Trú.is

Gvendarlækur

Nema hvað að á þessum slóðum átti biskupinn að hafa vígt lítinn læk og fylgdi það sögunni að í kjölfarið megnaði sprænan að renna sína leið niður dalinn hvernig sem viðraði, hvort heldur gerðu frosthörkur að vetrarlagi eða langvinnir þurrkar. Gvendarlækur, lagði hvorki né þvarr.
Predikun

Áfram með vinsældavagninum

Eðlilegt er að fólki sé mikið niðri fyrir þegar um örlög barna, framtíð fjölskyldna og líf og dauða er að tefla. Þær djúpu og heitu tilfinningar geta þó afvegaleitt umræðuna. Mér finnst það til dæmis bera vott um fallegt hugarfar og góðan vilja að bjóða fram sumarhúsið sitt fyrir landflótta fjölskyldu en ég er alls ekki viss um að það sé af illum hvötum þegar á það er bent að ef til vill dugi slík úrræði skammt. Meira þurfi til.
Pistill

Að borða með prjónum

Fólkið sem kom hafði ýmsa siði sem voru ólíkir okkar; það hefði örugglega frekar vilja búa í Malasíu eða Tælandi eða Indónesíu en hér í kuldanum og myrkrinu. En þess var ekki kostur. Flóttamannavandinn var svo gýfurlegur að þessar þjóðir gátu ekki tekið við fleirum.
Pistill

Síðskeggjaður hipster vill fasta á ranglæti

Mér dettur ekki í hug að halda því fram að ég sé sérfræðingur í málefnum flóttafólks. En ég veit til hvers við erum send. Hvaða viðhorf Jesús hafði og hvaða viðhorfi hann kallaði eftir hjá fylgjendum sínum.
Predikun

Japönsk kirkja og andi díakoníu

Þegar kirkjan okkar veitir samfélagi mismunandi þjónustu með mismunandi sérþekkingu, þurfum við að muna það að manneskja getur ekki verið önnur en manneskja sem heild.
Predikun

Ég sé þig!

Frelsisverk Krists er stærsta yfirlýsing Guðs „Ég sé þig, ég fórnaði öllu fyrir þig. Og nú er það Hann sem í okkar velmegunar- og efnishyggjusamfélagi, kallar „sjáðu mig, ekki gleyma mér, ég er kominn til þín í Kristi“.
Predikun

Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Í verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda, Eþíópíu og á Indlandi er markmiðið að bæta lífsviðurværi og efla virðingu fyrir mannréttindum þeirra sem búa við fátækt og óréttlæti. Við höfum að leiðarljósi að starfið leiði til sjálfshjálpar og sjálfbærrar þróunar í samfélögunum sem við störfum með.
Pistill

Evrópskir kirkjudagar

Eitt helsta einkenni slíkra hátíða kaþólskra og evangelískra kristinna í Þýskalandi hefur verið virk þátttaka leikmanna og bein aðkoma safnaða kirknanna án afskipta kirkjustjórnarinnar. Ætlunin er að halda þessum einkennum á fyrstu evrópsku kirkjudögunum.
Pistill

Herra Tischendorf 200 ára

Konstantín Tischendorf var ástríðufullur Biblíufræðingur og handritasérfræðingur sem kristin kirkja á mikla þökk að gjalda. Án hans er með öllu óljóst hvað orðið hefði um menningarverðmæti Katrínarklaustursins við Sínaífjall en það var mjög mikilvægt að þau kæmust í hendur hinna bestu fræðimanna. Þess vegna er við hæfi að minnast þess að 200 hundruð ár eru liðin frá fæðingu herra Tischendorfs um leið og fagnað er afmæli Hins íslenska Biblíufélags, jafnaldra hans.
Pistill

Sjálfusótt

…varðar sjálfusótt einstaklinga og ég-menninguna. Sjálfusóttin getur verið jafn skefjalaus og fíkn og hefur líka skelfilegar afleiðingar í fjölskyldum þeirra sem eru kengbogin inn í sjálf sig. Engin bót verður nema fólk breytist, fái nýtt líf.
Predikun

Biblíusýning í Auðunarstofu

Á sýningunni lýkst það upp fyrir mörgum að prentun á jafn viðamiklu verki og Biblíunni var hér áður fyrr ekkert annað en afrek. Það verður ekki einungis eignað nafnkunnum forvígismönnum biblíuprents og –þýðinga heldur líka og ekki síður þeim handverksmönnum, prenturum og prentsveinum sem unnu þau óteljandi handtök sem liggja að baki sérhverju eintaki.
Pistill

Verum næs við okkur sjálf!

,,Vertu næs“ varðar ekki aðeins náunga okkar. Það varðar fyrst og fremst okkur sjálf, hvers konar manneskja sérhver okkar er eða vill vera. Verum næs við okkur sjálf, með því að vera næs við náunga okkar.
Pistill