Trú.is

Ég er vön að baka fyrir jólin

Nú fékk söfnuðurinn að vita ástæðuna fyrir atferli sínu gagnvart veggnum. Táknið var þarna en tilvist þess og meining hafði gleymst. Fram að þessu vissi enginn um söguna á bak við þetta tákn og enginn hafði getað sagt sögu þess.
Pistill

Um mannlega skynsemi – hugsað upphátt

Þegar vísindum er teflt gegn trú og trú gegn vísindum verður slík deila fljótt ófrjó sökum þess hve vísindi eru afmarkað svið en trú snertir nær allt sem nöfnum má nefna í mannlegri reynslu. Slík umræða verður lík því er tveir menn tala saman og annar talar ekki um neitt nema bíla, en hinn talar um reynslu sína af dvöl í framandi landi.
Pistill

Umburðarlyndið

Á unglingsárum mínum stundaði ég nám í enskuskóla í Englandi. Ég bjó hjá fjölskyldu sem hýsti nokkra nemendur skólans. Þar var múslimi sem tók fram bænateppið sitt fimm sinnum á dag og baðst fyrir með því að snúa sér í átt til Mekka.
Pistill

Gistihús umburðarlyndisins

Fram til þessa hefur jólahald í skólunum verið á sömu nótum og í samfélaginu, blanda af trúarlegum og veraldlegum siðum. Nú á að úthýsa því trúarlega í nafni mannréttinda og umburðarlyndis. Litlu jólin eiga að vera trúlaus. Þar er eigi rúm fyrir Jesúbarnið. Áróður getur líka falist í þöggun.
Pistill

Réttið úr ykkur og berið höfuðið hátt

Við, kristið fólk, eigum sannarlega ekki að biðjast afsökunar á sjálfum okkur eða samtökum okkar, sem í þessu tilviki heitir Þjóðkirkja Íslands. Við eigum að sýna það í orði og verki að við erum stolt af því að vera kristin og styðja kirkjuna okkar. Tölum vel hvert um annað og sýnum samstöðu – án þess þó að falla í þá gryfju að rægja þá sem eru á móti okkur.
Predikun

Sterkasta táknið

Áhrif trúar á siðferðisvitundina getur verið afar sterk og hvetur okkur til að ástunda kærleikans verk. Það kemur hvað skýrast fram nú á aðventu þar sem hugur þjóðarinnar er bundinn við jólin og þann boðskap sem Kristur kenndi og stendur fyrir.
Predikun

Eftir hverju bíður þú?

Þegar máttur manneskjunnar þrýtur tekur fátt annað en trúin við, trúin á það að bjarminn standi eftir, þegar upp er staðið, og þegar búið er að takast á við hræringar og skugga lífs, það er vonin.
Predikun

Myndir á aðventu

Fyrst orð um hryllinginn og svo orð um hvað er til lausnar. Það eru engin billeg svör í alþjóðamálum og lífið er flókið og stundum sorglegt. Aðventa er vonartíð og þá er okkur sagt að þvert á vonsku vilji Guð hið góða.
Predikun

Heilbrigð eða óheilbrigð trú

Það er augljóst að minni hyggju að valið snýst ekki um trú eða trúleysi heldur um heilbrigða og óheilbrigða trú. Manneskjan er haldin ólæknandi trúhneigð. Hún brýst bara fram með ýmsum hætti og formerkjum.
Predikun

„. . . hef ég til þess rökin tvenn“

Jónas Hallgrímsson var e.t.v. ekki trúarskáld en hann var trúað skáld og gat túlkað og tjáð kristna hugsun á djúpstæðan hátt. Náttúran og umhverfi okkar er tákn um Guð sem öllu stýrir. Það sögðu rök skynseminnar Jónasi Hallgrímssyni.
Pistill

Aðventan, jólin og sorgin

Aðventa, jól og áramót eru oft lang erfiðasta tímabil ársins fyrir syrgjendur. Í hugum margra eru jólin og áramótin hátíð fjölskyldunnar og gleðilegra samverustunda hennar. Á aðventunni kann að vera að syrgjendur langi helst að hátíðunum ljúki sem fyrst og desember hreinlega hverfi úr almanakinu.
Pistill

Listin, trúfrelsið og fjölmenningin

Hafir þú ekki kynnst kristinni trú eða islam, - hér mætti raunar nefna hvaða sið sem væri, það sem þú þekkir ekki, það veistu næsta fátt um og þá er giska auðvelt að læða inn alls kyns fyrirframhugmyndum. Vantrú og vanþekking er algengasta rót allra fordóma.
Predikun