem púsl sem vantaði til uppfyllingar heildstæðrar myndar sem við erum stöðugt að leitast við að finna og setja saman.
Predikun

Jesús kemur í heimsókn

Guðspjall þessa sunnudags er eitt af þeim guðspjöllum sem láta næsta lítið yfir sér í fyrstu, en reynast svo við nánari skoðun ekki aðeins ríkuleg uppspretta hugsana og leiðsagnar í daglegu lífi, heldur draga þau upp mynd af kirkjunni og af trúarlífi einstaklinga og persónulegu sambandi hins kristna manns við Krist sjálfan.
Predikun

Eitt er nauðsynlegt!

Guðspjall dagsins er sagan af Mörtu og Maríu í Betaníu. Við þekkjum þá sögu vonandi öll. Orð Jesú við Mörtu: „Þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu. En eitt er nauðsynlegt!” „Eitt er nauðsynlegt!” Og víst könnumst við við það! Daglangt glymur í eyrum af ótal rásum áróðurinn og áreitin sem brýna fyrir okkur að eitt og annað sé nauðsynlegt af því sem í boði er. „Eitt er nauðsynlegt! og það fæst hjá mér,” segja þeir, hver um sig. „Eitt er nauðsynlegt”!
Predikun

Sjúkdómurinn er vinnusýki!

Þegar álagið er mikið finnum við að við náum ekki að afkasta öllu því, sem við vildum. Svo herðum við á okkur og kaupum okkur jafnvel frið með að gefa hluti í stað tíma, gjafir koma í stað nándar. Langur listi verkefna og svo streita. Hvað af þessu er mikilvægt og nauðsynlegt? Prédikun 4. september 2005 er hér á eftir.
Predikun

Slakaðu á, engar áhyggjur

Þegar að þér er kreppt og þú nærð að svamla upp úr sálarfeninu og krafla þig upp á bakkann með Guði öðlastu lífssýn sem er góð og lífvænleg. Talaðu við þau, sem hafa reynt mikið, gengið í gegnum áföll og sjúkdóma og náð að vinna sig í gegnum vandann. Sama sagan: Verið ekki áhyggjufull, viðurkennið þann mátt sem getur hjálpað.
Predikun

Að velja góða hlutskiptið

Það eru þær systur Marta og María sem mæta okkur í guðspjalli dagsins. Önnur þeirra sinnir hinu veraldlega af kostgæfni, á meðan hin kýs að leita hins andlega með því að setjast við fótskör Drottins og nema visku og speki af vörum hans.
Predikun