Trú.is

"Trúir þú þessu?"

Verst hljóma raddirnar nefnilega þegar þær eru notaðar til að ráðast á helgustu vé náungans, tilfinningar og einkalíf, þegar þær hljóma frá sjálfskipuðu sæti dómarans sem fellir dóma yfir öðrum og eyðileggur mannorð og æru.
Predikun

Trú sem breytir heiminum

Og það sem klukkurnar kalla til og minna á um ársins hring, það sem hér er iðkað og boðað og nært innan þessara veggja, það er líf sem sigrar dauðann í sérhverri mynd. Og BREYTIR HEIMINUM!
Predikun

Lífið á tímabeltinu

Og svo er glíman sjálf ögrandi og stælir skjögrandi kné. Höfuðverkefni okkar er að fást við listina að lifa, lífsleikni í víðum skilningi, að læra að lifa í trú á Guð og læra að deyja í trú á hann . . .
Predikun

“Vilt´vera túnfífill?”

Trú og efinn birtist í sinni tærustu mynd í vanmætti hugans. Í því sem við getum ekki af mannlegum skilningi fengið til að ganga upp af eigin mætti.
Predikun

Líkfylgd í Nain og lífs-fylgd lausnarans

Hver kennir annars í brjósti um í samtíð okkar, erum við ekki umfram allt upptekin af því aðflýja sársaukann, erum við ekki umfram allt upptekin af því að leita málsbóta, skýringa, skilgreininga? Hver finnur til með börnum og unglingum á Íslandi í dag, í þeim flókna og ögrandi heimi sem þau búa við?
Predikun

Kuldastrá í veröldinni

Það eru víst margar mannsálirnar í henni veröld sem þurfa að hrekjast af einum staðnum á annan. Oft er fólk að leita að betri íverustað. Stundum að fá hvíld frá dagsins önn, tilbreytingunni sem veitir okkur öllum svo mikla endurnæringu. Hún fæst nú ekki alltaf mikil á flugvöllum heimsins þegar nýjasta váin, hryðjuverk, vofir yfir.
Predikun

Bara Guð má vekja mig

„Kæri Guð. Ég fékk algert áfall þegar ég sá styttuna af þér, eða þegar ég sá í hvaða ásigkomulagi þú varst, svona nakinn og horaður á krossinum þínum, helsærður og blóðið lak undan þyrnikórónunni og það var einsog höfuðið væri að detta af hálsinum. Ég gat ekki varist því að hugsa um sjálfan mig. ... Nei, í alvöru, Amma bleika, ekki treystir þú á hann þennan?“
Predikun

Hann finnur til

Líkt og grátandi ekkjunni við borgarhliðin í Nain, vitjar Kristur sjúkra og sorgmæddra, í anda sínum til að styrkja og hugga og til að líkna. „Grátið þið eigi", segir hann, því ég er ávallt við hlið ykkar og ekkert mun gera ykkur viðskila við mig. Vonið og trúið, segir hann. Hann mætir þeim sem eru ósjálfbjarga fyrir æsku eða elli sakir eða vegna sjúkdóma, á þann hátt að blása okkur hinum, sem önnumst þau, kærleika og miskunn í brjóst.
Predikun

Líf og dauði í Hringsdal

Við gröf heiðins manns í Hringsdal vakna spurningar um lífið og tilveruna. Hver var von manna fyrir þúsund árum og hvers vona menn nú á dögum? Upprisa og eilíft líf, líkfylgd í Nain og í Reykjavík. Er útför okkar hafin? Er lífið allt ein samfelld líkfylgd?
Predikun

Hin kristna von

Marta kom hlaupandi á móti Jesú, sem loks var kominn, næstum viku eftir að þær sendu skilaboðin, að Lasarus væri að deyja. Þau ræða saman. Hún ber ótakmarkað traust til hans. Hann hafði ekki brugðist nokkrum sem til hans hafði leitað. „Ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.“
Predikun

Æðruleysi

Í dag er 11. september og hugurinn leitar til þeirra hörmungaratburða sem urðu þann dag árið 2003. Sálfsagt er það svo vegna þess að Bandaríkjamenn ganga nú enn í gegnum mikla erfiðleika sakir náttúruhamfara og tvisvar á minna en einu ári hefur heimsbyggðin mátt horfast í augu við átakanlegar afleiðingar hrikaleiks náttúrukraftanna.
Predikun

„Andlegar öldur í veraldlegu hafi“

Orð á bók, máttug orð sem lifa um aldir. Eru þau skáldskapur eða raunveruleiki? Nú stendur fyrir dyrum bókmenntahátíð þar sem margir athygliverðir höfundar lesa úr verkum sínum. Hlutverk skálda er stórt og mikið.
Predikun