Trú.is

Hvar liggja rætur ofsatrúar?

Þá er vantrúarþingið að baki og hefur það fengið allnokkra umfjöllun í sjónvarpi og víðar. Vissulega eru það stórtíðindi að fá hingað þetta einvalalið guðleysingja með sjálfan Richard Dawkins í broddi fylkingar en þættirnir sem hann gerði um trúarbrögðin hafa vakið mikla athygli.
Pistill

Slátrari og kæmeistari

Undarlegt hvernig maður kynnst nýju fólki við nýjar aðstæður. Hátterni þessara góðu félaga sýndi að þeir höfðu báðir alist upp í trúarlegu umhverfi, annar kaþólskur og hinn mótmælandi. Við áttum sameiginlegt gildismat. Í þeim báðum býr tiltekin virðing fyrir trú og kirkju.
Pistill

Afsakanir

Ágætt dæmi um það hvernig vinnan getur orðið vandamál er að finna í nýlega kvikmynd sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Myndin heitir Keeping Mum og er hin ágætasta gamanmynd. Keeping Mum segir frá presti einum – Walter Goodfellow - og fjölskyldu hans í söfnuði Little Wallop á Englandi. Presturinn lifir fyrir vinnuna og fátt annað kemst að.
Predikun

Heimboðið

Komið - allt er tilbúið!” Þú þarft ekki að sanna þörf, löngun eða leggja fram vottorð um frammistöðu í trú, þú þarft aðeins að þiggja. Kirkjan okkar, þjóðkirkjan, er framhald heimboðsins. Hún er í sjálfu sér verkfæri, sakramenti náðarinnar. Og þess þurfum við að minnast. Í okkar samtíð og menningu þar sem kröfuharkan vex, þar sem óbilgirnin og heimtufrekjan vex, þar sem lögmálshyggjan læðir krókum sínum æ víðar inn.
Predikun

Veislan

Veislan sem Drottinn Guð býður til er því ólík öllum öðrum veislum - hún er fyrir ökkur öll - þar þrýtur aldrei rými, þar þrýtur aldrei veisluföng, þar erum við öll jöfn. Í dag er sannarlega boðið til veislu - reyndar tveggja veislna. Kirkjugestum er boðið að koma að borði Drottins - að eiga þar sitt hljóða samtal við Drottin Guð - og öðlast fyrirgefningu yfirsjóna sinna og endurnýja við Hann samband sitt og treysta það. Síðar í dag bjóða fermingarbörnin og foreldrar þeirra til veislu, þar sem veislugestir samgleðjast fermingarbörnunum á þeirra merka degi.
Predikun

Stoðirnar

Kirkjunni er stundum lýst með orðinu samfélag – en við erum kannske alveg búin að heyra nóg af því orði. Líklega er það ofnotað. Nei, við eigum miklu betri orð til þess að lýsa því hvað það er sem gerist þegar fólk kemur saman og eflir hvert annað til dáða, huggar hvert annað í sorg og horfir í sameiningu upp til æðri veruleika og háleitari markmiða.
Predikun

Ykkur Babette er boðið í partí

Boðskortið er komið, þín er vænst í veislunni. Það er ekkert venjulegt partí. Gestgjafinn notar það sem þú kemur með, leyfir þér og þínu að efla og bæta. Líðan okkar skiptir engu aðalmáli. Við megum jafnvel bera vanlíðan á borð! Jesús Kristur býður okkur öllum til veislu.
Predikun

Framtíðarlandið

Og lykilinn er ekki að finna í Google, og þú ferð erindisleysu ef þú hyggst finna hann í grafhvelfingum eða fornum handritum. Sannleikann leiðir sjálfur Guð í ljós er hann birtir sjálfan sig og vilja sinn og áform í Jesú Kristi. Það er grunnforsenda kristinnar trúar. Vísindin skilgreina en trúin túlkar.
Predikun

Ertu í góðu sambandi við Guð?

Það var mið nótt og í svefnherbergisdyrunum mótaði fyrir dökkri mynd, útlínurnar voru stórvaxinnar veru en aðra drætti greindi ég ekki, ekkert nema svartan skugga. Ég var skelfingu lostinn þar sem ég lá sofandi í rúmi mínu og barðist við að vakna, eins og ég gerði mér grein fyrir því, að veran sem mér stafaði svo mikil ógn af, myndi við það hverfa, eða ég yrði alltént betur í stakk búinn vakandi til að mæta henni en sofandi.
Predikun

Vinaheimsóknir

Hvað erum við að tala um þegar við tölum um “Vinaheimsóknir” ? Við erum að tala um að heimsækja fólk, það er mikilvægur liður í kærleiksþjónustu kirkjunnar að láta sér annt um náungan.
Pistill

Auðæfi sem ekki aðrir ná af manni

Og það er ólíkt með þessum auðæfum og venjulegum krónum og aurum, eða eigum við að segja milljörðum, því enginn virðist vera maður með mönnum nema hann hugsi í milljöðrum – að því meira sem þú eyðir af kærleika, því meiri verður innistæðan.
Predikun

Þjóð og kirkja

Hversvegna fjölgar þeim sem gliðna frá kirkjunni innan frá? Af því að kæruleysið og afskiptaleysið gagnvart kristnum sannindum og nálægð Jesú Krists sjálfs vex meðal þeirra. Og afhverju er það ? Það er ekki síst vegna þess að við sem berum ábyrgð í kirkjunni, stöndum okkur ekki.
Predikun