Trú.is

Pollapredikun

Það er ekki allt sem sýnist og víst eru hugmyndir okkar um trúna margvíslegar. Ég tefli þessari útgáfu fram, innblásinn af andtaktugri dótturdóttur minni þar sem hún stóð frammi fyrir pollinum góða á göngustígnum.
Predikun

Ræða á alþjóðlegri bænaviku

Það er mér bæði ljúft og skylt að flytja ykkur boðskap dagsins því eins og segir í Guðspjalli dagsins þá er andi Drottins yfir mér af því að hann hefur smurt mig.
Pistill

Niðursokkinn í eigin hugsanir

Ég hlýt að vera farinn að finna fyrir aldrinum. Þegar ég les yfir söguna af köllun Samúels þá set ég mig í fótspor hans Elí, öldungsins sem var að reyna að fá sinn nætursvefn en unglingurinn hélt áfram að ónáða hann.
Predikun

Samkirkjuleg bænavika og fimm upphrópanir

Í gær byrjuðum við samkirkjulega bænaviku (laugardaginn 19. janúar) með guðsþjónustu í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi hér á Akureyri. Þar á eftir áttum við fulltrúar safnaðanna samtal um bæn og helgihald með þeim sem voru samankomnir. Það var mjög áhugavert að heyra mismunandi áherslur og skilning en bænin í Jesú nafni sameinar okkur. Ætli við lærum ekki að skilja aðra með því að hlusta og leggja okkur fram við að skilja?
Predikun

Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju

Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju 2. sd. e. þrettánda, 20. janúar 2019
Predikun

What I learn from detective Harry Bosch

We live in a time when people are often shouting, yelling and insisting on something. A considerable number of so called “You Tubers” compete daily for the number of views they can get for their video shows on the net.
Predikun

Brosað með illvirkjum

Vorum við meðsek? Tókum við þátt í glæpaverkum? Sátum við brosandi, flissandi þegar illmennið trúði okkur fyrir svikaráðum sínum? Vorum við þegjandi sessunautar valdasjúks manns, sem átti engar hugsjónir, engar hugmyndir um réttlæti, frið, sanngirni, velferð, jafnrétti heldur aðeins óseðjandi hungur í að hafa stjórn, ráða yfir öllu og öllum og tróna efstur á valdastólnum?
Predikun

Múrinn

Úti í heimi er voldugur maður, Donald Trump, sem vill byggja múr. Hann komst til valda meðal annars með því að lofa að byggja þennan múr. Múrinn er svo mikilvægur að 800.000 þúsund manns í heimalandi hans fengu ekki launin sín á föstudaginn var. 400.000 þúsund hafa unnið launalaust í þrjár vikur.
Predikun

Forvitni um Guð

Ekki veit ég hvernig Ritningarlestrarnir virka á þig. Ekki er hægt að neita því að lesnir eru fornir textar, svona 2000 til 3000 ára gamlir. Því ætti engum að bregða þó ekki sé allt auðskilið. En mannkynið hefur svo sem ekki breyst mikið þó að við tölum um miklar framfarir og það er raunin, tæknilegar framfarir. En textarnir segja frá miklum breytingum sem urðu með komu Jesú Krists þessa sunnudaga eftir þrettándann.
Predikun

Þú átt gott

Þrettán dagar jóla eru að baki og senn heilsar hann okkur með sínu gráa aðdráttarafli – sjálfur hversdagurinn.
Predikun

Hátíð lífsins

Á jólum hugleiðum við gjarnan hvað það er sem skiptir okkur máli og hvað það er sem gerir okkur að því sem við erum. Það er líka tilvalið að leiða hugann að því sem sameinar okkur á sjálfri hátíðinni.
Predikun

Tímabil

Nýtt tímabil er hafið. Þau eru svo sem í sífellu að lifna og deyja, þessi skeið sem ævi okkar samanstendur af. Tíminn er ólíkindatól og til að geta skilið hann og staðsett okkur í þeim mikla flaumi, skiptum tímanum upp í bil.
Predikun