Trú.is

Í veislu

Þau, sem fæturnir tilheyra, skilja ekki hvað er um að vera, en þau finna að þau vilja hvergi annars staðar vera en einmitt í návist hans sem elskar þau og þvær þau og hreinsar.
Predikun

Samstaða, samhugur, kærleikur

Slíkt ofbeldi kemur fram í kerfum af ýmsu tagi, ekki síst fasískum stjórnmálakerfum bæði á vinstri og hægri væng sem stundum smokra sér inn í trúmálakerfi ýmiskonar. Þau kerfi eru því miður heimslæg, virða engin landamæri, sprengja sér leið inn í hversdag saklausra borgara jafnt í hjarta Evrópu sem annars staðar í veröldinni.
Predikun

Konur á Kúbu kalla til bæna

Árið 1998 heimsótti Jóhannes Páll II páfi Kúbu. Hann gerði sér ljósa grein fyrir þeirri kreppu sem kúbanska þjóðin var að ganga í gegn um og lagði áherslu á mikilvægi þess að „Kúba opni sig fyrir heiminum og heimurinn opni sig fyrir Kúbu.“ Þessi staðhæfing varð smám saman að veruleika og í dag nýtur Kúba virðingar og samstöðu flestallra þjóða í heimshlutanum.
Predikun

Í augnhæð

Til þess að mæta fólki í augnhæð þurfum við að vera ekta. Við þurfum að vera grímulaus. Við þurfum að vera við sjálf. Það er erfitt að mæta augnaráði þess sem við vitum að er að segja okkur ósatt, þess sem við finnum að er að gera sér eitthvað upp. Það er líka erfitt að horfa í augun á fólki þegar við segjum ósatt, þegar við erum að gera okkur eitthvað upp.
Predikun

Spakmælar, drónaþjálfarar, bóseindatæknar

Og þessi dagur ykkar, kæru fermingarbörn, verðandi spakmælar, drónaþjálfarar, bóseindatæknar eða hvað þið komið nú til með að fást við í framtíðinni - er í raun óður til þess hvað það er sem að endingu skiptir mestu máli.
Predikun

Spámaðurinn María

Unga stúlkan María frá smábænum Nazaret var kölluð til þjónustu við Guð. Hún var ekki viljalaust verkfæri, hún spurði og hugleiddi og tók ákvörðun.
Predikun

Moldarhyggja og mannhyggja

Auðmýktin, moldarhyggjan eða mannhyggjan, er leiðin okkar að hinu æðsta marki. Þar stendur manneskjan með báða fætur á jörðinni en hugur hennar og andi beinist upp á við. Óður Hrafnkels til varningsins, litríkra slagorða og vörumerkja verður á hinn bóginn að áminningu um fallvaltleikann sem því fylgir að hreykja sér upp en að endingu síga niður í djúpið það sem það mun hvíla um aldur og ævi.
Predikun

Að njóta ástar Guðs

María guðsmóðir var manneskja eins og ég og þú. Engu að síður er hún okkur fyrirmynd. Hún er fyrirmynd í því hvernig hún tekur á móti Orði Guðs inn í líf sitt, opnar líf sitt bókstaflega fyrir veru Guðs. Við, eins og hún, njótum náðar Guðs, erum heil vegna þess að Drottinn er með okkur. Lærum með henni að njóta ástar Guðs, bera Hann næst hjartanu, fæða Hann fram, út til fólks með vitnisburði lífs okkar.
Predikun

Everything that proceeds out of the mouth of the Lord

It makes difference inside of us ourselves to pray for our neighbors. Those that try to love their neighbors, or those that try to exclude their neighbors. Which brings more meaning to our life? The answer is clear.
Predikun

Hungur og handleiðsla

Skortur okkar er svo margvíslegur. Þó við finnum ekki beinlínis til sárrar svengdar nema mjög sjaldan getur okkur verkjað af hungri á ýmsum öðrum sviðum. Kannski erum við einmana. Einmanaleikinn getur verið nístandi sár, jafnvel þótt við búum undir sama þaki og annað fólk. Kannski skortir okkur innri ró, missum svefn, streitan í yfirsveiflu.
Predikun

Bænir á Alþjóðlegum bænadegi kvenna 2016

Við lofum þig, Guð, og færum þér drauma eldri borgaranna, framtíðarsýn unga fólksins og visku barnanna. Hjálpaðu okkur að læra af börnunum að meðtaka hvert annað, án þess að mismuna. Gefðu okkur að vera fólk sem leitar sátta milli þjóðfélagshópa og kynslóða. Fyrirgefðu okkur að við höfum ekki gefið rými fyrir samtal ólíkra hópa, að við höfum hleypt að vantrausti og valdabaráttu. Fyrirgefðu okkur að við höfum horft framhjá ofbeldi gegn konum, börnum, fötluðum og eldri borgurum sem svo víða er að finna.
Predikun

Betri en við höldum - Prédikun um hið illa

Hið illa er allt sem sundrar. Allt sem ýtir undir óttann við það sem er öðruvísi en við sjálf. Hið illa er græðgin og öfundin sem gerir okkur sjálfhverf og tekur frá okkur hæfileikann til að setja okkur í spor annarra og finna til samkenndar.
Predikun