Trú.is

Ljómi dýrðar Guðs

Kannski getum við lært af vitringunum að fyllast gleði yfir nærveru Guðs, yfir ljóma dýrðar Guðs og ímynd veru Guðs í barninu sem fæddist í Betlehem.
Predikun

Í húsi föðurins - í skugga Drottins

Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Predikun

Leyfum börnunum að vera börn

Sagan um Jesú minnir okkur á að hlusta á börn og heyra hvað þau hafa fram að færa. Nægir aðminnast á sænsku stúlkuna Gretu Tunberg sem hefur hefur vakið heimsathygli vegna baráttu sinnar í garð loftslagsmála í heiminum. En leyfum líka börnunum okkar að vera börn. Mér finnst það skipta miklu máli að ræna ekki frá þeim sakleysinu á æsku og unglingsárum
Predikun

Krullukynslóðin

Sjálfur tilheyri ég þeirri óræðu X kynslóð og svo heyrði ég það nú á dögunum að fólk er farið að tala um krullukynslóðina.
Predikun

Fólk á ferð

Við erum fólk á ferð. Íslenska þjóðin þekkir vel eyðimerkurgöngur þótt eyðimörkin sé annað hvort svartir sandar eða, og ekki síður, líflausar fannbreiður. Forfeður okkar á eilífum hrakningi milli örreytiskota í veikri von um rýmri beit, betri slægjur, veiðivon í vatni. Ferð í leit að fyrirheitnu landi, í von um betri heim.
Predikun

Óskir eftir áramót

Á þessu ári óska ég þér þess að þú knúsir alltof mikið, brosir alltof mikið og elskir þegar þú átt þess kost.
Predikun

Í nafni fjölmenningar?

Okkur kemur það við þegar sagt er „Því miður ekkert pláss“ þegar við vitum að það er pláss. Það er uppbúið rúm. Öll erum við á einhvern hátt flóttamenn sem hæfir sögu. Flóttafólk eigin verka og hugsana og skoðana, hefða og venja.
Predikun

Hreyfiafl trúarinnar

Kristið fólk – og líklega trúað fólk almennt – býr við þau forréttindi að geta túlkað lífshlaup sitt með tungumáli trúar sinnar. Við eigum auðugan menningar- og málheim sem við getum gengið inn í og tileinkað okkur, já samsamað okkur. Þar ber Biblíuna hæst samkvæmt skilningi siðbótakirknanna en líka hefðina sem systurkirkjur okkar sem kenndar eru við austur og vestur nýta sér ríkulega og birtist skýrast í helgihaldinu.
Predikun

Lygi eða sannleikur?

Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga. En er helgisagan lygi eða sannleikur?
Predikun

Það eru ekki alltaf jólin

Það eru ekki alltaf jólin, 
en þegar þau eru, 
þá er gaman, sagði Sigurður Guðmundsson á jólatónleikunum. Það er sannarlega gaman á jólunum en við heyrum líka alvarlegan undirtón.
Predikun

20+C+M+B+11

Börnin sem klæðast litríkum klæðum og búa sig ólíkum sérkennum hinna víðförulu tilbiðjenda í því skyni að gleðja fólk með söng sínum og samskotum til fátækra sameina á fallegan hátt táknin sem í stöfunum felast: Hina andlegu blessun og hjálp í líkamlegum efnum.
Predikun

Skaupið, árið eitt

Hvernig fannst ykkur skaupið? Svona spyrja menn gjarnan á þessum fyrstu dögum ársins. Viðmælendur mínir eru flestir sáttir við skaupið í ár. Sérstaklega finnst fólki lokaatriðið gott þar sem ,,skrúðkrimmarnir“ voru leiddir í fangabúningum út úr hrunadansinum.
Predikun