Krossfest tré og kraftur Guðs
Það er stundum langt á milli heilans og hjartans, milli allra upplýsinganna sem við innbyrðum með fréttum og fólki og þess að þessar upplýsingar snerti við okkur. Það er líka stundum langt á milli hjartans og handanna, jafnvel þegar málefni snertir okkur þá er auðvelt að snúa við því baki
vegna þess að það sé ókleift verkefni sem fyrir höndum er.
Sigríður Guðmarsdóttir
9.4.2006
9.4.2006
Predikun
Eltingaleikur, peningar og hamingja
Í eltingaleik lífsins týnumst við ekki algerlega. Guð er í leiknum líka, leitar að okkur, kemur sjálfur, tekur okkur í fangið og blessar okkur. Bernskuleikurinn gengur upp í leik himinsins. Við finnum ekki Guð, heldur finnur Guð okkur.
Sigurður Árni Þórðarson
9.4.2006
9.4.2006
Predikun
Á fermingardegi
Frásögur dymbilvikunnar, af lærisveinunum eru mjög mannlegar. Þeir minna mig oft á hóp fermingarbarna! Þeir fögnuðu eins og fjöldinn, en þegar óveðrið skall á, erfiðleikar, skelfing föstudagsins langa, þá reyndust þeir sem blaktandi strá í vindi. Sjálfur Pétur, kletturinn af lærisveinunum, afneitaði Jesú þrisvar. Er það ekki svo mannlegt að efast?
Þorvaldur Víðisson
9.4.2006
9.4.2006
Predikun
Viltu vera memm
Um daginn heyrði ég ágæta gamla sögu af presti sem spurði fermingardreng hvort maðurinn lifði á brauði einu saman. Stráksi svaraði að bragði: “Það er betra að hafa mjólk með.” Ekki fara neinar sögur af viðbrögðum klerksins við þessu svari stráksa en víst er að það hvíla heilmikil sannindi á bak við þetta svar-þótt það væri sett fram af einlægni og hreinum hug og án umhugsunar.
Þór Hauksson
9.4.2006
9.4.2006
Predikun
Íhugun um pálmavið
Pálmasunnudagur var í sum um löndum kallaður græni sunnudagur. Með honum mætti kirkjan hinum forna sið náttúrudýrkunarinnar að fagna nýju lífi, nýjum gróanda, og gerði að helgum siðum kirkjunnar. Fólkið tók með sér sprota af brumandi trjám til kirkju þar sem þeir voru blessaðir.
Kristján Valur Ingólfsson
9.4.2006
9.4.2006
Pistill
Þjóðsögur um kirkjuna
Sú þjóðsaga virðist ótrúlega lífseig, að kirkjurnar standi almennt meira og minna tómar og ónotaðar alla daga. Þangað komi helst engin nema þessar “örfáu hræður” sem mæta í messu einu sinni í viku. Vissulega er það rétt, að oft vildum við sjá miklu fleiri koma í kirkjurnar en stundum er.
Gísli Jónasson
7.4.2006
7.4.2006
Pistill
Til þess að heimurinn trúi
Þegar andstæðir hagsmunir takast á út frá ólíkum sjónarmiðum og hugsanagangi kostar það bæði þolgæði og einlæga trú að standa gegn djöfullegu aðdráttarafli ofbeldis og eyðingar, sem nærist á sjúklegum metnaði og drambi. Það kostar hugrekki og auðmýkt að tileinka sér æðstuprestsbæn Krists og taka undir með honum og gera hreystiverk hans að sínu.
Pétur Pétursson
6.4.2006
6.4.2006
Predikun
Ha?
Ég verð sjaldan kjaftstopp, en það gerðist nú samt á dögunum. Ég hafði verið með erindi í lokuðum klúbbi, um Tóríno-líkklæðið, og bauð upp á fyrirspurnir að því loknu, átti von á einhverju í tengslum við hið stórmerka efni, en viti menn, upp fór hönd í salnum, og rödd barst þaðan, með eftirfarandi spurningu: „Var Jesús til í raun og veru? Er það alveg víst? Er saga hans ekki bara tilbúningur og skrök?“

Sigurður Ægisson
6.4.2006
6.4.2006
Pistill
„Aldrei þekkta eg hann“
Hinn fremsti postuli og þjónn Drottins, Pétur, sem Kristur vildi síðan byggja kirkju sína á, er þannig eins settur og sú smáa, hrædda og kjarklitla manneskja, sem við þekkjum svo vel í okkur sjálfum. Þegar á reynir, bregðumst við. Við svíkjum jafnvel það sem skiptir okkur mestu og afneitum því sem við þiggjum líf okkar af.
Kristín Þórunn Tómasdóttir
5.4.2006
5.4.2006
Predikun
Hvern segið þér mig vera?
Fáar bækur sem snerta á efni sem tengt er frásögum guðspjallanna hafa vakið önnur eins viðbrögð og aðra eins athygli og Jesú-myndir hafa gert á síðustu áratugum. Viðbrögðin sem uppfærslan á söngleiknum Jesus Christ Superstar vakti á sínum tíma eru þó um margt áþekk.
Arnfríður Guðmundsdóttir
5.4.2006
5.4.2006
Pistill
Að hugsa um Guð
Allir menn leiða einhvern tímann hugann að Guði og spyrja sig ýmissa spurninga um veru hans. Þessar spurningar eru nátengdar lífi mannanna í heiminum og leit þeirra að tilgangi. Sumir eru fljótir að afskrifa Guð með ýmsum rökum og beygja sig bara hljóðalaust undir tilgangsleysi lífsins en aðrir nema staðar um stund og glíma við spurninguna um eðli hans og tilvist.
Hreinn Hákonarson
3.4.2006
3.4.2006
Pistill
Verði mér eftir orðum þínum
Þessum frásögnum hafa margir trúað og margir trúa þeim enn. Þær eru þó ekki studdar línuritum eða myndum frá hárfínum linsum gervihnattanna sem sveima yfir höfðum okkar. Nei, við þurfum ekki á slíku að halda enda sýna dæmin það að jafnvel slíkar upplýsingar virðast hrekjanlegar hvort sem dagurinn heitir fyrsti apríl eða eitthvað annað.
Skúli Sigurður Ólafsson
2.4.2006
2.4.2006
Predikun
Færslur samtals: 5883