Trú.is

Minningarkirkjan

Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Predikun

Efstu dagar

Sjóndeildarhringurinn umhverfist í kringum hvert og eitt okkar, bæði það sem skynjun okkar nemur og svo ekki síður hitt sem brýst um í huga okkar og sálu. Hversu endalausar eru þær víddir? Já, þar er að finna heilan alheim af myndum, frásögum, hugrenningum, minningum, vonum og upplifun. Heimsendir, er það okkar dauðans óvissi tími?
Predikun

Spónninn í askinum

Ritningin er raunhæf, því eins og segir í lexíunni, þá mun fátækra aldrei verða vant í landinu. En hinir fátæku eiga samt aldrei að líða skort og tapa sjálfsvirðingu sinni – til þess eiga hinir ríku að sjá. Biblían setur fram allt annað viðhorf til eignaréttarins og til þess að njóta ávaxta sköpunarinnar en hið vestræna sjálfseignarviðhorf. Skv. Biblíunni höfum við fengið ávexti jarðar að gjöf og jörðina og landið að láni.
Predikun

Hundrað milljón helvíti.

Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Pistill

Fer það í taugarnar á þér að Guð skuli vera góður?

Dæmisagan miðlar sem sagt því að guðsríkið lýtur öðrum lögmálum en ríkja í mannheimum. Þar gilda ekki sömu forsendur og í daglegu lífi okkar hér á jörðu, vegna þess að gæska Guðs, er miklu ríkari en nokkur getur ímyndað sér.
Predikun

Hreinskilni

Á miðvikudag eftir hádegi keyrði ég sem leið lá frá heimili mínu á Kársnesinu til Hafnarfjarðarkirkju. . Þá kveikti ég á gufunni og hlustaði á athyglisvert viðtal við konu á Akureyri sem rekur þar kaffihús, eða starfar þar. Ég bara man það ekki, hvort er. Þegar hún var búinn að vinna þar um langt skeið þá fór hún að velta fyrir sér hvort hún gæti ekki gert eitthvað annað við afgangs matinn en að henda honum í ruslið.
Predikun

"Við yfirgáfum okkar eigið og fylgdum þér"

Pólitísk orðræða og prédikun kirkjunnar hafa það kannski sameiginlegt að hvort tveggja byggist á hugsjónum eða því sem á erlendum málum er kallað ídeal, einhvers konar hugmynd um hið besta mögulega ástand á hverju sviði, og marga hefur dreymt um að koma á fót fyrirmyndarsamfélagi í hugmyndasögu mannsins. En sá sem prédikar og sá sem gefur kosningaloforðin kemst fljótt að því að hægara er um að tala en í að komast. Prédikarinn missir sig gjarnan í að verða siðapostuli og kosningaloforðin ganga, þegar öllu er á botninn hvolft, yfirleitt um að kynda undir æstum dansi lýðsins í kringum gullkálfinn.
Predikun

Traustsins verð

Okkar köllun er að vera trúföst, heiðarleg og gera okkar besta hvar svo sem við erum stödd í lífinu. Í því felst líka að vera réttlát og réttsýn, í stóru sem smáu; að safna ekki eignum á kostnað þjáningar annarra, heldur leyfa kærleika Guðs að vera í fyrsta sæti og móta allt líf okkar.
Predikun

Þrælgott

Barnaþrælkun er svo enn einn þátturinn – en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er mikið af sætindum í verslunum okkar sannkallað þrælgott. Það er framleitt af börnum sem þurfa að búa við ömurleg kjör.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Pollamótspredikun

Það var táknrænt á þessu Pollamóti, þar sem liðin voru skipuð tíu ára strákum, að dómarinn bar í orðsins fyllstu merkingu höfuð og herðar yfir leikmennina. Það átti vel við og undirstrikaði það hvernig réttlætið á að gnæfa yfir öllu.
Predikun

Að létta bróður böl

Kristur gekk inn í kjör Mörtu og Maríu er þær misstu bróður sinn. Þannig sýnir hann miskunnsemi og kærleika Guðs til okkar mannanna. Guð starfar allt til þessa. Kristnum körlum og konum ber því að sýna bróður og systur umhyggju, stuðning og kærleika. Þjóðkirkjan vill styðja hælisleitendur og fólk á flótta. í Breiðholtskirkju er að myndast alþjóðlegur söfnuður þar sem margir eru flóttamenn og hælisleitendur. Djákni var nýlega vígður til að þjóna í alþjóðlega söfnuðinum og Breiðholtssókn.
Predikun