Trú.is

Fiðrildi og falsspámenn

Í sjónvarpinu var í vikunni fræðsluþáttur á vegum BBc. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni David Attenborough, sýndi okkur m.a. fiðrildi úr skógum Amazon. Þau voru af öllum regnbogans litum. Fegurð og fjölbreytni, sem kallar fram lofgjörð um sköpun Guðs, einkenndi þau. Eitt af því sem hann dró fram var að sum skrautlegustu fiðrildanna voru eitruð og því áttu þau síður á hættu að vera etin.
Predikun

Tekex og ansjósur

Hvað gerir þér gott? Fjölbreytilegt fæði og í hæfilegum skömmtum - jafnvel líka tekex og ansjósa úr dós. Líka tengsl við fólk, tilfinninganæring, líkamleg hreyfing - að einhver sjái þig, brosi við þér og tjái þér að þú sért mikils virði.
Predikun

Þegar fullorðin manneskja er skírð

Við munum detta stundum á leiðinni eða fara af réttum vegi af og til, en samt komumst aftur á réttan veg með Guðs hjálp. Það er gleðilegt að við erum skírð.
Predikun

Óskiljanlegar eru víddir guðdómsins

Það er nokkurt ferðalag sem þarf til þess að messa á Þönglabakka. Það ferðalag sem á sér takmark hér í kirkjugarðinum er tákn um lífsferðina, sem við deilum með samferðafólkinu, en einnig með þeim sem á undan okkur gengu og á eftir fylgja.
Predikun

Strákar á strönd

Þegar blaðamaðurinn hittir föður Ismaels fyrir utan líkhúsið segir hann: “Ég fordæmi þig Ísrael, ég fordæmi ykkur Bandaríki, ég fordæmi þig arabaheimur og allan heiminn sem stendur hjá og horfir á þegar börnin okkar eru drepin, án þess að gera nokkuð”.
Predikun

Fótbolti og flís í auga

Augað er ekki aðeins líffæri. Augað er líka tákn um ógnun, yfirráð, ögrun. Fiðrildið í frumskóginum er með tvö risastór „augu“ á bakinu. Frábært gervi sem ekki felur lífveruna heldur þvert á móti vekur á henni athygli. Og svo þegar fuglinn sveimar yfir laufinu og leitar að skordýri í gogginn blasa skyndilega við honum þessi tvö ógnarstóru – augu sem horfa gráðug á hann. Rándýrið verður í einni svipan að bráð og það forðar sér eins og vængir toga.
Predikun

Þjóðbúningar og annað erfðagóss

Gullna reglan geymir meiri og margslungnari boðskap en okkur kynni e.t.v. að gruna í fyrstu. Í henni býr áminning um að við eigum að sinna hlutverki okkar gagnvart öllum þeim sem eru í samfélagi með okkur hvar sem þeir kunna að vera og á hverjum þeim tíma sem þeir kunna að vera uppi á.
Predikun

Slökkt og kveikt

Hið framandlega ógnar okkur og okkur hættir til þess að dæma fólk og meta það léttvægt. Þá kemur að því að minnast þess að kristnir menn eru endurfæddir. Við endurræsum okkur, við stígum út úr aðstæðunum og hugleiðum það hver köllun okkar er og tilgangur. Þá sjáum við fordæmi Krists og þá leiðsögn sem hann veitir okkur.
Predikun