Trú.is

Yfirskrift aðventunnar er von

Í dag, á fyrsta sunnudegi í aðventu, eru það ekki bara réttlæti og friður sem fallast í faðma, heldur allt þetta: 40 ára afmæli Bústaðakirkju, upphaf aðventu með innreið Jesú til safnaðarins, og jólasöfnun Hjálparstarfsins til að færa þyrstum vatn og opna nýja brunna. Og yfir þessu öllu má skrifa eitt orð með stórum stöfum. Það er orðið VON.
Predikun

Ár skóga - græn kirkja

Með sínum djúpu rótum og viðamiklu krónum, miðla gömul tré á einhvern dulmagnaðan hátt tilfinningu fyrir tign, mikilleik, ást og visku þar sem háir stofnarnir tjá órjúfanlegt samband himins og jarðar.
Predikun

Mæðravernd og Meistari Eckhart

Þungi Krists gerir okkur að betri og heilli manneskjum í hlýrri tengslum við annað fólk. Ef það er eitthvað sem jólin og aðventan geta kennt okkur, Þá eru þær kennslustundir í von. Ef jólin er fæðingarhátíð, þá er aðventan mæðravernd trúarinnar.
Predikun

Stjórnalagaþing sálarinnar

Hvernig myndu slíkar reglur annars líta út? Þetta gætu verið almennt orðuð markmið um það hvert stefna eigi, hvað eigi að gera og fyrir hverju þurfi að berjast. Svo má auðvitað horfa á það úr hinni áttinni einnig: hvað eigum við að hætta að gera? Hverju þurfum við að venja okkur af? Þessi spurning á líka fullt erindi inn á stjórnlagaþing sálarinnar: Fyrir hvað megum við þakka?
Predikun

Aðventuför

Maðurinn, hundurinn og hrúturinn fóru saman í för á öræfi og eftirvæntingin var bundin við að finna viltar kindur og mikill var fögnuðurinn þegar þær fundust og tekist hafði að koma til síns heima í öruggt skjól. Er aðventuför nútímans eitthvað í líkingu við það?
Predikun

Umhyggja á aðventu

Nú við upphaf aðventu eru margir áhyggjufullir vegna afkomu og atvinnu. Ísland ætti að eiga nóg til skiptanna, samt er fátækt ömurleg staðreynd og smánarblettur. Enginn Íslendingur ætti að þurfa að vera í þeim aðstæðum að standa í biðröð þar sem úthlutað er mat og fatnaði. Það verður að breytast!
Predikun

Nýtt ár – nýr boðskapur

Það hlýtur að vera helsta verkefni kirkjunnar á öllum tímum að túlka boðskap kristinnar trúar inn í samtímann. Spurningin hlýtur alltaf að vera bæði fersk og ný: Hvernig getum við talað um Guð inn í nýja og breytta tíma? Í rauninni má líta svo á að kristin trúarhefð sé samsafn af svörum við þessari spurningu.
Predikun

Markaðurinn í musterinu

En við verðum alltaf að vaka á verðinum, gæta þess að þessi gildi falli ekki í gleymsku, að þau verði ekki falskt yfirborð og látalæti. Þau verða að skjóta rótum í hjartanu og móta hugarfarið.
Predikun

Gengið um hlið

…Fréttin var hugljómun, sem fréttafólkið af innsæi og snilld náði að festa á mynd, hún var mikill vitnisburður um þá möguleika, sem felast í fólkinu í þessu landi og trúartrausti á skapandi hugsun og góð verk, sem vinna má, þegar lagst er á eitt og kraftur gleði, sköpunar, verklags og þekkingar fær að njóta sín. Sá sem fer um þetta hlið finnst hann ýmist boðinn velkominn, eða sællega kvaddur, eftir því hvort hann kemur eða fer….
Predikun

Draumasmiðjan

Ofurvarlega tók ég hana í fangið. Augun dökk horfðu í spurn á þennan ókunna mann svo hvörfluðu þau til og frá og síðan aftur á andlit mitt og augu. Hver ert þú? Hvaðan ertu?
Predikun

Vopnuð pálmagreinum

Kristinn siður áætlar að lífið sé í sjálfu sér gott og að yfirráð og ofbeldi sé ómerkileg aðferð.
Predikun

Kom þú drottinn Kristur

Í predikuninni Við dyrnar spyr Haraldur: "Vilt þú undirbúa slíka tilkomu Krists?" Og hann bætir við og segir: "Hann er jafnvel fúsastur að koma til þess, sem finnur sárast til sektar sinnar og vanmáttar."
Predikun