Trú.is

Æðruleysi og von á erfiðum tímum

Nú skiptir öllu að við höfum úthald og þrek til að bíða. Enn mikilvægara er að gleyma því ekki að heilsa okkar allra er jafn dýrmæt. Það getur enginn einn, eða hópar fólks leyft sér að ganga á rétt okkar hinna til að halda heilsu. Þess vegna þurfum við öll að gæta að eigin smitvörnum, fylgja nákvæmlega öllum reglum sem „þríeykið“ setur okkur, því þau eru sérmenntuð á þessu sviði.
Pistill

Mynd úr starfi sjúkrahúsprests

Í þessari hugvekju ætla ég að varpa fram myndum úr starfi mínu sem sjúkrahúsprestur við Landspítalann. Þessar myndir eru að vissu leiti steyptar saman úr mörgum minningarbrotum. Engin nöfn en minningar sem því miður allt of margir geta tengt við í dag. Allt sem sjúkrahúsprestur heyrir og sér er bundið trúnaði.
Pistill

Vopnahús

Vopnahúsin geyma minningar um tíma sem við vildum ekki lifa að nýju.
Predikun

Ríkidæmi mýktar

Auðmjúk manneskja er eins og frjósöm moldin - það fer vissulega ekki mikið fyrir henni en upp úr henni vex gróskan í ótal litbrigðum.
Predikun

Heilinn og moldin

Heilinn og moldin eru því viðfangsefni dagsins. Hvort tveggja virðist vera svo einstakt að engin dæmi þekkjum við um neitt viðlíka í víðáttum himingeimsins. Og þó er það svo viðkvæmt.
Predikun

Vatnið og tuttugasta og þyrsta öldin

Allt líf þarfnast vatns og við þurfum að gæta þess. Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Hljóðskrá er einnig á https://www.hallgrimskirkja.is/2020/09/16/vatnid-og-tuttugasta-og-thyrsta-oldin/
Pistill

Af hverju vildu Íslendingar Vídalínspostillu en ekki Gíslapostillu?

Segja má að Gísla­post­illa hafi gleymst í kjöl­far þess að post­illa Jóns Vídalíns kom út. Spyrja má hvers vegna sú varð raun­in.
Pistill

Guðfræði skiptir máli

Sumir fræðimenn tala um Bolsonaro sem einn hættulegasta mann jarðar, svo hart gengur hann fram gegn regnskóginum.
Pistill

