Trú.is

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal.

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal. Víða um land var kveikt á blysum í fjallshlíðum eða öðrum áberandi stöðum með ártalinu 2018 sem breyttist svo í 2019 þegar klukkan sló 12 á miðnætti í gærkveldi. Á mörgum stöðum hringja líka kirkjuklukkurnar á mærum tveggja ára og minna á að árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.
Predikun

Fagnaðarlæti í miðju lagi

Nú á nýliðinni aðventu var að vanda mikið um dýrðir hér í Neskirkju. Meðal annars efndum við til hátíðar þar sem fermingarbörnin gegndu stóru hlutverki. Þau héldu á kertum, lásu texta og eitt þeirra, lék fyrir okkur metnaðarfullt verk á fiðlu.
Predikun

Merry Christmas…?

Merry Christmas!! I have no idea how many times the greeting “Merry Christmas” has been exchanged among people in the whole world over in the last couple of days. Even though people exchange Christmas greetings in hundreds of different ways and languages, the English phrase “Merry Christmas” must be the most common and popular of all.
Predikun

Ljós í myrkri

Boðskapur jólanna er aðalatriðið. Allt sem við gerum og undirbúum okkur fyrir á aðventunni byrjar og endar í þessum boðskap sem fátækir hirðar fengur fyrstir að heyra þegar þeir gættu hjarðar sinnar á Betlehemsvöllum.
Predikun

Hin himneska mótsögn

Fyrstu orð Biblíunnar segja frá sköpun heimsins. Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Guð sagði:„Verði ljós“ og það varð ljós. Orð Guðs varð uppspretta og upphaf alls. Þegar við heyrum jólaguðspjall Jóhannesar verða óneitanlega hugrenningartengsl okkar sterk við þessi upphafsorð Biblíunnar, og það er að sjálfsögðu engin tilviljun. Jóhannes guðspjallamaður er nefnilega að rita sína eigin sköpunarsögu. Þá sköpunarsögu sem tengist komu Jesú í heiminn.
Predikun

Þakklát á jólum

Þegar ég var barn og unglingur var venjan að sækja jólaboð í stórfjölskyldu móður minnar á jóladag. Á öðrum degi jóla, eða í seinasta lagi um áramót, var svo komið að boði í föðurfjölskyldunni. Ein af minningum mínum tengdum þessum ágætu fjölskyldusamkomum er sú, að ég átti auðvitað að þakka ættingjunum fyrir jólagjafirnar sem ég hafði fengið frá þeim. Vandinn við það var hins vegar sá að þurfa að leggja á minnið, hvaða frænka eða amma hefði nú gefið hvaða bók eða peysu, til að geta þakkað almennilega fyrir sig og virðast ekki vera svo vanþakklátur að hafa gleymt gjöfinni.
Predikun

Gleðileg jól

Prédikun flutt við aftansöng í sjónvarpi á aðfangadagskvöld 2018.
Predikun

Er barnið heilagt?

Heims um ból, helg eru jól. Signuð mær son Guðs ól. Þessar ljóðlínur Sveinbjarnar Egilssonar verða að sjálfsögðu sungnar í lokin á þessari athöfn, eins og í svo ótal mörgum öðrum kirkjum. Og einmitt um þessi jól á upprunalegi sálmurinn 200 ára afmæli.
Predikun

Jólin koma líka í fangelsin

Það verður mikið um að vera hjá strákunum á Litla-Hrauni á aðfangadag um þessi jól eins og þau fyrri. Dagskráin er nokkuð þétt. Tónlistaröðlingurinn Bubbi Morthens kemur um hádegisbil og spilar og syngur fyrir þá. Ræðir um lífið og tilveruna. Þeir hlusta með athygli á hann og eru þakklátir fyrir komu hans. Bubbi hefur frá mörgu að segja og nær vel til þeirra. Talar tæpitungulaust eins og honum er einum lagið. Hann hefur heimsótt þá nær óslitið um aldarfjórðungsskeið.
Pistill

13. desember – Lúsíudagurinn

Messudagur heilagrar Lúsíu 13. desember er haldinn hátíðlegur á Norð- urlöndum – sérstaklega í Svíþjóð.
Pistill

Kirkjulykt

Á öðrum sunnudegi í aðventu hringir kirkjan inn messuhald dagsins í Árbænum einu af úthverfum Reykjavíkur. Allur vindur var úr veðrinu frá deginum áður. Fallegur og kyrrlátur morgunn, hitastigið mínus - 2°-3° gráður. Hvellur hljómur kirkjuklukknanna; sem eiga sinn uppruna suður á Spáni, en samt þykkur, ýtir við myrkrinu sem lúrir fyrir utan upplýsta kirkjuna og dökklæddar manneskjur stíga inn úr kuldanum og glaðvær börn með rauðar eplakinnar í ögn lítríkari göllum fylla kirkjuna af eftirvæntingu fólks á öllum aldri.
Pistill

Til varnar Grýlu

Listamenn hafa í gegnum aldirnar dregið upp ýmsar myndir af djöflinum, fólki til varnaðar. Þessi gamli fjandi, „mannkynsmorðinginn“ eins og hann er kallaður í sálmi Lúthers, getur verið fyrirferðarmikill í textum og myndmáli og fjölbreytnin er nokkur þegar slík verk eru skoðuð.
Pistill