Trú.is

2022

Þá var það kannski einhver stærri kraftur, sem var þar með okkur í verki.
Predikun

Nýárspredikun í Dómkirkjunni

Nýja árið, árið 2022 heilsar okkur á áttunda degi jóla. Birtan frá ljósi jólanna lýsir enn og daginn er tekið að lengja þar sem vetrarsólhvörf urðu fyrir um 10 dögum þegar sólin var lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur.
Predikun

Dýrmætustu frásögurnar

Að segja frá, segja sögur, það er eitt af því sem við gerum og markmið okkar er kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða.
Predikun

Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.

Ef frumtexti guðspjallsins er brotinn til mergjar og við hættum að líta á englakórinn sem klappstýrur Guðs en rifjum upp, að hlutverk englanna er að bera okkur skilaboð frá Drottni; þá kemur aðeins annar vinkill á boðskap þeirra: sem er: Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.
Predikun

Umbúðir og innihald

Við leggjum það vissulega á okkur að pakka þessum gjöfum inn, alveg eins og kirkjan umvefur trúna orðræðu og hefðum. Að endingu er það þó innihaldið sem skiptir máli. Það er þetta sem guðspjallamennirnir túlka með sterkustu táknum sem við mennirnir þekkjum – hvítvoðungnum og ljósinu.
Predikun

Gleði er ekkert gamanmál

Gleðin kemur ekki eftir pöntun. Við vitum, að til þess að geta brosað þarf ákveðið hugarþel ef brosið á að vera ekta og það sem að baki því býr. Þórarinn Eldjárn, sem þykir flestum öðrum skáldum fyndari, sagði eitt sinn: „grín er ekkert gamanmál“. Við getum sagt það sama um gleðina. Ef hún er einlæg þá er hún þarf hún að byggja á einhverju traustu og öruggu rétt eins og allt það annað sem einhvers virði er í okkar lífi. Yfirborðslegt bros er ekki gleði og jól sem hvíla á slíku eru ekki gleðileg.
Predikun

Prédikun flutt á jóladag 2021 í RUV2 og Rás 1

Þegar ég var barn var stríð í Víetman. Yfir hádegismatnum var hlustað á fréttirnar í ríkisútvarpinu og daglega voru fluttar fréttir af stríðinu. Mér er sérstaklega minnisstætt að á jóladag var sérstaklega tekið fram að hlé hefði verið gert á stríðsátökunum. Þessi eini dagur var svo heilagur að vopnin voru lögð niður.
Predikun

Prédikun flutt í sjónvarpi á aðfangadagskvöld 2021

Hið heilaga kvöld, aðfangadagskvöld jóla árið 2021 er upp runnið. Fjölskyldur hafa komið saman og hin fullorðnu leggja sig fram um að skapa góðar minningar fyrir börnin.
Predikun

"Vil ég mitt hjartað vaggan sé"

Fylgjendur Jesú trúðu því að hann væri sá Kristur sem ritning Gyðinga boðaði. Guðspjallamennirnir Matteus og Lúkas tjáðu þennan skilning með fæðingarguðspjöllum sínum sem settu nýfætt Jesúbarnið fram sem andstæðu Ágústínusar keisara og Heródesar konungs. Í ofurviðkvæmum hvítvoðungnum birtist hið sanna eðli guðlegs valds – valds sem ríkir ekki með valdboði heldur með því að höfða til þess besta í hjarta hvers manns.
Predikun

Ein stór fjölskylda

Hvað er það dýrmætasta sem við eigum?Svarið er: fjölskyldan. Það er alltaf fjölskyldan… Okkar nánustu… þegar við segjum ,,nánustu” þá erum við ekki að tala um mikinn fjölda… því við hugsum í smáum einingum… EN Guð hugsar STÓRT… Hann lítur á okkur öll sem eina stóra fjölskyldu, við erum börn Guðs og hann vill eiga okkur öll, vill ekki að neinn úr hópnum glatist…
Predikun

Hið sanna ljós

Ljós og myrkur, svart og hvítt eru andstæður sem við notum gjarnan þegar við berum saman gjörólíkt ástand eða hluti. Jesús er hið SANNA ljós… Það skína sem sagt fleiri ljós EN þau eru ekki sönn og elti maður þau getur maður gengið í áttina að myrkrinu… Hið sanna ljós á að upplýsa heiminn… upplýsa hvern mann um Guð og hvernig Jesús frelsar okkur.
Predikun

Jólin marka nýtt upphaf

Á erfiðum tímum er gott að hafa Guð í hjarta sér. Gott að geta átt samverustund með honum, geta beðið til hans, létt af sér áhyggjum og meðtekið hugarró. Guð vill ganga með okkur daglega eins og hann gekk með Adam og Evu í aldingarðinum.
Predikun