Jón Vídalín +300

Vídalínspostilla er höfuðrit íslenskrar kristni síðari alda við hlið Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Passíusálmarnir eru enn lesnir og reglulega endurútgefnir. Vídalínspostilla var mikið lesin í nær tvær aldir. En postillan hefur í seinni tíð ekki notið sömu vinsælda og áður. Er Vídalínspostilla aðeins vitnisburður um liðinn tíma eða hefur hún enn eitthvað gildi? Þó viðmið fólks hafi breyst og málfar okkar sé annað er bókin klassík. Þrjú hundruð ár eru liðin frá dauða Jóns Vídalíns sem samdi postilluna. Hann lést 30. ágúst árið 1720. Æfi Jóns Vídalíns var litrík. Þegar hann lauk námi frá Skálholtsskóla var um hann sagt að hann væri borinn til stórvirkja. Jón var stefnufastur maður mikilla hæfileika og varð einn mesti ræðusnillingur Íslendinga. Hann fæddist á Görðum á Álftanesi, naut góðrar bernsku en missti föður sinn aðeins ellefu ára. Þá tóku við þeytings- og mótunarár. Hann var sendur víða, austur á Fáskrúðsfjörð, undir Eyjafjöll, að Þingvöllum, vestur í Selárdal og út í Vestannaeyjar. Jón mannaðist og menntaðist og fór til náms í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa flækst í hermennsku kom hann út til Íslands til prestsþjónustu og varð einn yngsti biskup Íslendinga. Postilluna gaf hann út og af miklum metnaði á árunum 1718-20. Ræðustef postillunnar tengjast reynslu höfundarins. Sjúkdómar herjuðu á landsmennn og stjórnvöld brugðust í mörgu. Jón sá á eftir báðum börnum sínum í dauðann. Vídalínspostilla speglar lífsreynslu hans, háska fólks og þjóðaraðstæður en líka þroskaðan mann sem hafði unnið heimavinnuna sína. Og hvert er svo gildi Vídalínspostillu? Málfar hennar er safaríkt og inntakið lífshvetjandi. Jón Vídalín hafði gaman af stóryrðum og yddaði til að ná eyrum fólks. Orðfæri postillunnar hafði áhrif á málnotkun tilheyrenda og lifði meðal þjóðarinnar. Ræðurnar eru kraftmiklar, snjallar, vekjandi og skemmtilegar aflestar. Postillan gefur góða innsýn í hvernig klassísk fræði, guðfræði og heimspeki voru nýtt til fræðslu og mannræktar. Hún var því fræðandi og menntandi. Jón Vídalín talaði ákveðið inn í aðstæður samtíðar sinnar. Hann lifði á upphafstíð einfaldskonungs og notaði konungshugmyndir til að túlka eðli og eigindir Guðs, heims og manna. Í postillunni er skýr siðfræði og hvernig siðferði menn eigi að temja sér. Jón Vídalín dró ekki af sér þegar hann benti á ábyrgð fólks gagnvart öðrum og samfélagi manna. Í postillunni er djúp samfélagsspeki, gagnrýni á vond stjórnvöld og Jesústefna um vernd hinna máttlitlu. Í prédikunum er talað með visku um lífshugmyndir manna. Jón Vídalín skipaði ekki fólki fyrir um trú þess eða afstöðu en hvatti til skynsamlegrar og einlægrar skoðunar fólks á stóru og smáu málunum. Postillan var hvetjandi og eflandi fremur en letjandi eða slævandi. Mannlýsingar Jóns Vídalíns eru litríkar og áhugaverðar. Jón Vídalín lýsti mönnum sjálfselskunnar með sjokkerandi nákvæmni. Hann hafði mikil áhrif á hvernig fólk hugsaði um sjálft sig og varnaði markalausri einstaklingshyggju. Gildi Vídalínspostillu? Klassísk verk hafa að geyma plús eða merkingarbónus sem er óháður tíma. Vídalínspostilla varpar upp möguleikum á góðu mannlífi og heilbrigðum sjálfsskilningi sem kallar einstaklinga og samfélag til ábyrgðar. Jón Vídalín lagði siðfræðilegan grunn að samúðarþjóðfélagi okkar Íslendinga. Lof sé honum og lesum postilluna.
Pistill

Hvatningarorð heilags anda

Ég trúi því að nærvera andans í okkar lífum geti verið allt að áþreifanleg og geti birst okkur ljóslifandi þegar við leitum hennar. Og ég trúi því að ef við á annað borð opnum fyrir möguleikann á að heilagur andi sé okkur nálægur og gangi lífsgönguna við hlið okkar að þá getum við eins gert ráð fyrir að þessi sami æðri kraftur muni hafi jákvæð áhrif á okkur, að hann veiti okkur eitthvað sem við gátum ekki skapað sjálf - að hann geri okkur auðmjúkari, þakklátari, nægjusamari og hógværari. Og að þessi náðargjöf sé okkur afhent án allra kvaða.
Predikun

Verum árvökul

Ef til vill finnum við tilfinningar sem hafa tekið sér bústað í hálsinum, brjóstinu, maganum. Það kann að vera kvíði, sorg eða eftirvænting. Við bara finnum þær og leyfum þeim að vera. Við það að sýna tilfinningum okkar athygli og leyfa því að vera sem er dregur oft úr spennunni innra með okkur.
Pistill

Finnum gleðina flæða

Og svo tökum við á móti þessu augnabliki núna, þessum andardrætti sem er lífið sjálf og finnum gleðina flæða fram því við erum hér með Guði og hvert öðru, alls ekkert týnd heldur hólpin í trausti til elsku Guðs sem vakir yfir okkur og verndar.
Predikun