Trú.is

Mikilvægi þess að heyra

Þennan dag minnumst við þess mikilvæga starfs sem Kristniboðssambandið stendur fyrir ásamt því að ræða mikilvægi þess að eiga saman samveru þar sem við heyrum Guðs heilaga orð. Kirkjusókn hefur rýrnað með árunum í ýmsum prestaköllum og þess vegna er aldrei mikilvægara en nú að nota eyrun sem góður Guð gaf okkur og heyra!
Predikun

"Gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna"

Tímarnir breytast og mennirnir með en gildi fagnaðarerindisins er alltaf hið sama sem og hlutverk kirkjunnar í boðun þess, útbreiðslu og varðveislu. Í ljósi gjörbreyttrar heimsmyndar og samfélagsgerðar hljótum við þó að spyrja okkur hvort ekki þurfi að skilja merkingu orðsins „kristniboð“ víðari skilningi í nútímanum en við gerum alla jafna og hvort kristniboð dagsins í dag þurfi ekki í auknum mæli að beinast að heimaslóð.
Predikun

Kristniboð og mannúð Krists

Ræða flutt á kristniboðsdegi 2017. Hafði ég með í för nokkra muni frá Afríku sem ég sýndi ásamt klæðnaði. Prédikunartexti var út frá Matt 9.35-38: Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann […]
Predikun

Hvað er kristniboð? Hverju breytir kristniboðið?

Kristniboð er meðal annars hjálparstarf. Það er grunntónn í starfinu þar sem öllum er hjálpað og allir fá tækifæri án manngreinarálits. En burðarás kristniboðsins er boðun trúar á Jesú Krist meðal nýrra einstaklinga og samfélaga, þar sem fólk þekkir ekki frelsarann.
Predikun

,,Farið því...," segir hann.

Að kirkjan gleymi ekki þessari köllun og að henni sé sinnt af einlægu hjarta. Hjarta sem Guð faðir, sonur og heilagur andi hefur fengið að snerta og tala til. Hjarta sem Guð fær að knýja áfram til að bera sér vitni í orði og verki á svo margvíslegan hátt í heimi örra breytinga.
Predikun

Að fella múr

Alvöru fólk sem var búið að fá nóg, fólk sem vildi breytingar, fólk sem hafði trú á að það gæti haft áhrif á samfélagið og sitt eigið líf; þetta var fólkið sem lét múrinn falla. Þetta er mikilvægt. Það er mikilvægt að við höfum í huga og rifjum upp hvað trú fólks er mikið afl og hvað mikill kraftur til breytinga býr innra með okkur og á meðal okkar.
Predikun

Undrun og efi

Hversu gaman er það að leyfa sér að fyllast undrun yfir þeirri staðreynd að hér er ljós, land og haf, stjörnur á himni og jörð undir fótum, fólk til að tala við og hugur sem brýtur hlekki tíma og rúms í endalausum hugsunum? Já, hversu gaman að gera furðað sig á því að eitthvað er til frekar en ekki neitt?
Predikun

Myndirnar af Jesú.

Myndin sem hann vill að við förum með heim í dag í hjarta okkar er myndin af honum krossfestum og upprisum þar sem hann segir við okkur: Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum. Og hann bætir við: Sjá ég er með ykkur alla daga.. Á myndinni minni erum við Jesús alltaf saman á ferð. Vonandi er því eins farið hjá þér.
Predikun

Kristniboðsdagurinn

Kristniboðar hafa verið þátttakendur í öflugu starfi sem hefur borið ríkulegan ávöxt. Nálægt 6 milljónir manna eru nú í lútersku kirkjunni, Mekane Yesus. Heilu byggðarlögin hafa umbreyst við að heyra og taka við fagnaðarerindinu um kærleika Guðs í Jesú Kristi.
Predikun

Vatnssósa ást

Framan við kórinn var búið að saga stóran hring í gólfið og koma þar fyrir stórri laug með rennandi vatni. Það var hægt að fara í stóran pott - í kirkju.
Predikun

Elvis og gullkálfurinn

... það kaupir enginn fólk til kirkju, sá er heldur því fram hefur mjög takmarkaða trú á fólki, næstu spurningu væri hægt að svara á ótal vegu, en ég segi að trú hefur snert hverja manneskju með einum eða öðrum hætti, enginn kemst hjá því að velta henni fyrir sér og allar lífssögur miðla einhverri trú, það hefur meira að segja saga Elvis gert.
Predikun

Hann mun minnast veðurbarinna andlita

Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin til Amsterdam í þeim erindum að kynna okkur aðstæður fíkla og vændiskvenna. Gestgjafar okkar meðan á leiðangrinum stóð voru samtökin Street Corner Work sem halda úti margvíslegu félagsstarfi og þjónustu við jaðarhópa í stórborginni.
Predikun