Trú.is

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.
Predikun

Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni

Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.
Predikun

En hann var mjög stór

Páskarnir fjalla að miklu leyti um slíka steina og hvernig við mætum þeim. Ætlum við sjálf að ráðast á þá eða eigum við okkur þann bandamann í Jesú, í Guði, sem veitir okkur styrk til að sigrast á slíkum fyrirstöðum? Þannig var það í páskasögunni fyrstu. Steininum hafði verið velt frá – en hann var mjög stór.
Predikun

Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms

Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".
Predikun

Helgidómar

Steinhvelfing gotneskrar dómkirkju skapar þau hughrif og það gera íslenskir fjallasalir líka. Maðurinn finnur fyrir helginni þegar hann fær að vera hluti af einhverju sem er dýpra og breiðara en tilvist hans sjálfs.
Predikun

Vald í varnarleysi

Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.
Predikun

Gleymskan er náðarmeðal hugans.

Sorgin og missirinn og þjáningin varð að eiga sitt rými sínar hugsanir, sem leita farvegs skilnings, sem þegar upp er staðið frá þjáningunni er óskiljanleg. Framandi eins og að heyra að maður hafi verið krossfestur í fjarlægu landi löngu áður en afi og amma fæddust og af því tilefni skyldi ekki vera með neinn galsa. Það væri ekki tilhlýðilegt.
Predikun

Mest og best

Við mömmurnar getum alveg sett okkur í spor þessarar nafnlausu móður, mömmu Sebedeussonanna. Við höfum alveg metnað fyrir hönd barnanna okkar, er það ekki? Alla vega viljum við þeim allt hið besta.
Predikun

Svikasaga

Jesús borðaði oft með fólki, alls konar fólki. Guðspjöllin eru full af máltíðum. Og þau eru full af fólki sem hefur brotið af sér á ýmsa vegu. Brotlegt fólk. Brotið brauð. Brotinn líkami.
Predikun

Hvað er kirkja?

Koinonia, samfélag kristins fólks, er samfélag í kærleika og andlegri einingu og birtist á sýnilegan hátt til dæmis og einkum í máltíðinni sem við eigum saman. Máltíð er fjölskyldusamfélag, yfirlýsing um að við tilheyrum hvert öðru, og gestgjafinn er Jesús Kristur sem gefur okkur sjálfan sig.
Predikun

Gleðilega páska

Við sjáum hana þegar krókusarnir kíkja upp úr moldinni á vorin. Við sjáum hana þegar veikur einstaklingur nær heilsu. Við sjáum hana þegar alkóhólistinn eða fíkilinn nær að vera óvirkur. Samkvæmt orðabók þýðir orðið upprisa það að rísa upp frá dauðum. Dauðinn er ekki aðeins þegar hjartað hættir að slá og líkaminn sofnar svefninum langa.
Pistill

Tímar hrörnunar

Við lifum jú á tímum hrörnunar. Líftími þess sem við neytum og sjáum er sjaldnast langur. Tækin bila, gott ef það er ekki innbyggt í þau að þau missa þrótt og mátt innan ákveðins tíma.
Predikun