Trú.is

Að hafa ekki tíma

Þarna var ekki safnað í hlöður og hlaðið undir sig heldur vann fólk saman að því að gera það besta úr því sem það hafði hverju sinni. Það átti ekki nema hvert annað að og verðmætin þau mestu, fólgin í hverri manneskju sem komst af og til manns og hélt áfram brauðstritinu í sveita síns andlits.
Predikun

Between yesterday and tomorrow

To live today with the grace of God are our lives. Our past exists in order to make our today better and more meaningful. And living today with our full power makes our future lives, with which God will be pleased.
Predikun

Guðsást, traust og tilbeiðsla á þjóðhátíðardegi

Guð sem skapar tímann, kallar okkur til að minnast þess og helga honum tíma og stundir,- ekki bara helgistundir í gróðureit hinnar frjálsu náttúru, eða í honum helguðu húsum, heldur fyrst og fremst við vöggu barns og rúm með bænarorðin sem fyrst bæra varir hins ómálga og sem síðust lifa á vörum öldungs í andláti hans.
Predikun

Hvaðan þiggjum við líf?

Í guðspjalli dagsins varar Jesús þau sem njóta velgengni við: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ segir hann. Þetta eru góð og skynsöm ráð, í orðum Jesú er ekki falin fordæming á velgengni og auði, því auður eða ríkidæmi eru ekki vandamálið, heldur neikvæðir ávextir þeirra.
Predikun

Guð elskar þig eins og þú ert

Mín elskaða, Ég mun ekki áfellast þig vegna synda þinna; Ég fyrirgef þér núna; Ég mun ekki loka dyrunum á þig; sannarlega segi Ég þér að Ég get fyrirgefið milljón sinnum og stend fyrir framan þig með opinn faðminn og býð þér að koma til Mín og finna ástina sem Ég á til handa þér, leyfðu mér að vekja hjarta þitt; komdu og kynnstu Mér; komið, öll þið sem forðist Mig og óttist Mig; öll þið sem þekkið mig ekki; komið nær Mér og þið munið skilja að Ég er Guð Kærleikans, fullur af umhyggju og miskunn.
Predikun

Hvítasunnufjall

Þegar vorið og árrisult sumarið renna saman í eitt, eins og núna á Íslandi, magnast allt líf, gróður og mannlíf upp í mikla öldu athafnasemi og eftirvæntingar. Og það er eins og allt sem anda dregur, horfi fram á daginn nóttlausan og nú skuli hver stund nýtt, áður er sumarið líður hjá og „allt er búið“. Hvort sem er vinnudagur eða frídagur, þá er viðkvæðið: best að drífa sig. Þetta er oft kallað íslenski stíllinn.
Pistill

Systurnar tilbeiðsla og fullvissa

Vissan er grundvöllur tilbeiðslunnar – vissan er þetta hús í þessu umhverfi, vissan skóp þetta hús – um það vitnar sagan.
Predikun

Gróðinn af lífinu

Er hugsjónin í anda nútímans að græða sem mest af lífinu? Skólinn er þá ekki einvörðungu stofnun sem elur með börnum þekkingu og góða siði, heldur viðskiptatækifæri sem getur grætt mikið. Heilbrigðiskerfið er þá ekki aðeins til að lækna fólk.....Er best fyrir fagurt mannlíf, að neyðinni verði umbreytt í féþúfu á markaðstorgi og mannúðinni snúið í söluvöru.
Predikun

Konan í lífi Lúthers

Fljótt kom í ljós hversu myndarleg húsmóðir og bústýra Katharina var og naut hún virðingu allra. Hjónin settust að í húsi því í Wittenberg sem nú er nefnt “Hús Lúthers”. Þar fæddust þeim sex börn. Katharina hét nú Katharina Luther, en hann kallaði hana “herra Kötu”.
Pistill

Það lifir enginn á deyjandi jörðu - sköpunin er ekki til sölu.

Eitt af þremur megin þemum Heimsþings Lútherska heimssambandsins sem haldið var í Windhoek í Namibíu 10.-16. maí 2017 var Sköpunin er ekki til sölu (e. Creation not for sale).
Pistill

Namibía og við

Við lærum hvað við erum að gera í norðri sem hefur áhrif á þau sem búa í suðri og öfugt og sá lærdómur er gríðarlega mikilvægur. Við lærum hvað kirkjur annarstaðar í heiminum eru að gera sem virkar vel og lærum af mistökum annarra. Hugmyndir fæðast og sjóndeildarhringurinn víkkar.
Pistill

Samþykktir um flóttafólk og hælisleitendur

Heimsþingið tjáir sorg sína yfir því að ríkisstjórnir í heiminum byggi múra í stað þess að sýna gestrisni
Pistill