Trú.is

Áhyggjur og umhyggja

Hversu oft stöndum við okkur að því mannanna börn að hafa áhyggjur. Langflestar þeirra eru óþarfar. Jesús talar líka um áhyggjurnar eins og allt annað er viðkemur okkur mannfólkinu og bendir okkur á fugla himinsins sem engar áhyggjur hafa af fæðuöflun sinni og á liljur vallarins sem engar áhyggjur hafa vaxtarmöguleikum sínum.
Predikun

Áhyggjurnar, móðurástin og gleymskan

„Mamma, þú verður að lofa að gleyma ekki að koma að sækja mig“ segir sjö ára sonur minn við mig á hverjum einasta morgni þegar ég kveð hann við dyrnar að skólastofunni hans.
Predikun

Friður í hjartastað

Náð og friður margfaldist með yður, segir Pétur postuli Jesú Krists í inngangsorðum að fyrra bréfi sínu en það var ritað fyrir nærri tvöþúsund árum. Náð og friður.
Predikun

Gefðu Guði pláss í hjarta þínu

Hver vill fylla hjarta sitt af kvíða og áhyggjum? Vilt þú það? Sækist þú sérstaklega eftir því? Nei, örugglega ekki. En vð vitum það að kvíðinn og áhyggjurnar læðast stundum að okkur, koma aftan að okkur er eru bara allt í einu sest að í hjarta okkar. Og það er vegna þess að við höfum skilið eftir laust pláss fyrir svoleiðis. Ef við gefum Guði pláss í hjarta okkar verður ekkert pláss fyrir kvíða og áhyggjur. Fyrir græðgi og öfund.
Predikun

Svo er Guði fyrir að þakka

Guðspjall dagsins í dag fjallar um þakklæti, gleði, trú og traust og lofgjörð. Kunnugleg hugtök sem tengjast tilefninu þegar 25 ára afmælis safnaðarins hér í Grafarvogi er fagnað. Til hamingju með árin 25 og allt það er gerst hefur og framkvæmt hefur verið á þessum aldarfjórðungi.
Predikun

Vestmannsvatn í fimmtíu ár

Þegar kirkjufólk á Norðurlandi réðst í að koma upp aðstöðunni hér til starfs á meðal barna og unglinga var það framtak birtingarmynd þess, að þetta sama kirkjufólk kynni að meta æsku landsins og gerði sér grein fyrir mikilvægi hennar.
Predikun

Textar í þjónustu lífsins

Það er sem Jesús hafi lokið upp fyrir honum að sú túlkun á grundvallartextum samfélagsins sem kom fram í bón og ákalli þeirra, sé ekki tímabundinn veruleiki, heldur grundvallarafstaða sem leiðir til lífs. Þessum veruleika játast Samverjinn þegar hann kemur til baka eða, eins Jesús orðar það, „gefur Guði dýrðina“.
Predikun

Loftslag og hrakningafólk

Trúin hefur þann möguleika að beina kærleikanum, þessu sammannlega fyrirbæri, út fyrir okkur sjálf, til þeirra sem þarfnast meðlíðunar okkar og hjálpar, og til náttúrunnar sjálfrar, sem er líka náungi okkar sem við eigum að elska eins og okkur sjálf.
Predikun

Um hvað er hann eiginlega að tala

„Um hvað er hann eiginlega að tala?!?“ Þessa setningu hef ég margoft heyrt í huga mínum í gegnum árin og þá oftast þegar ég er í kringum fólk sem er að ræða hluti sem ég er alls ekki vel að mér í. Ég man að þetta spratt upp í hugann á mér þegar ég byrjaði í háskólanámi, þá fór ég að heyra orð og orðfæri sem ég var bara alls ekki vanur að heyra. Það var kannski þá sem ég hugsaði líka „Hvað er ég eiginlega að gera hérna!“ En ég fann að þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera og mig langaði að gera. Og hérna stend ég í dag og er búinn að lesa yfir ykkur texta sem þið hugsanlega skiljið ekkert hvað þýðir og hugsið jafnvel „um hvað er hann eiginlega að tala“. Já ég er að tala til ykkar...
Predikun

Af jörðu ertu kominn

Þessi sígjarna keppnishugsun nútímans sem flæðir um allar gáttir og elur af sér óseðjandi græðgi þar sem manninum á allt að vera fært og fæst er heilagt og á öllu skuli sigrast, sama hvað það kostar.
Predikun

Kærleikur og fangelsi

Reynslan hefur sýnt okkur að kærleikurinn getur átt sér margan mótstöðumanninn – og kannski býr sá mótstöðumaður stundum í sjálfum okkur þegar öllu er á botninn hvolft. Okkur þykir það vissulega óþægilegt – og reynum að reka hann af höndum okkar. Og það tekst iðulega og jafnvel með glæsibrag.
Predikun

Sanngirnilegt?

Fórn Abels þótti Guði vera girnilegri en sú sem Kain færði honum. Var það sanngirnilegt?
Predikun