Trú.is

Ljós mitt og líf

„Hananú! Látum oss fagna.“ Það er inntak páskadagsmorguns. Jafnvel sjálf sólin er sögð dansa af gleði. Ég er ekki frá því að ég hafi sjálf séð slíkt undur eitt sinn fyrir mörgum árum er ég gekk til móts við birtu nýs dags á páskadagsmorgunn árla upp með Köldukvísl í Mosfellsdal.
Predikun

Grjótið góða

Algóði himneski faðir, megi það sem ég tala hér í húsi þínu í dag, vera þér þóknanlegt og fólki uppbyggilegt. Minnstu þess Guð minn að ég, þjónn þinn, er aðeins maður.
Predikun

Sól upprisunnar lýsi þér

Undrið veitti þeim von sem þær miðluðu til vina sinna og áfram barst boðskapurinn kynslóð fram af kynslóð, boðskapurinn um sigurinn yfir dauðanum.
Pistill

Æðruleysi til vonar

Við sem eigum sára reynslu af samleið með áfenginu, en höfum risið upp til lífs og gæða. Við finnum svo vel hve lífið er heilagt og vonin raunsæ. Þá blómgast svo einlæg þrá til að halda áfram um leið og við þökkum og tökum á móti hverjum degi með æðruleysi til vonar.
Predikun

"Dimmir dagar" og "ljós mannsins"

Gleymist stundum að nema staðar? Upplifa, leitast við að skilja það sem í kringum mann er? Á maður að henda því til hliðar, sem gamalt er og manni finnst ef til vill erfitt að skilja?
Predikun

Valdahlutföll á skírdegi

Síðasta kvöldmáltíðin birtir okkur í fyrstu hefðbundinn valdahlutföll þar sem Jesús var í hlutverki fjölskylduföðurins sem úthlutaði matnum til lærisveinannna. En svo breyttist allt.
Predikun

Hermiþrá

Ofbeldið er hið sama, þó fórnarlömbin hafi breyst, og nú líkt og þá, er saklausum samfélagshópum og einstaklingum fórnað til að viðhalda friðinn. Þannig eru hópar lofsungnir og krossfestir á víxl í samfélagi manna með skelfilegum afleiðingum, þar sem fólk er tekið af lífi fyrir trú sína, kynhneigð eða þjóðerni.
Predikun

Hún vaskaði upp

Anton og Gunnhildur þáðu huggun en þau gáfu hana líka til okkar hinna.
Predikun

Í veislu

Þau, sem fæturnir tilheyra, skilja ekki hvað er um að vera, en þau finna að þau vilja hvergi annars staðar vera en einmitt í návist hans sem elskar þau og þvær þau og hreinsar.
Predikun

Samstaða, samhugur, kærleikur

Slíkt ofbeldi kemur fram í kerfum af ýmsu tagi, ekki síst fasískum stjórnmálakerfum bæði á vinstri og hægri væng sem stundum smokra sér inn í trúmálakerfi ýmiskonar. Þau kerfi eru því miður heimslæg, virða engin landamæri, sprengja sér leið inn í hversdag saklausra borgara jafnt í hjarta Evrópu sem annars staðar í veröldinni.
Predikun

Konur á Kúbu kalla til bæna

Árið 1998 heimsótti Jóhannes Páll II páfi Kúbu. Hann gerði sér ljósa grein fyrir þeirri kreppu sem kúbanska þjóðin var að ganga í gegn um og lagði áherslu á mikilvægi þess að „Kúba opni sig fyrir heiminum og heimurinn opni sig fyrir Kúbu.“ Þessi staðhæfing varð smám saman að veruleika og í dag nýtur Kúba virðingar og samstöðu flestallra þjóða í heimshlutanum.
Predikun

Í augnhæð

Til þess að mæta fólki í augnhæð þurfum við að vera ekta. Við þurfum að vera grímulaus. Við þurfum að vera við sjálf. Það er erfitt að mæta augnaráði þess sem við vitum að er að segja okkur ósatt, þess sem við finnum að er að gera sér eitthvað upp. Það er líka erfitt að horfa í augun á fólki þegar við segjum ósatt, þegar við erum að gera okkur eitthvað upp.
Predikun