Trú.is

Eftirsóknarvert jafnvægi

Við vegum og metum lífið, leggjum gleði og hamingjustundir á aðra vogaskálina, þrautir og sorgir á hina. Stundum vegur hamingjan þyngra en sorgir, þegar svo í annan tíma hún má sín lítils fyrir þunga sorgarinnar eða rauna lífsins.
Predikun

Hvar ert þú staddur ?

Það virðist vera innbyggt í mannlegt eðli að vilja staðsetja sig – vita hvar maður er. Það er forsenda þess að við öðlumst yfirlit og samhengi – forsenda þess að umhverfið og aðstæður myndi samhengi.
Predikun

Einvera manns - Nærvera Guðs

“Ég hef lært að vera einn”. Það er mikilvægur eiginleiki, að geta verið og að kunna að vera einn. Skáldið hefur nýtt sér einveruna til að gæta að fuglum himinsins og atferli þeirra, taka sér þá til fyrirmyndar. Þegar þeir tylla sér stundarkorn og hvílast, reikar skáldið um gamla kirkjugarðinn og lætur hugann líða. Einveran gefur manninum tóm til að hugleiða sína eigin tilvist, rýna í kjarna síns eigin sjálfs, sinnar eigin tilveru, horfa í sjáöldur sín í speglinum, hlusta eftir eigin andardrætti, heyra hjartslátt sinn. Hver er ég? Hvar liggja upptök mín, rætur mínar?
Predikun

Skjól

Við erum ekki þjónar hins tímanlega við eigum að vera herrar sköpunarinnar. Ráðsmenn Guðs yfir viðkvæmri jörð sem þarf á allri okkar staðfestu að halda.
Predikun

Við erum öll útlendingar nánast allstaðar.

Það er ekki hægt að ætlast til þess að öll verðum við eins, með eina trú eða eina menningu eða að við lærum öll að tala hreina íslensku, við, sem hingað flytjumst. En það er hægt að ætlast til þess að öll sem hér búa virði almenn mannréttindi, sýni öðru fólki virðingu, óháð uppruna, trú, kynferði, kynhneigð eða annars sem kann að greina okkur í sundur.
Predikun

Í sandölum og ermalausum bol

Hættan á að verða hrokanum og syndinni að bráð er mest þegar lífið er best. Þess vegna eru góð sumur stórvarasöm. Klén sumur eru meinlausari. Stundum beinlínis bráðholl.
Pistill

Trú og bolti

Ég er staddur í stórum hópi fólks sem komið hefur saman í ákveðnum tilgangi, örsmátt peð í aragrúa. Í mannfjöldanum ríkir mikill samhugur. Söngurinn ber með sér gleði og væntingar. Stundin er tilfinningaþrungin og ekki annað hægt en hrífast með. Hegðun hópsins er óþvinguð en greinilega fylgt ákveðnu formi, ritúali.
Pistill

Að upplifa guðspjall sjómannadagsins

Sjómennska og kristin trú hafa átt trausta samfylgd alveg frá öndverðu. Dæmisögur og líkingar í guðspjöllunum eru margar sóttar í smiðju sjómennskunnar. Kirkjunni er líkt við skip, og lífi okkar einnig, mitt fley er lítið en lögurinn stór. Hvarvetna má finna líkingarnar. Og hinir fyrstu lærisveinar voru sjómenn.
Predikun

Fjölskyldulífið – auðlindir lands og sjávar

Því lífið hefur forgang, og manneskjan hefur það hlutverk að hugsa um lífríkið. Fyrst og fremst að vernda andrúmsloftið og neysluvatnið, en einnig í hófi að nýta þær Guðs gjafir sem auðlindir náttúrunnar eru. Vald Guðs er nefnilega elska.
Predikun

Í sama sigurliði og Sigurliði

Hann var ráðsherra, fyrirmenni, maður metorða og stórrar ábyrgðar. Nikódemus hét hann, sem merkir sigur fólksins, Sigurliði á íslensku. Hann var andvaka yfir örlögum sínum. Öll höfum við verði andvaka enda þótt við séum hvorki ráðsherrar, ráðherrar eða í æðstu stöðum samfélagsins.
Predikun

Bubbi með bombu

Við þurfum að vera tilbúin að segja: Guð ég elska þig. Þá getur vel verið að við mætum eigin stolti, ótta við álit annarra, áhættuhræðslunni. Hvað gerist ef ég gefst Guði? Tekur hann eitthvað frá mér sem ég vil ekki að fari, gefur hann mér eitthvað?
Predikun

Á sama báti á sama sjó

Hafið auðuga sem umlykur landið okkar ætti að vera okkur sístæð áminning um lífið sem Guð gefur okkur: þetta undursamlega, fagra, djúpa, leyndardómsfulla, síbreytilega og auðuga líf. Hafið ætti að minna okkur á að við erum öll á sama báti á þeim sama sjó.
Predikun