Satt og rétt
Mörgum hefur það þótt miður að Jesús skyldi ekki svara þessu í eitt skipti fyrir öll. Því það er ekki alltaf skýrt hvað það felur í sér hvort setning er sönn eða ekki. En hvað segir spurningin um þann sem spyr? Hvað er satt og hvað er rétt? Helst það ekki í hendur? Þegar valdhafinn spyr – er hann þá að sama skapi að brjóta heilann um hugtak sem er því náskylt: nefnilega réttlætið, ,,satt og rétt". Áður en réttlætið er fótum troðið hefur sannleiknum þegar verið fórnað. Sannleikurinn er jú fyrsta fórnarlambið í valdabrölti Pílatusa á hverjum tíma.
Skúli Sigurður Ólafsson
17.3.2024
17.3.2024
Predikun
Stundum er bænin eina leiðin
Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Þorvaldur Víðisson
25.2.2024
25.2.2024
Predikun
Orðið
Þetta var eitt þeirra hugtaka sem hún átti eftir að breyta þegar hún hafði til þess vit og þroska. Sigurganga þessarar konu á hennar löngu ævi fólst í því að móta tungumál þeirra sem ekki gátu heyrt. Það var til marks um merkan áfanga á þeirri vegferð þegar nafni skólans var breytt. Orð kom í stað orðs – skólinn var ekki fyrir málleysingja heldur heyrnarlausa.
Skúli Sigurður Ólafsson
25.2.2024
25.2.2024
Predikun
Að hefja sig yfir lestina
Hvatning forsetans um að hefja sig yfir lestina, m.a. með því að forðast það að taka þátt í því að dreifa slúðri – svo ekki sé talað um að koma því af stað – talar fullkomlega inn í þema föstunnar og kallast á við inntakið í ritningartextum dagsins sem hafa það sameiginlegt fjalla um rétta og ranga, góða og vonda breytni og mikilvægi þess að velja rétt þar á milli.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
18.2.2024
18.2.2024
Predikun
Úlfur, úlfur
Í nýútgefnu lagi, er sungið og rappað um djöfulinn sem vill bita af höfundum. Hann verður táknmynd fyrir það sem nagar okkur að innan og gefur engin grið. Dimmur veturinn hefur leikið sálina grátt og manneskjan sér ekki til sólar. Þetta ástand orða listamennirnir á þennan hátt. Ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar af því að kölski væri horfinn út af kortinu. En merkilegt nokk þá gegnir hann sama hlutverki í þessu fallega lagi og í orðum Hólabiskups á 17. öld og vitanlega einnig í textum Biblíunnar: Hann verður táknmynd fyrir það sem sligar okkur, röddin innra með okkur sem dregur úr okkur máttinn, sér hættur við hvert fótmál – já hrópar í sífellu: „úlfur, úlfur!“
Skúli Sigurður Ólafsson
18.2.2024
18.2.2024
Predikun
Sannleikur og ógæfa
Sannleikurinn er dýrmætur og hann getur krafist fórna. Fornir hugsuðir hafa hugleitt þessa stöðu og hið íslenska skáld segir þá sögu einnig á sinn hátt. Saga Þórarins Eldjárns hefst á veðurfarslýsingu þar sem hann segir frá því er hann hröklast undan nöprum vindunum inn á krána þar sem hann hittir þessa ólánsömu konu. Kaldhæðnin verður þó enn meiri í lokaorðunum þegar því er lýst hvernig heimurinn átti eftir að leika hana – já sjálft barnið úr ævintýrinu um nýju fötin keisarans.
Skúli Sigurður Ólafsson
15.2.2024
15.2.2024
Pistill
Dauðahald
Með öðrum orðum: „Sá sem elskar líf sitt mun glata því“ segir Jesús – er hann ekki að vísa í dauða-haldið sem okkur reynist stundum svo erfitt að sleppa?
