Fangelsisbréf Bonhoeffers
Hlutverk guðfræðingsins í samfélaginu verður aldrei skilið frá hinni spámannlegu köllun, að tala máli mannúðar, umhyggju, hógværðar og þjónustu inn í tíma sem oft einkennast af sérhyggju og græðgi. Með sama hætti á guðfræðingurinn að veita huggun þeim sem horfir inn í svartnætti tilgangsleysis og benda á þann tilgang sem býr í hjarta hvers manns.
Skúli Sigurður Ólafsson
30.11.2015
30.11.2015
Pistill
Gömul og stór
Hún er vissulega gömul og stór, þessi stofnun, og sú staðreynd kann að valda ímyndarfræðingum vanda því að á okkar dögum viljum við einmitt að allt sé nýtt í dag og svo eftir fáeinar vikur þurfum við að endurnýja það og kaupa okkur eitthvað annað í staðinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
30.11.2015
30.11.2015
Predikun
Það á að gefa börnum gjöf
Í upphafi aðventunnar megum við hefja gönguna í átt til jólahátíðarinnar með konunginum sem kemur í hógværð og auðmýkt. Hann færði okkur kærleikann, fyrirgefninguna, þakklætið, vonina, bænina. Göngum með gleði veginn til jóla með allt það í farteskinu sem hann gaf. Minnumst bræðra okkar og systra nær og fjær sem búa við erfið kjör, kvíða eða þjást. Biðjum Guð að hjálpa okkur að hjálpa þeim og gleðja.
Agnes M. Sigurðardóttir
29.11.2015
29.11.2015
Predikun
,,Komið til mín"
Þetta eru kannski sammannleg viðbrögð vegna ótta sem búið hefur um sig í hjörtum okkar. Þegar við erum hrædd þá víkjum við af leið í stað þess að staldra við og láta ástina og elskuna reka út óttann sem eru réttu viðbrögðin og feta þannig í fótspor Miskunnsama Samverjans í dæmisögunni góðu. Það er erfitt að ganga í þessi fótspor vegna þess að þá þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og finna virkilega fyrir því sem við gefum af okkur, hvort sem það er af dýrð þessa heims eða því sem eigum mest af, auði hjartans, ástinni, kærleikanum, samlíðaninni fyrir kjörum annarra, fólks af ólíku þjóðerni, öðrum kynþáttum, fólki sem býr ekki til höggmyndir af sinni guðsmynd líkt og Thorvaldsen gerði forðum og birtist mér í Frúarkirkjunni.
Sighvatur Karlsson
29.11.2015
29.11.2015
Predikun
Biðjum fyrir friði
Hin kristna köllun kennir okkur að feta í fótspor Jesú Krists. Eitt af því sem hann kenndi var að biðja. Margir þekkja mátt bænarinnar. Hún hefur verið nefnd tungumál vonarinnar.
Agnes M. Sigurðardóttir
28.11.2015
28.11.2015
Pistill
Hefndin
Það er næsta auðvelt að sýnast vitur í vellystingum sínum fjarri átakasvæðum. Þess fremur opnast augu með kynnum af fólki sem reynt hafa sárin af hryðjuverkum.
Gunnlaugur S Stefánsson
27.11.2015
27.11.2015
Pistill
Merkt kirkjusögurit: Helgistaðir við Hafnarfjörð
Viðamikið og merkt kirkjusögurit, Helgistaðir við Hafnarfjörð eftir Gunnlaug Haraldsson, þjóðhátta- og fornleifafræðing, er nýlega komið út í afar veglegu þriggja binda ritverki
Gunnþór Þorfinnur Ingason
26.11.2015
26.11.2015
Pistill
Aðventu- og jólahugleiðing
Efst á blaði í boðskap hinnar kristnu kirkju í heiminum, sem nú á aðventu og jólum fagnar komu Friðarhöfðingjans, er að kærleikurinn komist að í lífi einstaklinga og þjóða. Við viljum að friður hans fái að móta allt okkar líf og að kveðja hans: „Friður sé með yður“ verði að raunveruleika í lífi okkar allra.
Vigfús Þór Árnason
26.11.2015
26.11.2015
Pistill
,,Þú“ og ,,ég“ í mannfjölda
Það sem við eigum að gera í samskiptum við flóttafólk, og raunar takmarkast það ekki við flóttafólkið, heldur í samkiptum við alla, er að við leitum að ímynd Guðs í þeirri manneskju sem við horfumst í augu við.
Toshiki Toma
23.11.2015
23.11.2015
Predikun
As-salamu alaykum
Okkar er að elska og það gerum við með því að stöðva ofbeldið, styðja þau sem hafa orðið fyrir barðinu á því og með því að leyfa hatrinu ekki að komast að. Neskirkja hefur tekið höndum saman við múslima við að gleðjast yfir því sem gerir okkur ólík og biðja um þann frið sem trú okkar beggja boðar.
Sigurvin Lárus Jónsson
22.11.2015
22.11.2015
Predikun
Þversagnir lífsins
En það er einmitt þannig sem lífið er alltaf. Fullt af þversögnum. Við þurfum alltaf að vera að glíma við hvort tveggja í einu, stríð og frið, gleði og sorg, ást og hatur. Raunveruleikinn er sá að við náum aldrei því ástandi að friðurinn, gleðin og ástin nái fullum tökum á lífinu, hitt fylgir alltaf með.
Arna Ýrr Sigurðardóttir
22.11.2015
22.11.2015
Predikun
Himinfleki og krossfesting
Allur harmur heims er umfaðmaður í krossfestingunni. Við erum í Jesú og Jesús í okkur öllum. Boðskapur hans, ást hans á lífinu, sköpuninni, mannfólkinu er ást Guðs til okkar allra, hvernig sem við erum og hvers litar sem við erum.
Sigurður Árni Þórðarson
20.11.2015
20.11.2015
Pistill
Færslur samtals: 5859