Trú.is

Eplatré í dag, heimsendir á morgun.

Nýtt kirkjuár heilsar með aðventunni. Það byrjar með þessu sterka guðspjalli um innreið Jesú í Jerúsalem. Sjá konungur þinn kemur til þín, er yfirskrift aðventunnar.
Predikun

Hjálp til sjálfshjálpar

Í ár fagnar Hjálparstarf kirkjunnar 50 ára afmæli sínu en þann 9. janúar 1970 ákvað kirkjuráð að formfesta hjálparstarf á vegum þjóðkirkjunnar.
Predikun

Sól eg sá

Allt þetta myndmál, um sólina, morgunstjörnuna og ljósið, talar til okkar hér norður á Íslandi á þessum árstíma. Í dag eru jú vetrarsólhvörf og dagsbirtan ósköp lítil. Einmitt þá er svo stórkostlegt að sækja sér styrk í birtu trúarinnar, og sjá fyrir sér hvernig Guð vill koma eins og skínandi sól til okkar í Jesú Kristi.
Predikun

Jólin eru að koma

Senn fögnum við jólum enn og aftur. Við erum jólabörn leynt og ljóst. Við berum þann neista í okkar sem jólalögin og skreytingarnar á aðventu hjálpa okkur að viðhalda. Á okkar fyrstu andartökum líktumst við Jesúbarninu mest. Saklaus og ómálga börn. En síðan hefur ýmislegt gerst. Heimurinn hefur leitt okkur áfram á sínum brautum. Hjörtun hafa harðnað og hugurinn með. Oft verðum við einmana á lífsgöngunni og sjáum ekki að Jesús er þar líka og vill ganga með okkur. Það þarf að opna augu okkar svo við sjáum hann. Opna eyrun líka svo við heyrum boðskap hans. Boðskap sem við höfum heyrt en gleymt.
Pistill

Hugvekja á aðventukvöldi í Seyðisfjarðarkirkju

Ég var beðin um að deila með ykkur í kvöld svolitlu um þær jólahefðir sem ég ólst upp við í Miami. Það eru margar hefðir en ein er mér sérstaklega minnistæð og er mér mjög kær. Það er gjöfin að gefa.
Pistill

Dagurinn í dag er margfaldur minningar- og gleðidagur.

Það er 1. desember, fullveldisdagurinn. Nýtt kirkjuár er hafið með þessum fyrsta sunnudegi í aðventu.
Predikun

“En það bar til um þessar mundir” - Vangaveltur um jólaguðspjöllin og hinn sögulega sannleika

Líklegast fæddist Jesús í Nasaret. Pabbi hans hét kannski Jósef. Kannski er nafn Jósefs búið til síðar vegna táknrænnar merkingar þess. Móðir Jesú hét María – eða Mirijam – líklega fæddist Jesús árið 6 – 4 fyrir Krist. Að vori. Alla vega örugglega ekki 25. desember.
Pistill

Tími sannleikans

Foreldrar litla barnsins í jötunni veittu því þá vernd og það öryggi sem það þurfti til að fá að dafna og þroskast. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að slá skjaldborg um þær konur sem hafa ákveðið að segja sannleikann.
Pistill

Að hrifsa eða deila

Mikill munur er á því að hrifsa og að deila. Sá sem hrifsar sækist eftir meiri völdum og völd eru takmörkuð auðlind. Sá sem gefur með sér leitast við að þjóna og þjónustunni eru engin takmörk sett.
Predikun

Immanúel nærri

Þetta er falleg ósk og bæn um að allt hið góða sé nærri, bæði undir og yfir og allt um kring sé andinn Guðs elskandi nærri.
Pistill

Þetta snýst ekki um okkur: Aðventuhugleiðing

Það er eins og við séum búin að finna þar ákveðna miðju. Hún er þó ekki borin fram af þunga auðs og valda heldur þvert á móti í öllu látleysi fátækrar fjölskyldu sem varð vitni að viðburði sem er í senn ofur hversdagslegur og risastórt kraftaverk. Allir hafa jú einhvern tímann fæðst en um leið er fæðing barns á einhvern hátt stórbrotin og engu öðru lík.
Pistill