Trú.is

Sjómannadagur

Guðspjallið ,,Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“ Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn. Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“( Matt 8.23-27)
Predikun

Ef Guð er til

„Ef Guð er til þá ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda,“ var haft eftir sjómanninum Guðlaugi Friðþórssyni í Morgunblaðinu í mars 1984. Hann hafði á ótrúlegan hátt komist lífs af þegar Hellisey VE fórst undan Heimaey, synt í land eftir sex tíma volk í köldum sjónum og gengið berfættur til byggða yfir hraun og mela. Í Morgunblaðsviðtalinu sagðist Guðlaugur áður oft hafa efast um tilvist Guðs, og því hafi það verið undarlegt að biðja um hans hjálp og fara með Faðir vorið með skipsfélögum sínum á kili báts sem maraði í kafi og síðar í tvígang á sundinu áleiðis í land.
Pistill

Garðar

Edengarðurinn var ímynd hins fullkomna ástands og hann var afgirtur eins og segir í sögunni. Þangað komst enginn aftur inn. Við leitum hans þó ítrekað í lífinu þegar við drögum upp mynd af hinu ákjósanlega. Mögulega var Garðurinn í Kænugarði þar sem stórleikurinn fór fram í gær ein birtingarmynd hans.
Predikun

Skilnaður við ríkið

Er leikurinn til þess gerður að gefa röng skilaboð sem kæfir samtal um raunverulega stöðu kirkjunnar og allt hið góða starf sem hún stendur fyrir?
Pistill

Hvítasunnan og nýr skilningur

Þegar við erum opin og eftirvæntingarfull að þiggja af hinu heilaga þá opnar andinn okkur nýjan skilning á aðstæðum í okkar lífi, náungans eða þjóðarinnar. Sá skilningur gefur samræmi og heildræna hugsun.
Pistill

Í miðjum alheimi

Því miðja alheimsins er sannarlega til og við þurfum engar óbeliskur til að staðsetja hana. Við leitum miðjunnar í eigin hjarta. Umhverfis hana er sjóndeildarhringur okkar og þar vinnum við allt okkar starf. Frá þeim upphafspunkti vakna stórar spurningar okkar um tilgang, líf og tilvist.
Predikun

Traustið

Traustið nærist þannig af reynslu. Treysti ég Guði fyrir lífi mínu? Hef ég reynslu af samfélaginu með Guði? Ekki konan sem spurði mig hvernig ætti að biðja, en fann innra með sér þrá til að kynnast Guði, sagði mér að inni í sér væri andlegt tóm, eins og ráðvilt í leitinni að tilgangi lífsins.
Predikun

Kenn oss að telja daga vora

Sigurbjörn brosti og svaraði síðan af sinni alkunnu og markvissu yfirvegun og rósemi: “Já, vinur minn, þetta hafa menn sagt um aldir, að kirkjan væri að fara í hundana, en alltaf fór það nú svo að hundrarnir dóu en kirkjan lifði!”
Predikun

Tilviljun eða heilög köllun

Oddur siglir frá Kaupmannahöfn um vorið, kom í Skálholt og fór síðan hringinn í kringum landið á sama sumrinu 1589.
Pistill

Setningarræða á prestastefnu 24. apríl 2018

Söfnuðir hafa verið hvattir til þátttöku í tímabili sköpunarverksins sem stendur yfir frá 1. september til 4. október í ár eins og síðast liðið ár. Markmiðið er að umhverfisstarfið tvinnist inn í daglega starfsemi safnaðanna og kirkjunnar allrar. Ég hef hvatt til athafna í hverjum söfnuði og tel æskilegt að söfnuðir kirkjunnar sækist eftir vottun Umhverfisstofnunar á starfsemi sinni.
Pistill

Þau eru mörg sporin

Ánægjulegt er að margir söfnuðir hafa stigið græn skref og velta fyrir sér hvernig hægt er að stíga enn fleiri. Minnka vistsporið. Efna mætti til dæmis til „plokkguðsþjónustu“ í sókninni þar sem söfnuðurinn færi út á vettvang til að tína rusl og að því verki loknu myndi fólkið setjast niður á góðum stað og þar yrði guðsþjónusta eða helgistund höfð um hönd.
Pistill

Hjartað

Uppistaðan í þessum steinda glugga var útprentun af hjartalínuriti deyjandi manns. Taktföst hrynjandin birtist okkur í öldutoppum og dölum sem kunnugir geta sett í samband við það þegar lokur og gáttir þessa líffæris opnast og lokast og hleypa blóðinu þar í gegn þangað sem það streymir um allar æðar líkamans.
Predikun