Trú.is

Ungum er það allra best

Litlum börnum er eðlilegt að biðja og best er að byrja á því strax þegar þau eru lítil. Misfellur dagsins eru jafnaðar og allt verður gott. Börnin fá tilfinningu fyrir því sem heilagt er og læra að bera virðingu fyrir höfundi lífsins. Breytnin síðar meir endurspeglar síðan lífsviðhorfið sem myndast smám saman en ekki öfugt.
Pistill

Hvað koma eiginlega margir í kirkju?

Þessi tæpu fjórtán þúsund koma til kirkju í ýmsum tilgangi: Börn og ungmenni í sitt starf; foreldrar með smábörn á foreldramorgna; aldraðir í öldrunarstarf og opin hús; fullorðið fólk á öllum aldri að sækja fræðslu, kyrrðarstundir og tónleika; nefndir, kórar og klúbbar með sitt málefnið hver og við öll saman í sunnudagsmessunni.
Pistill

Hvar verður þú í kvöld?

Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig.
Pistill

Sælan og sorgin

Það er í hinum einföldu mannkostum, sem Jesús Kristur lagði okkur á hjarta að rækta og heilagur andi hans eflir í okkur, sem eilífa lífið verður ljóst: Sæl eru hin hógværu, sæl eru hin miskunnsömu, sæl eru hin hjartahreinu, sæl eru þau sem flytja frið og réttlæti. Í þessum gjöfum andans verður himnaríki á jörðu, þarna verður Guð sýnilegur.
Predikun

Sæl og blessuð

Ásjóna Guðs birtist ekki síður meðal skuggaliðs samfélagsins. Jesús stóð alltaf með þeim. Við þurfum æfa okkur í langsýn og fjölsýn himnaríkis sem er önnur en veraldarinnar.
Predikun

Skrefinu á eftir

Sorgin felst í því meðal annars að einhver sem var okkur kær er horfin af mannlífssviðinu og við getum ekki lengur auðsýnt henni/honum væntumþykju – kærleika. Hann eða hún er ekki lengur hjá okkur. Við getum ekki talað við viðkomandi eða faðmað, glaðst með honum eða henni, grátið og gantast.
Predikun

Hrós felur í sér kærleika

Ein leið til þess að fleyta áfram því sem er jákvætt er að hrósa fólki. Það sem við sýslum við á hverjum degi er unnið allajafna af samviskusemi og dugnaði. Okkur finnst það reyndar vera sjálfsagt að leysa allt sem best af hendi. Það er einnig margsannað að hrós byggir upp t.d. betri starfsanda og eykur vellíðan á vinnustað.
Pistill

Leggjum perlu í sjóð minninga barnanna okkar

Þriggja ára drengur gekk inn í kirkjuna. Eftirvæntingin skein úr hverri hreyfingu og stór augun gleyptu í sig allt sem fyrir þau bar. Hann var að koma í sunnudagaskólann í fyrsta sinn. Kirkjuklukkurnar hringdu virðulega og hann leiddi pabba sinn.
Pistill

Vinaheimsókn

Í samfélagi þar sem allir eru að eltast við sjálfan sig og sínar langanir verður kirkjan ef hún vill láta taka sig alvarlega að sinna vinaheimsóknum. Heimsóknum til þeirra sem eru aldraðir og oft á tíðum félagslega einangraðir. Því ber að fagna ályktun kirkjuþings um Vinaheimsóknir en það má ekki vera orðin tóm heldur þarf hver söfnuður að taka til í sínum eigin ranni og annaðhvort byrja á eða efla þessa þjónustu.
Pistill

Krossinn í vegarkantinum

Tókuð þið eftir krossinum sem stóð við veginn á leiðinni hingað austur? Hann var þarna í vegarkantinum á þeim slóðum þar sem við erum vön að greina skilaboð í gegnum einfaldar myndir og viðurkenndar ímyndir úr menningunni. Skuggamyndir af fólki og skepnum, tölustafir, mismunandi form og litir – allt miðlar þetta til okkar upplýsingum rétt eins og þarna stæði samfelldur texti.
Predikun

Klæðumst kærleikanum, vörumerki Guðs

Já kærleikurinn er það sem þarf til að vera í veislu Guðs og þangað erum við öll boðin. Það er hins vegar okkar að velja hvort við tökum boðinu og mætum í veisluna eða hvort við gefum okkur ekki tíma til að virða boð gestgjafans. Það er líka okkar val ef við ákveðum að taka þátt í veislunni hvort við veljum veraldlegu fötin okkar, vörumerki samtímans eða þann klæðnað sem Guði þóknast.
Predikun