Trú.is

Við erum öll mótuð

María valdi góða hlutskiptið, hún þurfti á boðskapnum að halda. Við þurfum að hugsa vel um okkur til þess að við getum hjálpað öðrum.
Predikun

Trúin í boltanum og trúin á boltann

Fótboltinn birtist okkur nú sem vettvangur trúarlegs atferlis í almannarými. Í ljósi þess hversu margir fylgjast með, er óhætt að segja að óvíða veki bænir, signingar og önnur tjáning jafn mikla athygli og á fótboltavellinum.
Pistill

Huggarinn

„Þess vegna mæli ég hiklaust með því að fólk nýti sér sálgæsluþjónustu kirkjunnar því þó þú hafir þá skoðun að reynsla þín af lífinu sé eitthvað sem þú getir bara haft fyrir þig og komi ekki öðrum við þá er ekkert víst að þú sért að gera sjálfum þér gagn með því."
Pistill

Ástin eða feigðin?

Jónas hugleiddi hlátur álfkonunnar og velti því fyrir sér hvað hann þýddi – var það ástin eða feigðin? Sú spurning mætir okkur á öllum krossgötum lífs og tíða. Hún svífur líka yfir vötnum í textum gamlársdags.
Predikun

Nálaraugað og náðin

Þegar heimskautafarinn norski Roald Amundsen var á leiðinni með mönnum sínum í tveimur flugvélum til norðurheimskautsins forðum daga þá fórst önnur vélin. Þá var allt undir því komið hvort hin vélin gæti borið alla mennina. Öllu, sem nauðsynlegt var, urðu þeir að fórna. Amundsen átti ljósmyndavél sem hann vildi helst ekki skilja við sig.
Predikun

Svikasaga

Jesús borðaði oft með fólki, alls konar fólki. Guðspjöllin eru full af máltíðum. Og þau eru full af fólki sem hefur brotið af sér á ýmsa vegu. Brotlegt fólk. Brotið brauð. Brotinn líkami.
Predikun

Logandi runnar

Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.
Predikun

Umber allt?

Eftir að ég hafði lokið lestrinum leit hún á mig, tortryggin á svip og spurði: „Bíddu hvað á nú þetta að þýða? ,,Umber allt”?”
Predikun