Trú.is

Hjáleið út af heilum vegi

Imbrudagar eru dagar íhugunar, dagar iðrunar, dagar alvöru, dagar hinna stóru spurninga frammi fyrir Guðs heilaga augliti. Heilög kirkja hefur haldið imbrudaga árstíðanna fjögurra í þúsund ár, vegna þess að kristið fólk á jörð þarf þess með. Ritningartextinn sem okkur er fenginn til íhugunar á þessum degi er alveg í samræmi við það. Hann talar til okkar tæpitungulaust.
Predikun

Unglingar eru fyrirmyndarfólk

Mikið sem það gladdi mig og marga aðra um daginn þegar hópur unglinga í seljasókn tóku þátt í biblíumaraþoni í Seljakirkju. Þessu maraþoni var þannig háttað að unga fólkið skiptist á að lesa ritninguna í samtals 16 klukkustundir.
Pistill

Foreldrahlutverk til sölu

Þegar við þessi fullorðnu tölum um að bæta kjör okkar, kemur hækkandi krónutala fyrst upp í hugann. Ef við fengjum að skyggnast inn í hugarheim barns er líklega allt annað uppi á teningnum. Því börn eru enn ekki búin að læra að meta allan heiminn til fjár.
Pistill

Virkjum orðróminn!

Mér er tjáð að ákvörðunin um að kanna nánar forsendur þess að reisa álver á Bakka við Húsavík muni hækka verð á fasteignum þar eystra. Þetta vita svonefndir spákaupmenn. Þó er í raun ekki búið að taka neinar miklar ákvarðanir. Það á að skoða málin. Ef fýsilegt reynist gætu framkvæmdir hafist árið 2010 og álbræðsla Guð má vita hvenær.
Pistill

Hver tekur ákvörðun um heimild samkynhneigðra til hjúskapar?

Frá því forsætisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingar á réttarstöðu samkynhneigðra hafa margir kveðið sér hljóðs um efnið. Einkum hefur réttur samkynhneigðra til hjúskapar verið ræddur. Athygli skal vakin á að það orð getur jafnt náð yfir sambönd sam- og gagnkynhneigðra. Hér verður vikið að formlegri hlið þessa máls.
Pistill

Allt sem þér viljið að aðrir....

„Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ sagði Jesús eitt sinn við lærisveina sína. Stundum finnst okkur gott að snúa þessari setningu við og segja: „Það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér ekki gjöra þeim.“
Pistill

Leiðsögn um Svæðið

Kvikmyndin Stalker fjallar um ferðalag þriggja manna – Rithöfundar, Prófessors og Kennara sem er leiðsögumaður hinna tveggja. Ferðalagi þremenninganna hefur verið líkt við einskonar Emmaus göngu, en við getum líka séð í því hliðstæðu við föstugöngu hinna trúuðu.
Predikun

Syndarinn heilagi – Cash

Kántrí-rokk í bland við sekt og sýknu, dauða og nýtt líf eru stefin í bíómyndinn “Walk the Line” þar er sögð saga Johnny Cash frá bernsku og þangað til hann er orðin stórstjarna í músíkinni.
Pistill

Minnstu þess maður að mold ert þú

Fasta er ekki megrunarkúr, heldur trúarleg iðja sem, til að mynda, afhjúpar lesti okkar og ýmsa fjötra sem við burðumst með. Við blasir að við getum engan fjötur leyst sem við ekki sjáum og engan löst af sniðið sem við umgöngumst í afneitun.
Predikun

Skírn og vígsla Jesú, og þín

Vegferð Krists hún liggur líka hér um, og hvar sem þú ert. Þegar þú varst skírð, þá var hann þar líka hjá, merki krossins og birta himinsins og rödd Guðs sem sagði við þig:„Þú ert mitt elskað barn!“ Þar varstu vígð til þess hlutverks að fylgja honum, treysta, þjóna, hlýða, elska. Og hann vígði þig sér og gaf sér perluna dýru. Þetta er kristnin.
Predikun

Þingvellir, vatn og Jesús

Hvað tengir saman, Þingvelli, Auði djúpúðgu, Íslendinga framtíðar og Jórdan? Skírn Jesú! Allt vatn er blessað, í lækjum, sjó, kaleikum og fontum. Jesús var skírður - ekki aðeins til að gefa mönnum líf heldur allri veröld, vatninu líka. Kristnum mönnum ber að stunda vatnsvernd.
Predikun

Skírn - hver er okkar lífssýn?

Úti var svarta myrkur og þétt þokan lá yfir haffletinum. Skipstjórinn sigldi stóru herskipi sínu varlega og tók engar áhættur. Hann mændi út yfir stafnið og útí myrkrið til að koma auga á hugsanlegar hættur. Hjarta hans tók kipp þegar hann sá glitta í ljóstýru beint framundan. Þetta leit út fyrir að vera stórt skip sem stefndi beint á herskipið.
Predikun