Trú.is

Manngildi

Ég kalla eftir umræðu um manngildi, mannhelgi og mannskilning. Frumvarpið vekur fjölda spurninga og verði það samþykkt óbreytt tel ég að sagan muni leiða í ljós að þar hafi samfélagið villst af leið.
Pistill

Kirkjur í Evrópu snúa bökum saman í ólgusjó umbreytinga

Hugsanir að loknum aðalfundi Kirknaráðs Evrópu (KEK)
Pistill

Hvað er Guð að sýsla?

Ég sá að prestur nokkur þakkar Guði fyrir að hafa náð að verða edrú; hætta að drekka áfengi.
Pistill

Sumarvaka í Heydalakirkju á sumardaginn fyrsta

Látum það ekki verða örlög komandi kynslóða „að þekkja hann ei sem bæri“. Að þekkja ekki Jesú og kærleiksboðskap hans. Biðjum þess að við og komandi kynslóðir eigi þess kost að fagna friði á jörðu og fenginni sátt.
Pistill

Bjartsýni eða lífsjátning

Sumt í kristindóminum er erfitt, eiginlega algjörlega óviðráðanlegt. Upprisan er eitt af því. Stundum kvarta ég við Guð minn í bæninni yfir því að trúin eins og hún kemur til mín er óskynsamleg... Svo renna upp páskar. Og öll mín skynsemi hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ég rétti úr mér, breiði faðminn á móti rísandi sól, nýt ilmsins af vorinu og vitnisburðar kvennanna og lærisveinanna af upprisu. Þá renna upp gleðilegir páskar eins og vorsólin. Er þetta óraunsæ bjartsýni eða lífsjátning?
Predikun

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.
Predikun

Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni

Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.
Predikun

En hann var mjög stór

Páskarnir fjalla að miklu leyti um slíka steina og hvernig við mætum þeim. Ætlum við sjálf að ráðast á þá eða eigum við okkur þann bandamann í Jesú, í Guði, sem veitir okkur styrk til að sigrast á slíkum fyrirstöðum? Þannig var það í páskasögunni fyrstu. Steininum hafði verið velt frá – en hann var mjög stór.
Predikun

Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms

Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".
Predikun

Helgidómar

Steinhvelfing gotneskrar dómkirkju skapar þau hughrif og það gera íslenskir fjallasalir líka. Maðurinn finnur fyrir helginni þegar hann fær að vera hluti af einhverju sem er dýpra og breiðara en tilvist hans sjálfs.
Predikun

Vald í varnarleysi

Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.
Predikun

Gleymskan er náðarmeðal hugans.

Sorgin og missirinn og þjáningin varð að eiga sitt rými sínar hugsanir, sem leita farvegs skilnings, sem þegar upp er staðið frá þjáningunni er óskiljanleg. Framandi eins og að heyra að maður hafi verið krossfestur í fjarlægu landi löngu áður en afi og amma fæddust og af því tilefni skyldi ekki vera með neinn galsa. Það væri ekki tilhlýðilegt.
Predikun