Trú.is

Ný þýðing grundvallarrits

Að mínu mati er mikill misskilningur að annað hvort verði að taka Biblíuna bókstaflega eða henni sé alls ekki tekið. Biblíuna er ekki hægt að taka bókstaflega. Telji menn það mögulegt verða þeir að taka fram hvaða Biblíu þeir ætli að "taka bókstaflega".
Pistill

Orð og undur (í Krýsuvík)

En erindið dýrmæta þarf að setja fram á svo glöggu og skiljanlegu máli hverju sinni að innhald þess og veigur, eigind og umbreytandi afl séu virk og máttug til að hræra hjörtu og huga og leiða til hjálpræðis og samræmis við Orðið eilífa, skynsemi, rök, réttlæti og umskapandi elsku Guðs þótt ytri mynd og umhverfi, aðstæður og kjör séu breytileg frá öld til aldar og kynslóð til kynslóðar.
Predikun

Í Rangoonum og Reykjavíkum heimsins

Þegar búddamunkarnir gengu þúsundum saman af yfirvegun og hógværð í friðsömum mótmælum um götur Rangoon í Burma á dögunum og mótmæltu spilltri stjórn landsins varð mér hugsað til mikilvægis heilbrigðrar trúar og trúarbragða í sérhverju þjóðfélagi.
Pistill

Vitræn hönnun: Mörk trúar og vísinda sniðgengin

Hugmyndafræði sú sem hér er fjallað um gengur út á það að túlka sköpunarsögu Biblíunnar með svo bókstaflegum hætti að þar sé að finna lýsingu á tilurð heimsins með öllu því sem í honum er.
Pistill

Maraþon kærleikans

Að eiga og eignast allt er oft viðkvæðið á vesturlöndum - víst er mikilvægt að líða ekki skort, en auður og velferð fer ekki alltaf saman - hvað gagnar auður og ríkidæmi andspænis frið, von og kærleika - að eiga trausta vini og gott samfélag.
Predikun

Leðjan gefur líf!

Kristur opnar augu okkar eins og hann opnaði augu mannsins í frásögninni. Hann gerir þurran jarðveginn að gróðurmold eins og þegar hann breytir duftinu í leðju sem hann ber á hinn blindfædda. Lífgefandi leirinn tekur við af dauðu efninu.
Predikun

Er Guð leikstjóri eða elskhugi?

Eru slys og áföll Guði að kenna? “... svo áttar maður sig á því að það getur ekki verið þannig,” sagði kvennaskólamærin. Eru kynslóðaskipti að verða á Íslandi í guðsafstöðu fólks?
Predikun

Blinda

Einhver versta blinda sem til er, er siðblinda. Það er sú blinda, sem leiðir maninn frá því, sem er honum helgast af hjarta og hann getur tileinkað sér að grundvallaratriði, þ.e. það sem varðar tilvist hans, sannfæringu, heill og hamingju hvað mest.
Predikun

Jesúbúðir - stríð menningarheima?

Í gærkvöld sýndi RÚV heimildarmynd sem segir frá starfi kristins trúfélags í BNA og þá sérstaklega þeim starfsþætti trúfélagsins sem snýr að börnum, bæði í formi námskeiða sem og í formi sumarbúða. Myndin er á margan hátt opinská en um leið vantar umfjöllun um atburðina sem myndin sýnir og útskýringar viðmælenda látnar standa án þess að skoða fleiri hliðar málsins.
Pistill

Mót heiðni og kristni

Meðal þeirra bóka sem ég gríp niður í aftur og aftur eru bækurnar um Orm rauða, bóndasoninn frá Skáni sem fyrir slysni lagðist í víking til Írlands. Eftir margra ára erfiðleika langt frá heimaströndu kom hann til hofs Haraldar konungs blátannar í Jalangri, þar sem hann kvæntist Ylfu, hinni undurfögru dóttur konungs.
Predikun

Krafa Guðs

Krafa Guðs er að við elskum hann. Að óttast Guð og þjóna honum er það sama og að elska hann og það eigum við að gera heilshugar, með öllu sem í okkur býr, “af öllu hjarta og allri sálu”.
Predikun