Trú.is

Börnin í öndvegi!

Nú er talað um að endurmeta þurfi grunngildin. Ég er ekki sammála því. Það þarf ekkert að endurmeta gildin en það þarf að ...
Predikun

Vinur barnanna

Í þessu atviki er okkur kennt að sjá eins og Jesús lítur á málin, okkur, sem viljum leitast við að fylgja honum. Jesús er að gagnrýna lærisveina sína fyrir afstöðu þeirra gagnvart börnum, sem að hans mati er algjörlega óviðunandi og kennir þeim með lífi sínu og breytni að börn eru fullgildir meðlimir samfélagsins.
Predikun

Jesús, trúin og börnin

Jesús sagði sjálfur: „Leyfið börnunum að koma til mín“. Þau orð hans eru í fullu gildi. Um þessar mundir eru þau jafnvel enn mikilvægari og dýrmætari en við gerðum okkur grein fyrir í uppsveiflunni og góðærinu. Forvarnastarf er mikilvægt, það vitum við öll. Trúarlegt, kristið uppeldi er auðvitað frábært forvarnastarf, fyrirbyggjandi og hefur varanlegt gildi.
Predikun

Snerting Guðs

Og það eitt er í sjálfu sér hin fegursta snerting sem varir frá eilífð til eilífðar. Það er gjöf Guðs sem við verðskuldum ekki, en fáum samt að taka á móti. Og þar erum við í sömu sporum og hvítvoðungurinn sem ekkert hefur til unnið að taka við þeirri snertingu, hefur ekki þurft með nokkru móti að sanna sig fyrir Guði.
Predikun

Týndir unglingar eru menningareinkenni

Skyldi vera til hópur sérfræðinga sem ekki hefur neinar lífsskoðanir heldur kann bara fræðin sín og getur hitt börnin okkar til að kenna þeim staðreyndir um stærðfræði, líffræði, sagnfræði, málvísindi, íþróttir og handverk, en gerir það án þess að byggja nálgun sína við börnin okkar á neinum lífsskoðunum?
Predikun

Karlar með Jesú í feðraorlof

Ef pabbarnir hafa næði til heimaveru geta þeir betur tekið þátt í að færa Jesú börnin. Verndum feðurna, þá eflum við heilsu fólks og heimilislíf, blessum börnin og Jesús gleðst með fangið fullt af hamingjusömu fólki.
Predikun

Jesús týndur – leit hafin!

Meðan foreldrarnir leituðu að unglingnum var Jesús að leita að sjálfum sér. Þau fundu tryggan og góðan son, en hann fann Guð hið innra, í sjálfum sér. Prédikunarefni í Neskirkjumessu 8. janúar 2006 er spurnarför hins tólf ára Jesú í musterið.
Predikun

Forvarnir gegn afsiðun

Almenningsálitið er ekki sjálfsprottið. Það er smíðað af almenningi. Ef þeir sem láta sér á sama standa um siðferðið eru háværastir, mótar það viðhorfin í þjóðfélaginu, einkum meðal ungs fólks sem enn hefur ekki þroskað með sér heilbrigða dómgreind. Ef þeir sem ekki láta sér á sama standa þegja og láta sér nægja að nöldra ofan í kaffibollana sína eru þeir áhrifalausir.
Predikun

Sá höndli sem höndlað fær

Ég held að við séum ekki að leita að goðsögn, heldur að ákveðnum manni sem var uppi fyrir nákvæmlega tvöþúsund árum og þá næstum tólf ára. Jesús er eilífur og í vissum skilningi tímalaus eða sígildur og en hann er líka sögulegur. Jólin og dagurinn í dag fjalla um opinberun. Opinberun Guðs á sér og vilja sínum.
Predikun

Græðgin

Græðgi er sá löstur að fá aldrei nóg, vilja sífellt meir og meir, hugsa um það eitt að skara eld að eigin köku, án þess að láta sig aðra skipta. Græðgin var til forna flokkuð sem ein af hinum sjö höfuðsyndum. Umræðan nú hefur að mestu snúist um ákveðin dæmi græðginnar sem hafa komið upp á yfirborðið.
Predikun

Hin jákvæða Guðsmynd

Nýlega heyrði ég um prest, sem tók eftir því að það vantaði Jesúbarnið í jötuna í fjárhúsinu, sem hafði verið komið fyrir í kirkjunni. Hann leitaði alls staðar en fann það ekki. Hver í ósköpunum tæki bara Jesúbarnið, en ekki neitt annað? Hann fór út til að gá til mannaferða. Þar sá hann lítinn strák með sleða í eftirdragi. Honum fannst eitthvað einkennileg þúst á sleðanum. Prestur fór til stráksins og sá þá að Jesúbarnið lá á sleðanum.
Predikun

Bak jólum

Gleðilegt ár, kæri kristni söfnuður hér á Seltjarnarnesi og um lönd og höf. Enn á ný höfum við kvatt hátíðarnar og heilsað hvunndeginum, enn á ný tekur mannlífið á sig mynd vanans með skólagöngu, vinnusókn og öðrum ytra takti fyrir flesta. En hvað skilja hátíðarnar eftir í huga okkar? Hefur helgi jólanna fengið að móta hjartalagið og marka spor til göngunnar áfram - skilið eftir einhver þau ummerki í huga okkar sem við getum haft með inn í hversdaginn - eða pökkum við trúartilfinningunni og kirkjurækninni niður með skrautinu á þrettándanum?
Predikun