Í fyllingu tímans
Og þar stóð í stafni í heimakirkjunni sinni, sr. Davíð Baldursson, á sínum síðasta degi formlegs embættisferils, geislandi af eldmóði með gítarinn sinn, safnaði okkur saman um hugsjónina í kirkjunni að elska Guð og náungann.
Gunnlaugur S Stefánsson
8.4.2019
8.4.2019
Pistill
Séð með augum annarra
Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.3.2019
24.3.2019
Predikun
Mótmæli
Við fyllumst von, þegar börnin stíga fram eins og stór fylking af leiðtogum sem berjast fyrir bættum heimi og ákveðnum réttindum sem öllum á að standa til boða.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.3.2019
24.3.2019
Predikun
Við höfum bara 17 ár! #fastafyrirumhverfið
Í dag er fyrsti sunnudagur í föstu. Hvað þýðir það? Hvað gerist þá? Við höldum uppá bolludag og sprengidag, en erum búin að gleyma hvað kemur svo.
Ég held að mín kynslóð hafi enga tengingu við föstun nema kannski 5-2 eða 16/8. Rannsóknir hafa sýnt að það er hollt að fasta, bæði fyrir líkama og anda. En kannski eru vísindin aðeins að staðfesta eitthvað sem við vissum nú þegar. Fastan á sér mun lengri sögu og í trúarhefðum heims hefur hún öðlast mikilvægan sess. Núna þurfum við að dusta rykið af þessum góða sið. Snúa frá villu vegar, eins og Símon Pétur, af því að neysla okkar er að stofna lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í hættu.
Eva Björk Valdimarsdóttir
11.3.2019
11.3.2019
Predikun
Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju
Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði“, er „smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar“ og „dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“ Það er ljóst að hér er ekki um að ræða lýsingu á dauðum bókstaf sem varðveittur er í aldagömlum og rykföllnum bókum, heldur mátt eða kraft sem lætur ekkert stoppa sig, en vinnur verk sitt, nótt og dag, leynt og ljóst, þar til markinu er náð – þar til það hefur borið tilætlaðan árangur.
Arnfríður Guðmundsdóttir
24.2.2019
24.2.2019
Predikun
Logandi runnar
Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.2.2019
13.2.2019
Predikun
Gleðitímabil og bæn
Í dag er gleðitími. Er við hlýðum á guðsþjónustur í útvarpi eða göngum til kirkju tökum eftir því að lestrar úr Biblíunni breytast eftir svokölluðu kirkjuári. Það byggir á þremur hátíðum, jólum, páskum og hvítasunnu. Fyrir jól og páska taka lestrar mið af undirbúingi fæðingar frelsarans og dauða og upprisu Krists. Eftir þessar hátíðir er svo gleðitímabil. Við erum nú mitt í slíku gleðitímabili eftir jólin.
Magnús Björn Björnsson
3.2.2019
3.2.2019
Predikun
Pollapredikun
Það er ekki allt sem sýnist og víst eru hugmyndir okkar um trúna margvíslegar. Ég tefli þessari útgáfu fram, innblásinn af andtaktugri dótturdóttur minni þar sem hún stóð frammi fyrir pollinum góða á göngustígnum.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.1.2019
27.1.2019
Predikun
Ræða á alþjóðlegri bænaviku
Það er mér bæði ljúft og skylt að flytja ykkur boðskap dagsins því eins og segir í Guðspjalli dagsins þá er andi Drottins yfir mér af því að hann hefur smurt mig.
Ingvi Kristinn Skjaldarson
24.1.2019
24.1.2019
Pistill
Niðursokkinn í eigin hugsanir
Ég hlýt að vera farinn að finna fyrir aldrinum. Þegar ég les yfir söguna af köllun Samúels þá set ég mig í fótspor hans Elí, öldungsins sem var að reyna að fá sinn nætursvefn en unglingurinn hélt áfram að ónáða hann.
Skúli Sigurður Ólafsson
20.1.2019
20.1.2019
Predikun
Samkirkjuleg bænavika og fimm upphrópanir
Í gær byrjuðum við samkirkjulega bænaviku (laugardaginn 19. janúar) með guðsþjónustu í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi hér á Akureyri. Þar á eftir áttum við fulltrúar safnaðanna samtal um bæn og helgihald með þeim sem voru samankomnir. Það var mjög áhugavert að heyra mismunandi áherslur og skilning en bænin í Jesú nafni sameinar okkur. Ætli við lærum ekki að skilja aðra með því að hlusta og leggja okkur fram við að skilja?
Guðmundur Guðmundsson
20.1.2019
20.1.2019
Predikun
Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju
Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju 2. sd. e. þrettánda, 20. janúar 2019
Agnes M. Sigurðardóttir
20.1.2019
20.1.2019
Predikun
Færslur samtals: 5901