Skúli Sigurður Ólafsson
11.2.2024
11.2.2024
Predikun
Orð hafa áhrif
Hér lesum við um fólk sem fær köllun í lífi sínu og hún breytir öllu. En Biblían fjallar ekki aðeins um persónur og leikendur. Hún mótar ekki síður líf lesendanna. Hún mótar heilu samfélögin. Þegar við gefum gaum að þeim sem hafa farið halloka í lífinu þá er það í samræmi við orð Biblíunnar. Þegar við hlúum að hinum veikburða og smáu þá lifum við í anda Jesú. Sum okkar tengjum þá mannúð og mildi ekki við kristna trú. En textarnir birta okkur einmitt mynd af slíku fólki, bjargvættum sem fengu óvænta köllun og leiddu af sér blessun. Sum úr þessum hópi hafi meir að segja lagt sig fram um að halda Biblíunni frá börnum og ungmennum hér á landi.
Skúli Sigurður Ólafsson
4.2.2024
4.2.2024
Predikun
Biðraðir
En þessi lífsreyndi hugsuður, Predikarinn, hefur augljóslega séð þetta allt. Hann hefur heyrt siguróp hinna fremstu, séð glampann í augum hinna vinsælu, skynjað hvernig þau geisla af gleði sem tróna yfir öðru fólki. Og um leið hefur hann lært það hversu fallvöld gæfan er. Hann veit að ekki er allt gull sem glóir í þessum efnum. Farældin er að hans mati fólgin í öðrum þáttum:
Skúli Sigurður Ólafsson
28.1.2024
28.1.2024
Predikun
Ummyndun frá fortíð til framtíðar
Umbreytingin er mál dagsins og ég segi: "Jesús umbreytir tilveru okkar og því er það hans afl og trú á hann sem getur fært okkur hugrekki til að mæta ógnum og óvissu. Þar er óvissan líklega verst. En trú og traust á Frelsara okkar best."
En tilvera okkar mótast af gervigreindinni í auknum mæli og því segi ég hér: "... samt höldum við áfram að fæða þróunina í átt til gervigreindar með aukinni tækni sem eykst að þekkingu á margföldum hraða við flest annað sem er að gjörbreyta tilveru mannsins. Ógnarhlýnun jarðar og hættuleg súrnun sjávar er á hraða snigilsins miðað við stigmögnun rafrænnar tækni. Enginn vandi verður núna fyrir úlfinn að koma fram sem Rauðhetta. Við munum aldrei getað sagt til um það hvar flagð er undir fögru skinni eða úlfur í sauðagæru ef við höfum ekki verið að fylgjast með því sem er umbylta tilverunni. Fylgjast með því sem er að gera að engu skil milli raunveruleikans og hliðarveruleikans í rafrænu formi, hvort sem það eru leikir eða annað. En von okkar er sú að með þessari miklu tækni verði hægt að vinna tilveru okkar gagn í baráttunni við loftslagsógnina og gera heiminn betri."
Kristján Björnsson
21.1.2024
21.1.2024
Pistill
Er okkur eitthvað heilagt?
Og jú, vissulega á hið heilaga undir högg að sækja á þessum tímum sem mörgum öðrum. En boðskapur helginnar gegnsýrir engu að síður menningu okkar. Hann sækjum við í Biblíuna. Þaðan kemur sú vitund þegar við finnum til með þeim sem eiga erfitt, reynum að setja okkur í spor fólks sem er á flótta, horfir á sína nánustu deyja í sprengjuregni eða eigur sínar liðast í sundur í náttúruhamförum.
Skúli Sigurður Ólafsson
21.1.2024
21.1.2024
Predikun
Sameiginlegt embætti systurkirkna - skiptir það máli?
Vert er að benda á að ekki nota allar lútherskar kirkjur titilinn biskup, þó það sé á flestum stöðum svo. Segja má að lútherskar kirkjur séu í þessum efnum sem ýmsum öðrum miðsvæðis, rúmi bæði hefðbundna sýn á kirkjuskipan og annað fyrirkomulag. Það sannar vera norrænu lúthersku kirknanna innan bæði Porvoo og Leuenberg þar sem hið fyrra leggur áherslu á biskupsþjónustuna en hið síðara ekki.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
19.1.2024
19.1.2024
Pistill
Færslur samtals: 5863