Trú.is

Friður Guðs er kominn

Fátækt fólk af öllum heimsins gæðum er á ferð. Þau hvíla í fjárhúsi og eignast lítið barn. Á sama tíma opnast himnarnir og englar sem alla jafna eru ósýnilegir verða sýnilegir. Heimur efnis og orku sameinast í englasöngnum á Betlehemsvöllum. Þegar hirðarnir, þetta venjulega fólk við sína daglegur störf hafa orðið vitni að þessu undri sem englasöngurinn var, þá fara þau beint til Betlehem.
Predikun

Í landi friðarins

Er ekki umhugsunarvert nú árið 2013 að það skiptir máli hvar við fæðumst á þessari jörð. Börnin öll sem eru að fæðast á þessari stundu eiga ekki öll sömu framtíðarmöguleika. Á Kóreuskaganum, sem ég sótti heim á árinu, er mikill munur á framtíð barna eftir því hvar á skaganum þau fæðast. Í Suður-Kóreu njóta börnin skólagöngu og flestra lífsins gæða og möguleika.
Predikun

Guð gerðist maður

Guð gerðist maður. Það segja jólin okkur. Auðvitað geta jólin sagt okkur ýmislegt fleira líka, til dæmis að nú sé Gunna á nýju skónum, jólagjöfin í ár sé spjaldtölva eða að jólasveinninn drekki Coca-cola.
Predikun

Andstæður jólanna

Jólin bera líka með sér andstæður góðs og ills. Það þekkjum við vel úr íslenskum þjóðsögum þar sem fyrir koma jólasveinar, tröll og grýlur og hvernig ljós jólanna rekur á brott alla illa vætti.
Predikun

Jólin eru tími draumanna

Jólin eru tími draumanna. Fáar stundir eru draumkenndari en nýliðin nótt. Jólanóttin er sveipuð helgi og dulúð. Hún býr yfir sérstakri kynngi og á djúpa kyrrð. Það er eitthvað óraunverulegt við jólanótt. Myrkur hennar er nánast botnlaust en samt hlýrra en annað næturmyrkur.
Predikun

Gætirðu sleppt jólunum?

Hvað um vafaatriði jólasögunnar? Er kannski jafnvel kominn tími til að leggja jólin niður?
Predikun

Tækifæri til að elska

Að láta sér nægja að segjast trúa því að frelsarinn sé fæddur en láta tækifærið til þess að elska - til að uppfylla fyrirheitið um betri heim - fram hjá sér fara, gerir boðskapinn að lygi.
Predikun

Ljós og myrkur, regla og óreiða

Mannstu hvernig það er að standa í myrkri - vera þar sem ekkert ljós skín, um vetur - hvernig það er þegar rafmagnið fer um kvöld og allt í einu verður allt okkar kunnuglega umhverfi framandi?
Predikun

Jólagjöfin bezta

Við viljum láta hið ytra endurspegla fegurð og helgi jólanna, því hreinsum við allt í kringum okkur, tökum til, skreytum og lýsum upp skammdegið með okkar fegurstu ljósum. Allt á þó að vera aðeins endurskin af kærleika í okkar brjósti sem komið er með kærleiksljósi barnsins sem lagt var í jötu á fyrstu jólanótt. Jólafriðurinn var úti. Svo er oft með jólin. Þau fjara út, eða jafnvel koma varla í huga okkar. Þau ná ekki að lifa eftir eftirvæntingu okkar. Við náum jafnvel ekki að sjá ljósið eða taka við því. Jólin geta einmitt bent okkur á myrkrið í kringum okkur, hinn andlega skort.
Predikun

Leið fjárhirðanna

Ferðalag fjárhirða til Betlehem að finna Jesúbarnið og veita því lotningu ætti að vera ferðalag okkar allra til þess að öðlast þá þekkingu sem Guð vill koma til leiðar með tilkomu Jesú inn í þessa veröld.
Predikun

Lífið í Þríhnjúkageimi

Að eiga trú og finna sig vera Guðs barn stækkar veruleikann og setur líf manns í samhengi, í skorður, á braut, á veg, sem liggur til . . .
Predikun