Trú.is

Hlutverk biskups Íslands

Erindi flutt á fundi um biskupsembættið sem haldinn var í Breiðholtskirkju miðvikudagskvöldið 15. nóvember 2023, í aðdraganda komandi biskupskosninga. Fundarstjóri og skipuleggjandi fundarins var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, séra Bryndís Malla Elídóttir.
Pistill

Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu

Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Predikun

Er brauð bara brauð?

En er brauð bara brauð? Nei, í þessu samhengi er brauð ekki bara brauð. Textarnir í dag eru leyndardómsfullir. Þeir tengjast þeim leyndardómum sem grundvalla hina kristnu trú. Þeir leyndardómar snúa m.a. að þrenningunni og einnig eðli Jesú.
Predikun

Ekki vera Golíat

Sú kirkja sem átti eftir að kenna sig við nafn Jesú átti síðar eftir að öðlast yfirburðarstöðu í heiminum og hefur hana í einhverjum skilningi ennþá. Nýlenduveldin skreyttu sig með krossi Krists þegar þau lögðu að velli heilu þjóðirnar. Á tímum kalda stríðsins var kristin trú eitt af einkennum vesturlandanna andstætt kommúnismanum sem boðaði trúleysi. Og þegar múrar hrundu þá þótti mörgum ljóst að yfirburðir hins fyrrnefnda hefðu þar komið í ljós. Hún hefur löngum verið eins og tröll á velli og hefur undirstrikað það með glæsibyggingum og flóku kerfi embætta.
Predikun

Að vera öðrum blessun

Sá ættbálkur fékk það hlutverk að vera öðrum blessun. Vera öðrum, þ.e.a.s. þeim sem fyrir utan ættbálkinn stóðu, til gæfu. Þetta var gríðarlega róttæk hugmynd, svo róttæk að hún breytti heiminum.
Predikun

Gleðilegt nýtt kirkjuár

Í dag fögnum við fyrsta sunnudegi nýs kirkjuárs sem hefst ævinlega fyrsta sunnudag í aðventu. Í dag er hátíðarliturinn í kirkjunni, hvíti liturinn og við kveikjum á fyrsta kerti aðventukransins, spádómskertinu.
Predikun

Mikilvægi þess að heyra

Þennan dag minnumst við þess mikilvæga starfs sem Kristniboðssambandið stendur fyrir ásamt því að ræða mikilvægi þess að eiga saman samveru þar sem við heyrum Guðs heilaga orð. Kirkjusókn hefur rýrnað með árunum í ýmsum prestaköllum og þess vegna er aldrei mikilvægara en nú að nota eyrun sem góður Guð gaf okkur og heyra!
Predikun

Upp er risin Krýsuvíkurkirkja

Við vígslu endurreistrar Krýsuvíkurkirkju á hvítasunnudegi 5. júní sl. flutti séra Gunnþór Þ. Ingason frumsamið ljóð, sem hann nefndi: Upp er risinn Krýsuvíkurkirkja. Hann gerði svo grein fyrir gjöfum sem kirkjunni hefðu borist og lýsti því jafnframt yfir að með vígslu hinnar nýju kirkju lyki hann prestsþjónustu sinni í Krýsuvík, sem hann hefði gegnt á vegum Þjóðminjasafns Íslands, því að hin nývígða kirkja tilheyrði Þjóðkirkju Íslands, og yrði í umsjá sóknarprests Hafnarfjarðarkirkju, prófasts Kjalarnessprófastdæmis, Skálholtsbiskups og Biskups Íslands.
Pistill

Elska, öryggi og gæfa, athvarf

Eitt er að umbera, annað að umvefja. Það er hlutverk okkar að umvefja hvert annað. Þegar samfélagið sýnir slíka eiginlega verða ávextir andans raunverulegir.
Predikun

Ræktum mildina í okkar eigin fari

Bæði hér á vettvangi kirkjunnar og einnig þegar við göngum héðan skulum við finna leiðir til að iðka mildina í samskiptum okkar hvert við annað.
Predikun

Tökum skrefið

Það er kjarninn í trúarsýn okkar að allt fólk sé skapað í mynd Guðs. Við berum öll í okkur þennan heilaga neista guðdómsins auk þess sem orð og líf Jesú kenna okkur hvernig við eigum að mæta samferðafólki okkar – í kærleika og væntumþykju.
Pistill

Hundrað milljón helvíti.

Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Pistill