Trú.is

Frelsa oss frá illu

Það sem ég geri verð ég að gera í nafni Jesú Krists. Allt sem ekki er unnt að gera í hans nafni ætti ég að láta ógert. En stundum gleymist hinn góði ásetningur. Við gleymsku og vanrækslu hefur kristið fólk alla tíma mátt glíma. Hinn mannlegi þverbrestur er erfiður viðfangs og seintekinn í burtu.
Predikun

Plast í paradís

Þarna mætast andstæðurnar: hafsvæðið sem í huga okkar er táknmynd hins óspillta – og vettvangur ótal frásagna af sakleysi og náttúrulegri paradís. Og svo plastið, sem getur verið samnefnari fyrir lestina í fari okkar.
Predikun

Freistingar og reynslupróf: Fallin/n!

Nákvæmlega sömu freistingar mæta okkur öllum, mæta pólitíkusum landsins og heimsins, hvort sem er í borgar- eða sveitastjórnum eða á löggjafarþingum um veröld víða ...
Predikun

Bænin

Þá liggur okkur ekki mest á að fá rökrænar skýringar á bölinu og þjáningunni í veröldinni. Þá eigum við heldur ekki að byrja á því að sætta okkur við orðinn hlut, láta áhyggjurnar hverfa, sorgirnar hjaðna og kvíðann eyðast.
Pistill

Guð hefur velþóknun á þér

En andi Guðs er ekki sýnilegur, þess vegna tökum við oft ekkert eftir honum þó hann sé að verki. Hann er eins og vindurinn, við sjáum hann ekki en við getum fundið áhrif hans eins og við sjáum vindinn sveigja trén.
Predikun

Gegnsósa af Guði

Það getur verið skelfileg tilhugsun að eiga Guð sem þekkir mig algerlega, merg minn og bein, allt sem ég hugsa og allt sem ég geri. Þegar ég anda anda ég Guði að mér. Ég er gegnsósa af Guði eins og ungir rennblautir menn í Jórdaná forðum daga. Það getur verið skelfileg tilhugsun að eiga Guð sem þekkir mig algerlega, merg minn og bein, allt sem ég hugsa og allt sem ég geri. Þegar ég anda anda ég Guði að mér. Ég er gegnsósa af Guði eins og ungir rennblautir menn í Jórdaná forðum daga.
Predikun

Tjáning án orða

Jesús Kristur beygir sig niður til mannsins til þess að ná sambandi við hann, til þess að eignast tengsl við hann, til þess að eignast traust hans og hjálpa honum að sjá að það sé hægt að treysta mannssyninum.
Predikun

Skírn Jesú

Það er því hjákátlegt að ímynda sér að maður verði nokkurn tíman nægjanlega góður, guðrækilegur eða kristinn til þess að vera reiðubúinn að þiggja skírn. Náð skírnarinnar er ekkert undir mér komin. Aðeins Guði.
Predikun

Næðifæði takk – engan skyndibita

Skyndimennskan er til dauða. Sorgarvinnu og uppeldi verður ekki rubbað af, ástin verður ekki afgreidd með skyndikynnum, lífið er ekki stuttur brandari. Nei. Trúin er stór, sálin er djúp, elska Guðs er löng!
Predikun

Guðs orð á móðurmáli

Hann sagði:„Nú er við höfum þýtt ritningarnar á tungu fólksins, þá verðum við að túlka orð hennar með verkum. Í stað þess að tala um heilaga hluti þá verðum við að iðka þá.“ Hann var að minna á það að besta biblíuþýðingin, og í raun sú eina sem skiptir máli, er sú sem birtist í breytni, viðmóti, líferni fólks.
Predikun

Vaxta sitt pund!

Svartur dagur á miðvikudaginn var á hlutabréfamarkaðinum heima á Íslandi. Sum fyrirtækin á aðallista verbréfamarkaðarins lækkuðu í verði en svo var smáhækkun degi síðar. Skjálfti er á markaðnum og ýmsar kenningar í gangi.
Predikun

Sáðkornið geymir upplýsingar

Það virtist vera kraftaverk í augum forfeðra okkar en fyrir tilstilli vísindanna hefur okkur opnast heimur sem ber með sér ekki minna kraftaverk. – Innri bygging frækornsins, þessi þétti harði massi – hefur í sér að geyma svo ótrúlega flókna byggingu þannig að allt erfðamengi lífverunnar er þar að finna og bíður þess eins að verða að veruleika.
Predikun