Trú.is

Ár ljóss og jarðvegs

Það eykst sem af er gefið. Og við getum jafnvel gefið inn í framtíðina með því að skrá okkur á vef landlæknisembættisins sem líffæragjafa. Þannig gæti jafnvel hold, sem ella yrði að mold, orðið öðrum til lífgjafar við ákveðnar aðstæður. Hvernig við síðan rísum upp af jörðu við enda daganna er ekki okkar að sjá fyrir. Guð einn veit – og Guði treystum við.
Predikun

Þú, ég og fjarskylda frænkan í Biblíunni

Biblían er ekki texti sem við lesum frá upphafi til enda, hún er ekki einsleit í stíl og uppbyggingu, hún er samansett af textum úr ólíkum áttum frá ólíkum tíma. Aðferðafræði kristins fólks er að nálgast texta Biblíunnar í gegnum aðra texta hennar, þannig að Biblían verður gleraugun sem við lesum Biblíuna með.
Predikun

Kolfallin á talentuprófinu?

Sagan um talenturnar býður okkur skoða okkar eigið líf og þjóðlíf og spyrja þeirrar spurningar hvort við nýtum okkar jarðvistartíma vel. Og við skoðum líf okkar í kastljósi orðanna: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Það er talentuprófið.
Predikun

Ógn og dýrð

Dýrð Guðs er gleði og von sem birtist í hugsunum okkar og gjörðum þegar við þjónum náungum okkar með trú á hjálpræði Guðs, nefnilega trú á Jesú.
Predikun

Kirkja fólksins

Listamaðurinn málar verkið inn í kirkju sem með réttu er kirkja fólksins og dregur það fram með þessum afdráttarlausa hætti. Hversu viðeigandi er það í ljósi þess að frumkvæðið kom fram þessum öflugu konum sem vildu auka veg og vanda samfélagsins og þeirra sálna sem það samanstendur af
Predikun

Út fyrir endimörk alheimsins?

Skoða má alla ofuhetjuhefð í menningu Vesturlanda sem áhrifasögu Jesú. Margt af einkennum og djúpþáttum ofurhetjuhefðarinnar og ofurhetjanna má rekja til Jesúsögunnar. En mér virðist ekki vera hægt að skýra Jesú út frá ofurhetjum heldur aðeins öfugt.
Predikun

Sakkeus og Sarkozy

Sarkozy þarf ekki að vera fremstur, Sakkeus þarf ekki að vera uppi í tré! Jesús býður honum að sitja með sér, eiga samtal, það er þá sem umskiptin til góðs eiga sér stað. Sakkeus ákveður að gefa af eigum sínum til fátækra og leiðrétta ranglæti sem hann kann að hafa valdið.
Predikun

Íslamsfóbía, Gyðingaótti og Kristnihræðsla

Ég vil vara við þeirri tilhneigingu að útrýma trú og trúarbrögðum úr almannarýmum. Ég óttast að þessi útrýming og útilokun ali af sér tortryggni og ótta og að lokum þorum við ekki að sýna hver við raunverulega erum.
Predikun

Hvert líf er dýrt

Félagslegir og steinsteyptir múrar eru enn víða í heiminum, þó aðrir hafi fallið. Í Evrópu rís óttinn upp eins og bylgja, óttinn við hið framandi og reynist stundum á rökum byggður, einkum þegar tjáningarfrelsið virðist notað í því skyni einu að ögra. En ef við látum óttann ráða för eru afleiðingarnar aðeins fleiri múrar, fleiri byssur, minna rými fyrir félagslegt og persónulegt frelsi. Kristin trú sækir sér kjark í Orð Guðs sem segir: ,,Ótti er ekki til í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann” (1Jóh 4.18). Við sækjum styrk okkar til kærleikans og sýnum heilindi í allri framgöngu.
Predikun

Frelsi til að leika sér

Höfum við ekki oft heyrt um gildi þess að varðveita barnið í sér? Er ekki barnið í því hlutverki að sprengja ramma hins fyrirsjáanlega og leiða hið óvænta inn á sviðið? Er Jesús að beina okkur inn á svið leiksins og uppgötvunarinnar með því að benda á börnin sem fyrirmynd?
Predikun

Lærisveinar á villigötum

Það er eitthvað einstaklega nöturlegt þegar kuldinn, hatrið og hin mannfjandsamlega hugsun birtist okkur í nafni háleitra hugmynda trúarbragðanna. Ef slíkt er mögulegt hjá fylgismönnum Múhameðs, af hverju þá ekki hjá lærisveinum Krists?
Predikun

Í nafni fjölmenningar?

Okkur kemur það við þegar sagt er „Því miður ekkert pláss“ þegar við vitum að það er pláss. Það er uppbúið rúm. Öll erum við á einhvern hátt flóttamenn sem hæfir sögu. Flóttafólk eigin verka og hugsana og skoðana, hefða og venja.
Predikun