Trú.is

Meistaratök

Undantekningarnar eru einstaklingarnir sem fóru sínar leiðir og mótuðu með sér opinn og skapandi huga sem ruddi þeim brautina til þess að ná meistaratökum í lífinu. Jafnvel gerðist það á einhverju tilteknu andartaki þar sem lífið hnippti í þá og opnaði augu þeirra fyrir því hversu einstakir þeir eru. Um það fjallar köllunarfrásögnin sem við hlýddum hér á, þar sem hin ungi Jeremía var hrifinn í burtu fyrir hversdeginum og ætlað æðra hlutverk.
Predikun

Eining og samhugur

Að játa trú á þríeinan Guð, föður, son og heilagan anda, svo sem sameiginlegar trúarjátningar kristinnar kirkju lýsa, er slíkt grundvallaratriði að félag fólks getur ekki kallast kirkja ef það er tekið í burtu.
Predikun

Þið fáið þetta bara í hnakkann, strákar

Það er einmitt það sem Jesús segir hér við viðmælendur sína og lærisveina, með orðum gamla þjálfara míns: „Þið fáið það bara í hnakkann, strákar, ef þið eruð dómhörð í annarra garð.“
Predikun

Að finna til með ókunnugum

Þekktur íþróttamaður fellur frá í blóma lífsins. Uppi á Íslandi ræða feðgar örlög hans og finna til með fólkinu hans. Þó hafa þeir aldrei átt við hann önnur samskipti en að fylgjast með honum leika listir sínar á skjánum. Er það kjánalegt? Nei tilfinningar eru það sjaldan. Textar dagsins hampa samlíðuninni og skora jafnframt á hólm hið rökrétta, viðbúna og skilvirka. Þeir minna okkur á að sýna tilfinningar okkar, jafnt sorg sem gleði. Þar blundar jú neistinn í hjörtum okkar og upp úr þeim jarðvegi vex svo trúin.
Predikun

Alveg ókeypis alheimstungumál!

Miðaldra fólk allra tíma hefur alltaf haft áhyggjur af málfari næstu kynslóða. Samt tölum við enn þetta tungumál sem tengir okkur saman og mótar okkur hvar sem við erum og hvert sem við förum. Við skulum hjálpast að við að miðla fjölbreyttum orðaforða til nýrra íbúa og nýrra kynslóða, gefa af okkur í samskiptum við öll þau sem á vegi okkar verða og muna að brosið er alveg ókeypis alheimstungumál.
Pistill

Veldu lífið

Mikilvægasta spurningin er alltaf þessi. Erum við að velja lífið með þeim lögum sem við setjum okkur; þeim ramma sem bæði verndar okkur og hemur. Velja lífið með því að sýna okkur mennsk með hjarta af holdi en ekki steinhjarta.
Predikun

Ert þú bænasvar?

Því við erum öll samtengd – og oftar en ekki erum við bænasvar Guðs inn í aðstæður annarra. Hversu oft hef ég ekki misst af því að gera öðrum gott, eitthvað sem ég hefði haft tök á að gera, en skorti hugrekki eða hugmyndaflug eða tíma? Við þörfnumst hvers annars. Við getum verið samferðafólki okkar bænasvar Guðs.
Predikun

Ljósastikan

Við getum lagt okkur fram um að auka á ljósmagnið með bænum okkar, til að myrkrið hopi
Pistill

Heimur skorts eða gnægða

Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa.
Pistill

Fjársjóðir á himni

Í þessari hugvekju sem er flutt til ungmenna á fermingardegi þeirra er rætt um viskuna og ráðleggingum Salómons í Orðskviðunum miðlað. Þá er guðspjallið tengt við Óðinn til kærleikans í Fyrra Korintubréfi í því samhengi að svara spurningunni um það hvað það sé, sem er varanlegt og hvernig hægt sé að safna fjársjóðum á himni.
Predikun

Sumarbarnið

Við greinum þetta í margvíslegri mynd í umræðu daganna sem virðist ætla að verða æ hörkulegri eftir því sem fram líða stundir. Á Austurvelli mætti fólk með blaktandi fána og hatrammar yfirlýsingar gegn aðkomufólki sem hingað leitar að skjóli og nýjum tækifærum. Krossinn á þjóðfánanum fellur illa að þeirri afstöðu. Hann er þvert á móti yfirlýsing um sigur hins hrjáða og hrakta og vonina. Hann er yfirlýsing um máttinn sem birtist okkur í umhyggjusömu fólki og gestrisnu.
Predikun

Diversity and the God of Trinity/Fjölbreytni og Guð Þrenningarinnar

We are different. That is diversity. So, we have to be very aware of this. Since each of us is accepted as we are in the church, it means everyone else should be accepted in the same way—just as they are. / Við erum ólík. Það er fjölbreytni. Svo, við verðum að vera mjög meðvituð um þetta. Þar sem hvert okkar er samþykkt eins og við erum í kirkjunni, þýðir það að allir aðrir eiga að vera samþykktir á sama hátt – nákvæmlega eins og þeir eru.
Predikun