Trú.is

Lífsins ljós skín í myrkri dauðans

Við höldum hátíð í vissu þess að við höfum, fyrir trúna á Krist Jesú, öðlast lífið og sitjum ekki lengur í myrkri og skugga dauðans, - heldur í ljósi Jesú Krists sem skín í hjörtum okkar. Hann hefur gefið okkur að beina sálarsjónum að lífinu sem hann birti og að sigri hans á dauðanum. Gleðilega páska. Kristur er upprisinn.
Predikun

Meðal kypurblómanna

Þegar við erum ekki í vinnunni þurfum við að grípa til einhverra aðgerða og í samfélagi okkar bólgnar sífellt út þörfin fyrir afþreyingu og skemmtun. Við kunnum ekki að hafa ofan af fyrir okkur sjálfum. Við erum upp á það komin að aðrir skemmti okkur. Við dægrastyttum tilveruna, eins og Jón Gnarr benti einu sinni á. Helst allt þarf að vera skemmtilegt. Messurnar og fréttirnar.
Predikun

Upprisulíkaminn

Kristindómurinn snýst ekki um neitt annað en að fylgja Kristi. Upprisukrafturinn sem brýtur dauðann á bak aftur og Jesús Kristur gefur þeim sem trúa, er ekki bara áhrifavaldur á dauðastundu minni, leiðin sem ég fer með honum gegnum dauðans göng inn í ríki hans, ef hann hleypir mér þangað; upprisuaugnablikið á mótum lífs og dauða er bara einn lítill hluti.
Predikun

Sigurhátíð lífsins

"Kristur er upprisinn! Hann hefur sigrað dauðann!" Það er eins og þessi frétt standi alein gegn öllum öðrum fréttum og einmitt þess vegna er svo brýnt að hún nái til okkar, við heyrum hana og trúum henni: Það er til afl sem er sterkara en dauðinn og illskan og ekki dauðinn heldur lífið á síðasta orðið í þessari tilveru.
Pistill

Kaflar

Þegar boðskapurinn um Jesú, hinn lifandi og upprisna frelsara, nær eyrum þessara bræða okkar og systra þá gerast undur. Þá er eins og fjötrar fortíðar og hlekkir helsis hrökkvi af fólkinu og það eignast raunverulega nýtt líf, nýja von, nýja sýn á lífið. Mannskilningur breytist, lífsviljinn breytist, ýmsir hversdagslegir þættir breytast til hins betra.
Predikun

Stórir helgir dagar og fíflalegt bingó

Það er enn svo að kristinn siður mótar samfélagið, helgidaga, siðgæði og mótar framferði eftir hinum kristilega náunga kærleika. Það er ekki bara vegna þess að við viljum endilega vera gott fólk almennt talað til að fullnægja einhverju almennu réttlæti. Við erum mótuð af kristnum sið sem á sér hverfipunkt í einum stórum atburði mannkynssögunnar og úrslitaatriði í lífi og trú kristins manns.
Predikun

„Vesalingarnir“ í Wansworthfangelsinu

Um 20 fangar taka þátt í sýningunni, sem er hugvitssamlega sett upp. Upplifun, sem torvelt er að koma í orð, djúpstæð, ógnandi á vissan hátt en þó svo mögnuð. Í samhengi þess að þarna fá þeir, sem eru á bak við luktar dyr samfélagsins tækifæri til að sýna hæfileika sína á jákvæðan, uppbyggjandi og skapandi hátt.
Predikun

Það verður heimsins síðasta jarðaför

Kristur er upprisinn þetta er erindið sem öllu skiptir og öllu breytir. Hann er kominn til að endurreisa sálirnar og þá er ekki spurt um kynhneigðir eða kynóra, um hörundslit eða þjóðerni, fátækt eða ríkidóm. Við erum öll elskuð af kærleikans Guði.
Predikun

Æfið upprisuna!

Upprisan er að verki víða í þessum heimi. Hún er að verki í samtökum, félögum, hreyfingum, klúbbum, reglum og stúkum sem vinna gegn böli og þjáningu, í einstaklingum sem eru höndlaðir af páskatrú. Kirkja Krists er að verki í páskatrú sinni um allt þjóðfélagið. En þar mætir hún líka andstöðu.
Predikun

Vorið er upprisa

Hann er upprisinn sagði sólin, hann er upprisinn úaði æðarfuglinn, hann er upprisinn hrópaði niður árinnar sem hafði losnað undan klakaböndum. Hann er upprisinn hvíslaði jarðvegurinn, tilbúinn að næra jurtina. Hann er upprisinn kallaði vorið á meðan þú nuddaðir stýrurnar og reiknaðir út líkurnar.
Predikun

Vorþeyr

„Gráttu ekki. Hann lifir hjá Guði!“ Bænin og trúin er andsvar við ávarpi hans, iðkun og athöfn við skírnarlaug og máltíð altarisins, er andsvar við laðan lausnarans sem lifir, og er upprisan og lífið. Þegar við göngum hér á eftir til helgrar máltíðar þá er það fagnaðarmáltíð með upprisnum frelsara í árdagsbirtu vonarinnar.
Predikun

Þá leyfist græðginni að helga meðalið

Nú er ástæða til að stórefla kristna trú í íslensku þjóðlífi. Skýra og efla kristin og heilög takmörk í ljósi kærleika og réttlætis, virðingar og velferðar, að samfélagsheill verði í öndvegi. Þar gildir að fram fari m.a. sérstakt átak um stóraukna kristnifræðslu í skólum og að laða fólk til samfélags á vettvangi kristinnar kirkju með sameiginlegum krafti. Mannréttindi eru í húfi og mannskilningur sem virðir lífið, náttúruna og okkur öll og skilur sögu sína til þess að skapa bjarta framtíð.
Predikun