Trú.is

Vísitasía biskups

Einu sinni stóð frammi fyrir biskupi og söfnuðinum í kirkjunni drengur sem átti í basli með að læra utanbókar. Biskup bað hann um að fara með trúarjátninguna. Drengurinn svaraði stamandi orðum: „Ég trúi á Guð,“ þagnaði en sagði svo: „Ég er ekki kominn lengra.“ Biskupinn sagði þá: „Ég er heldur ekki kominn lengra.“
Pistill

Sandar og samtal

Íslenska orðið gagnrýni er skemmtilega gagnsætt. Það merkir einmitt að rýna í gegnum eitthvað, greina kjarnann frá hisminu, leita sannleikans í gegnum orðskrúð og ósannindi sem geta leitt okkur afvega. Gagnrýni á ekkert skylt við það að salla niður röksemdir og þá sem beita þeim.
Predikun

Predikun á 30 ára afmæli Breiðholtskirkju

Hún sér að Guð hefur mikla hluti gert fyrir sig. Hann hefur reist hana við, tekið í hönd hennar og lyft undir sjálfsmynd hennar. Það er sú hvatning sem konur þurfa svo mikið á að halda í dag, að finna það að þær séu metnar að verðleikum, að þeim sé trúað þegar brotið er á þeim og að kraftur sá sem Guð hefur gefið þeim megi nýtast öllu mannkyni til góðs.
Predikun

Umræða?

Það er svo merkilegt að í allri þessari umræðu er Logos – Orðið – að tala við samtíð sína, sem, - í það minnsta í mynd flestra ráðamanna í Jerúsalem - virtist svo einbeitt að skilja ekkert af því sem hann segir. Að heyra ekkert nema það sem þeir vildu heyra eins og þeir gætu ekki hugsað sér að taka fyrri hugmyndir til endurmats; tileinkað sér eitthvað nýtt eða séð hlutina í öðru ljósi. Að hægt sé að tala um gamla hluti á nýjan hátt.
Predikun

Talandi um himnaríki

Mögulega er himnaríki jarðbundnara en við kynnum að ætla, af nafninu að dæma. Það er í það minnsta samofið tilgangi mannsins, um að við erum hluti af samfélagi, nærumst saman, miðlum hvert öðru því sem við höfum að gefa og leggjum okkar litla framlag í hendur Guðs sem margfaldar það með krafti sínum og mætti.
Predikun

Hvað er sannleikur?

Við eigum öll rétt á virðingu, elsku, öryggi, frelsi og réttlæti. Það væri lifaður sannleikur.
Predikun

Nokkrir punktar um kirkju í vanda

Í henni var m.a. fullyrt að trúarleg vanþekking væri farin að bitna á menningarlæsi almennings. Fækkun í þjóðkirkjunni myndi halda áfram ef ekki yrði brugðist með einhverjum hætti, færi niður í 60% eins og á hinum Norðurlöndunum.
Pistill

Mennskan umföðmuð

Það er sannarlega minn vilji að hér sé samfélag þar sem okkur líður öllum vel, þar sem vel er tekið á móti fólki, þar sem á alla er hlustað, allar ólíkar raddir og skoðanir, en við getum stundum líka verið ósammála, þolað gagnrýni og á endanum sameinast um það að við erum hér, af því að við deilum sama kjarna sem er trúin á Jesú Krist.
Predikun

Kirkjan sem rispuð hljómplata?

Það er ekkert mál að höndla gleðina, hláturinn, gleðjast með glöðum og hlægja með viðhlægjendum. Þá er gott að vita í hvorn fótinn eigi að stíga þegar gleðin á sér ekki víst sæti í salarkynnum hugans.
Pistill

Þjóðkirkja á þröskuldi IV

Nú skulu þær ólar ekki eltar frekar en vikið að öðru atriði sem kann að skipta miklu fyrir framtíð íslensku þjóðkirkjunnar: Kann að vera að sjálfsskilningur þjóðkirkjunnar eða sjálfsmynd sé ekki nægilega skýr? Án slíks skilnings á sjálfri sér og stöðu sinni er ólíklegt að þjóðkirkjunni takist að standa í lappirnar í þeim sviftivindum sem allt bendir til að séu framunda.
Pistill

Bann við umskurði drengja

Frumvarp til laga um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli erlendis, ekki síst í Danmörku þar sem ég er við nám og andstaða við umskurð fer vaxandi.
Pistill

Umskurn hjartans

Margar tilvitnanir má finna í Biblíunni er varða umskurn. Þær eiga það sameiginlegt að snúast um lögmálið annars vegar og fagnaðarerindið hins vegar. Jesús fæddist inn í samfélag lögmáls, þar sem t.d lækning á hvíldardegi var talin brot á lögmáli Guðs. Jesús breytti þessum lögmálsskilningi og afstöðu til einstaklings og þjóðfélags þannig, að mestu skipti samúð, mannskilningur, tillitssemi, miskunnsemi, kærleikur, - ekki umskurn holdsins heldur umskurn hjartans. Við eigum orð yfir slíka breytingu: Fagnaðarerindi. Í því merkilega orði felst meðal annars orðið frelsi.
Predikun