Trú.is

Óvæntar gjafir

Ungi maðurinn er sonur minn í dag, tengdasonur reyndar og faðir litlu dótturdóttur minnar. Hann fékk dvalar- og atvinnuleyfi hér á Íslandi fyrr á þessu ári og er fullur þakklætis og auðmýktar og hefur lært sitthvað um hina kristnu fyrirgefningu sem honum var áður framandi sem lifuð reynsla.
Predikun

Jól án kvíða

Að einbeita sér að einu í einu af því sem er mikilvægt, búta verkefnin niður og gefa sér frelsi gagnvart hinu, það má sleppa. Þetta snýst nefnilega svo mikið um kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf. Minnkaðu innri kröfurnar á þig, gerðu fátt en vel, þá finnur þú til smá léttis og gleðin er handan við horn þess að sleppa vondu innri kröfunum frá sér.
Pistill

#Metoo

Trú er og á að vera stefna til lífs og fyrir líf. Trú er ekki og má aldrei vera flótti frá lífi. Trú, sem ekki lætur sig fórnarlömb varða, er sjúk trú og á flótta bæði frá Guði og mönnum.
Pistill

Separasjon og relasjoner

Julen handler om at Gud vil lage bro over gapet, som vi finner i verden og i livet vårt
Predikun

Immanúel nærri

Þetta er falleg ósk og bæn um að allt hið góða sé nærri, bæði undir og yfir og allt um kring sé andinn Guðs elskandi nærri.
Pistill

Þetta snýst ekki um okkur: Aðventuhugleiðing

Það er eins og við séum búin að finna þar ákveðna miðju. Hún er þó ekki borin fram af þunga auðs og valda heldur þvert á móti í öllu látleysi fátækrar fjölskyldu sem varð vitni að viðburði sem er í senn ofur hversdagslegur og risastórt kraftaverk. Allir hafa jú einhvern tímann fæðst en um leið er fæðing barns á einhvern hátt stórbrotin og engu öðru lík.
Pistill

„Óttastu hvorki vald né ríkidæmi heldur opnaðu munninn“ (M. Lúther)

Ritari biskups Íslands fer mikinn í tilfinningaþrunginni grein í Morgunblaðinu laugardaginn 18. nóvember. Það er vel kunn þumalfingursregla að telja upp að tíu áður en maður segir eitthvað sem betur hefði verið látið ósagt og þeirri reglu, að breyttu breytanda, hefði líklega betur verið beitt í þessu tilfelli. Greinin var nefnilega að ýmsu leyti óheppileg, […]
Pistill

Úr öskunni í eldinn - nokkrar athugasemdir að loknu kirkjuþingi

Á þeirri þinglotu kirkjuþings sem lauk 15. nóv. voru samþykktar breytingar á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Löggjafarnefnd kirkjuþings hafði sett fram tillögur að breytingum á starfsreglunum sem ætlað var að taka af öll tvímæli um tiltekin ákvæði reglnanna sem og um túlkun á vissum aðstæðum sem upp kunna að koma í kjöri, svo […]
Pistill

Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna, styrkur Hjálparstarfs kirkjunnar

Hann kemur. Við tökum á móti. Okkar er valið. Hann kemur til þín sem hefur allt til alls og hefur ekki áhyggjur. Hann kemur til þín sem sem býrð í kuldanum í Laugardalnum, til þín sem býrð við fátækt. Hann kemur til þín sem gleðst yfir öllu því góða sem þú hefur og þakkar fyrir. Hann kemur til þín sem ert reið/reiður, kvíðin/n, örvæntingarfull/ur, til þín sem ert í prófatíð, til því sem vilt hjálpa öðrum og gefur þér ráð og styrk til þess. Hann kemur en þú ræður hvort þú býður honum inn í hús þitt og líf. Hann kemur ekki fram sem valdsins herra, heldur auðmjúkur og miskunnsamur. Jesús veitir von og gefur annað líf.
Predikun

Hvernig þjóðkirkjulög?

Þess vegna er endurskoðun þjóðkirkjulaga mikilvægur prófsteinn á kirkjuna og ekki síst forystufólk hennar á kirkjuþingi og í kirkjulegum embættum. Nú glímir það við þennan vanda. Það kann að skýra spennuna sem Steindór lýsir í grein sinni.
Pistill

Vonarberi

Þrauka má án ástar og gleði en ef vonin slokknar líka þá villast menn. Ferð án vonar er erfið og sporin svo þung en um leið og vonin vaknar aftur verða sporin léttari og viljinn sterkari.
Pistill

Jóladagur í Gaulverjabæ

Við fögnum jólum á fögrum degi þegar jörðin er frá því að vera grá í rót og yfir í alhvítt, kannski ekki miklar fannir en þó dregur það sig saman.
Pistill