Trú.is

Konungurinn kemur

Að hylla Jesú sem konung er að taka söguna um innreið hans í Jerúsalem alvarlega sem mikilvæga valdabaráttu. Að sjá Jesú sem konung er að taka afstöðu í málefni þar sem er ómögulegt að vera hlutlaus. Þetta snýst að öllu leyti um afstöðu okkar til eigin lífs og þeirra afla sem stjórna veröldinni í kringum okkur. Hvað á að ríkja í huga okkar og hjarta? Hvaða „ríki“ viljum við sjá á jörðinni? Fagnaðarerindið um Jesú Krist bendir á Guðs ríki, - himnaríki. Þar á að ríkja öðru fremur réttlæti, friður og gleði andans.
Predikun

Meðgönguhátíð

Ef jólin eru fæðingarhátíð, þá er aðventan meðgönguhátíð. Það minnir líka margt í umgjörð aðventu og jóla á undur lífs og fæðingar.
Predikun

Hugvekja á aðventukvöldi í Seyðisfjarðarkirkju

Ég var beðin um að deila með ykkur í kvöld svolitlu um þær jólahefðir sem ég ólst upp við í Miami. Það eru margar hefðir en ein er mér sérstaklega minnistæð og er mér mjög kær. Það er gjöfin að gefa.
Pistill

Dagurinn í dag er margfaldur minningar- og gleðidagur.

Það er 1. desember, fullveldisdagurinn. Nýtt kirkjuár er hafið með þessum fyrsta sunnudegi í aðventu.
Predikun

Nálaraugað og náðin

Þegar heimskautafarinn norski Roald Amundsen var á leiðinni með mönnum sínum í tveimur flugvélum til norðurheimskautsins forðum daga þá fórst önnur vélin. Þá var allt undir því komið hvort hin vélin gæti borið alla mennina. Öllu, sem nauðsynlegt var, urðu þeir að fórna. Amundsen átti ljósmyndavél sem hann vildi helst ekki skilja við sig.
Predikun

Bjargráðin

Þegar leiðir Jesú og sjúka drengsins lágu saman þá gat drengurinn ekki tjáð sig en hann átti sér góðan málsvara í föður sínum sem þótti vænt um hann og bar hann á bænarörmum og þráði það eitt að hann myndi læknast af meinum sínum.
Predikun

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.
Pistill

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.
Pistill

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
Predikun

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?
Pistill

Skógarmessa Tinnuskógi á Landnyðringsskjólsbökkum í Breiðdal

Við erum umvafin trjám og gróanda sumarsins. Mikið undur er það, þessi lifandi sköpun sem skrýðir jörðina. Í daglegu lífi finnst okkur þetta gjarnan sjálfsagt og venjulegt. Sumarið kemur og allt sem því fylgir.
Predikun

Tímabil sköpunarverksins

Nýtt tækifæri, ný von. Trú á að verkefnið vinnist. Við þurfum á trú að halda núna þegar við erum í kapphlaupi við tímann um að snúa vörn í sókn í loftslagsmálum.
Predikun