Er hægt að rækta mildina?
Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Þorvaldur Víðisson
1.10.2023
1.10.2023
Predikun
Sögur og fyrirgefning
Urður vísaði í þessa gömlu klisju að orðspor gerenda væri eyðilagt og þolendum kennt um og refsað. Hún sagði að: Þolendur væri ekki að eyðileggja orðspor geranda. Gerandinn eyðilegði sjálfur sitt orðspor þegar kynferðisbrotið væri framið. Skömmin liggi alltaf hjá gerendum
Sunna Dóra Möller
11.10.2022
11.10.2022
Predikun
Um þekkingu og dómgreind: Jesús, Mill og Páll Skúlason
Orð Páls Skúlasonar um að vera meira maður, ekki meiri maður eru umhugsunarverð í ljósi orða lexíunnar: „Dramb er falli næst, hroki veit á hrun. Betra er að vera hógvær með lítillátum en deila feng með dramblátum“. Og orð Mills um gildi þess sem hann kallar almenna menntun andspænis vélrænni sérhæfingu beinir óneitanlega huga manns að faríseunum og lögvitringunum í guðspjallinu.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
9.10.2022
9.10.2022
Predikun
Öllu er afmörkuð stund
Lykilorðin hér eru orðin: Guðs gjöf. Að skilningi hins spaka konungs ættu allir að hafa sömu möguleika til að njóta þeirra gjafa sem sköpun Guðs býður þeim að nýta sér en á sama tíma gagnrýnir hann þá hugmynd að maðurinn geti keypt sér hamingju með auðæfum sínum og hefur þá í huga sín eigin orð, sem hann vitnar til í undanfarandi kafla, þar sem hann lýsir því hvernig hann sjálfur byggði upp veldi sitt í Jerúsalem og varð mikill og meiri en allir sem á undan höfðu farið. Hann gleðst yfir því um tíma en sú gleði verður skammvinn og hann finnur enga raunverulega hamingju.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
26.9.2021
26.9.2021
Predikun
Ríkidæmi mýktar
Auðmjúk manneskja er eins og frjósöm moldin - það fer vissulega ekki mikið fyrir henni en upp úr henni vex gróskan í ótal litbrigðum.
Skúli Sigurður Ólafsson
7.10.2020
7.10.2020
Predikun
Bjargráðin
Þegar leiðir Jesú og sjúka drengsins lágu saman þá gat drengurinn ekki tjáð sig en hann átti sér góðan málsvara í föður sínum sem þótti vænt um hann og bar hann á bænarörmum og þráði það eitt að hann myndi læknast af meinum sínum.
Sighvatur Karlsson
13.10.2019
13.10.2019
Predikun
Hógvært hjarta
„Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. (…) Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti…“ (Lk.14:8,10) Í fljótu bragði hljómar þetta eins og Jesús sé að kenna okkur um hógværð. Hógværð er hversdagsleg dyggð og þykir að nokkru leyti bera vott um kurteisi.
Toshiki Toma
23.9.2018
23.9.2018
Predikun
Dramb er falli næst
Eitt af því mörgu ánægjulega sem fylgir því að vera prestur í Neskirkju er að fá að heimsækja listamenn. Við söfnuðinn starfar öflugt sjónlistaráð og eru sýningar ákveðnar með góðum fyrirvara. Ráðsfólk hefur því tækifæri til að spjalla við þá jafnvel áður en þeir vinna verk sín sem svo verða til sýningar. Sú er og raunin núna með þann viðburð sem nú er í undirbúningi.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.9.2018
23.9.2018
Predikun
Gegn stríði - Ræðan sem ég varð að flytja
Þá er það hin ræðan í anda Erasmusar frá Rotterdam, sem ég varð að flytja. Nú er það bók Erasmusar Gegn stríði sem er andagiftin og uppgjör við siðbót eftir 500 ár. Þessi texti Erasmusar á vel við í dag þegar veröldin stendur frammi fyrir stríðsógn, nú eins og þá. Stríð er fáránleiki og brjálæði. Það veit hvert barn. Lexía dagsins var þessi 17. sd. eftir þrenningarhátíð:
Hættið að gera illt,
lærið að gera gott,
leitið réttarins,
hjálpið hinum kúgaða. (Jesaja 1)
Guðmundur Guðmundsson
8.10.2017
8.10.2017
Predikun
Lífsklukkan
Venjulega eru mörg svið vísindanna talsvert fyrir ofan skilning okkar meðalgreindra en þetta skiptið, þegar ég fékk fregnir af verðlaununum á sviði líffræði og lækninga, sperrti ég skilningarvitin. Viðfangsefnið var svo nærtækt, það var ekkert annað en sjálf lífsklukkan sem hinir verðlaunuðu vísindamanna höfðu rannsakað.
Skúli Sigurður Ólafsson
8.10.2017
8.10.2017
Predikun
Hvernig lítur yfirfljótandi, allt umlykjandi og óendanlega elska út ?
En mundu að elskan til þín er óendanleg, leyfðu þér því að vera eins og barn sem þiggur ást og brauðmola, algerlega komin uppá náð þess sem gefur.
Guðbjörg Jóhannesdóttir
8.10.2017
8.10.2017
Predikun
Ef það er einhver grátandi…
Undirstaðan okkar er sú, eins og sést í smásögunni úr elliheimilinu: ,,Ef það er einhver grátandi, þá huggum við hann.“ ,,Ef einhvern vantar hjálp, þá hjálpum við honum.“
Toshiki Toma
8.10.2017
8.10.2017
Predikun
F�rslur samtals: 54