Trú.is

Á hverjum degi

Er erfitt að fá kærleika eða að sýna kærleika? Er erfitt að fá frið, frið við sjálfan sig og annað fólk? Frið á milli þjóða? Er stundum erfitt að fá ljós til að sjá? Ljós til að stíga áfram lífsveginn eða er ljósð lítið og myrkrið að reyna að taka yfir? Er erfitt eða auðvelt að lifa í sátt? Sátt við sjálfan sig eða aðra? Sátt við Guð?
Predikun

Gefur grið ei nein

Sú afstaða sem Fjallaskáldið eignar þorranum er kannske þegar betur er að gáð, aðeins útlegging á því ískalda og miskunnarlausa hugarfari sem mennirnir geta borið hver til annars. Boðskapurinn minnir á þá hugmynd sem þá hafði nýverið rutt sér til rúms að veröldin sé guðlaus og miskunnarlaus – hinir hæfustu lifi af.
Predikun

Líkþrár maður og sveinn hundraðshöfðingjans

Jesús er ekki hræddur við að horfast í augu við okkur í því erfiða og skammarlega. Hann er ekki hræddur við að koma nálægt þeim hliðum okkar sem láta okkur halda að við séum ekki þess virði að koma nálægt. Sé skömm eitthvað óhreint þá vill hann gera okkur „hrein“ og losa okkur frá skömminni og því sem hún brýtur niður.
Predikun

Trúin í boltanum og trúin á boltann

Fótboltinn birtist okkur nú sem vettvangur trúarlegs atferlis í almannarými. Í ljósi þess hversu margir fylgjast með, er óhætt að segja að óvíða veki bænir, signingar og önnur tjáning jafn mikla athygli og á fótboltavellinum.
Pistill

Brúðkaupið í Kana

Sagan um brúðkaupið í Kana er í raun vonar boðskapur sem bendir fram til upprisu Jesú og þess sem síðar kemur. Jesús kom með vatn og breytti því í vín en sá atburður felur í sér mikið meira en einföld umskipti á vökvum. Atburðurinn er tákn sem vísar á krossinn og upprisuna og þá náð sem Guð veitir okkur af ríkulega á hverjum nýjum degi.
Predikun

Áföllin sem koma

Margir keppast við að þjálfa líkama sinn með útivist eða í líkamsræktarstöðvum. Of margir huga ekki að andlegu heilsunni. Áfallahjálp er nokkuð sem margir þurfa og ýmsir geta veitt. Að geta talað um áföll og hafa einhvern til að hlusta er mikilvægt. Í öllum kirkjum landsins eru starfsmenn sem vilja hlusta og veita hjálp. Það ætti að vera eins sjálfsagt að vinna úr áföllum sínum með góðri hjálp eins og að mæta til einkaþjálfarans til að byggja upp líkama sinn. Geðlæknar og sálfræðingar hjálpa, áfallateymi Rauða krossins og sjúkrahúsa líka. En svo má einfaldlega koma við hjá prestinum í kirkjunni þinni, það gæti verið gott fyrsta skref.
Pistill

Hugvekja: María móðir Drottins í upphafi bænaviku

Fyrirbænaþjónusta kirkjunnar er þannig undir krossinum með Maríu í raunveruleika samtímans. Vil ég hvetja alla sem tækifæri hafa að fylgjast með átta daga bænunum. Það eru ritningarlestrar, íhugun og bæn fyrir þessa daga sem bænavikan stendur, gefa Guði tíma að morgni eða um miðjan dag eða að kvöldi til að biðja fyrir þeim bænaefnum sem þar eru og því sem andinn minnir okkur á. Áttadaga bænirnar má finna á facebook síðunni: Bænavika 18-25 janúar.
Pistill

Huggarinn

„Þess vegna mæli ég hiklaust með því að fólk nýti sér sálgæsluþjónustu kirkjunnar því þó þú hafir þá skoðun að reynsla þín af lífinu sé eitthvað sem þú getir bara haft fyrir þig og komi ekki öðrum við þá er ekkert víst að þú sért að gera sjálfum þér gagn með því."
Pistill

Síðustu jól

Síðustu jól gætu reynst söguleg í þeim skilningi einnig. Mögulega rifjum við þau upp síðar með svipuðu hugarfari og við gerðum um svörtu jólin á sínum tíma – sem endi á tilteknu skeiði.
Predikun

Krullukynslóðin

Sjálfur tilheyri ég þeirri óræðu X kynslóð og svo heyrði ég það nú á dögunum að fólk er farið að tala um krullukynslóðina.
Predikun

Stela framtíðinni

Er framtíðarkvíðinn tákn um að framtíðin er að læsast? Er tíminn opinn eða klemmdur? Hvað um Guð?
Predikun

Guði falin

Auðvitað viljum við vanda okkur í lífinu, gera okkar besta, veita öðrum gleði og elskusemi og sinna því vel sem okkur er trúað fyrir. Það er gott og rétt. En stundum þrýtur okkur örendið, við leggjum of hart að okkur og finnst ekkert nógu gott.
Predikun