Trú.is

Takk, heilbrigðisstarfsfólk!

Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
Predikun

Snákurinn í grasinu: Hugleiðing um hugrekki

Snákurinn í grasinu situr eftir í huga þeirra sem rýndu í myndina. Þar leyndist jú hættan. Með sama hætti standa ögurstundirnar eftir í minningunni. Þær voru sú prófraun, sem sýndu hvað í okkur býr og mótaði okkur meira en önnur tímabil ævinnar. Og þegar við lítum til baka kann að vera að reyndumst búa yfir meira hugrekki en við gerðum okkur grein fyrir.
Pistill

Eflum tengslin við hvort annað

Mér kemur líka í hug mikilvægt starf ungmennafélaga um allt land sem eru með elstu félögum á landinu. Það þarf að endurvekja þennan ungmennafélags anda sem var mikill drifkraftur hér áður fyrr fyrir lýðheilsu fólks um allt land. Þau voru og eru enn í dag rekin á sjálfboðaliðastarfi eftir því sem ég kemst næst. En fyrst og fremst þurfum við að líta í eigin barm heima fyrir og gefa okkur tíma fyrir hvort annað. Gefa skjánum frí einn dag í viku og efla þess í stað tengslin við hvort annað með ýmsum skemmtilegum og uppbyggilegum og kærleiksríkum hætti þar sem samúð, traust og samvinna er í fyrirrúmi.
Predikun

Máttur þagnarinnar

Við skulum líka temja okkur að þegja stundum, gefa okkur þögninni á vald, utan kirkju sem innan, - og hlusta með mikilli athygli á hljóðin sem okkur berast til eyrna. Við getum t.d. heyrt í trjánum þegar vindurinn hreyfir við greinum þeirra. Fyrr en síðar lærum við líka að hlusta á það sem bærist okkur í brjósti. Þá fara umhverfishljóðin að minnka og hljóma brátt sem blíður blær. Það hægist á andardrætti okkar og púlsinum og við náum virkilega að slaka á og hvíla, - í Guði. Ég er að tala um mikilvægi kyrrðarbænarinnar en margir hafa kynnnt sér hana og iðka hana hér á landi í dag. Ég held að Jesús hafi í þessu tilviki ekki beðið upphátt heldur í hljóði þar sem hann lagði tengdamóður Símonar í hendur Guðs sem læknaði hana umsvifalaust. Og lófi Guðs er nægilega stór til að við getum þar öll notið hvíldar og næringar. Þar getur hróp okkar verið þögult, hann heyrir það samt eins og segir í sálminum góða.
Predikun

Bróðir vinnur bróður og vinur vinnur vin

Hin fyrsta kristni vex á þann hátt að bróðir vinnur bróður og vinur vinnur vin.
Predikun

Vondir vínyrkjar

Af hverju var Jesús að segja þessi dæmisögu? Hann vildi sýna hvernig Ísrael, þjóð sem Guð hafði útvalið til að vera lýður sinn, hafnaði Syni Guðs. Jesús sá þannig fram í tímann og vissi hvað fyrir sig myndi koma. Hann vissi að hann yrði krossfestur fyrir það eitt að vera sonur landeigandans, Guðs. Þar lét hann lífið svo að við mættum lifa fyrir hann frá einni kynslóð til annarrar. Þar úthellti hann blóði sínu í þágu okkar allra sem lútum honum í dag með bæn og beiðni og þakkargjörð. Fyrir hann njótum við frelsis sem elskuð börn Guðs til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu.
Predikun

Rótin sem við tilheyrum

Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Predikun

Grænt, grænt

Og ekki er allt gott sem grær. Mér verður oft hugsað til þeirra ára þegar tóbakið var hér allt um kring, reykjamökkur mætti manni á ólíklegustu stöðum og þótti eðlilegt. Skelfilegir sjúkdómar plöguðu fólk sem ýmist reykti eða var í slíku umhverfi. Nú horfir vissulega til betri vegar í þeim efnum og miklu færri er ánetjaðir þeirri skaðlegu afurð.
Predikun

Kynjajöfnuður í kirkjunni

Kirkja sem aðeins viðurkennir karla sem presta er fátæk kirkja. Leiðtogar slíkrar kirkju hafa lítinn skilning á reynsluheimi helmings samfélagsins. Því er íslenska þjóðkirkjan stærri, opnari og betri staður í dag vegna þeirra kvenna sem ruddu brautina og hafa undanfarna hálfa öld gert kirkjuna ríkari með reynslu sinni, boðun og starfi.
Pistill

Biblíusýning í Seltjarnarneskirkju í tilefni 50 ára afmælis sóknarinnar

Það er okkur sómi að kirkjan skuli vilja sýna þetta safn af Biblíum í tilefni af afmælinu.
Pistill

Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir

Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Predikun

Þegar hauströkkrið hellist yfir

"Hafið þið einhverntímann velt því fyrir ykkur hvernig þið eruð á svipin þegar þið eruð að skoða eitthvað í símanum ykkar eða dagblaðinu? Flest erum við sennilega frekar ómeðvituð um svipbrigði okkar á þeirri stundu – enda er einbeiting okkar þá á öðru. Það hefur hins vegar verið rannsakað að svipbrigði okkar geta haft mikil áhrif á okkar innri líðan. Ef við ákveðum að vera glaðleg á svipinn og lyftum munnvikjunum örlítið upp, í stað þess að leyfa þeim að síga niður, þá plötum við heilann víst og hann heldur að við séum glöð og í góðu skapi. Og um leið og við lyftum munnvikjunum örlítið erum við einnig að miðla gleðinni, ljósinu og voninni og þannig erum við líka betur í stakk búin til að mæta því óvænta af öryggi."
Predikun