Trú.is

Kenn oss að telja daga vora

Sigurbjörn brosti og svaraði síðan af sinni alkunnu og markvissu yfirvegun og rósemi: “Já, vinur minn, þetta hafa menn sagt um aldir, að kirkjan væri að fara í hundana, en alltaf fór það nú svo að hundrarnir dóu en kirkjan lifði!”
Predikun

Tilviljun eða heilög köllun

Oddur siglir frá Kaupmannahöfn um vorið, kom í Skálholt og fór síðan hringinn í kringum landið á sama sumrinu 1589.
Pistill

Setningarræða á prestastefnu 24. apríl 2018

Söfnuðir hafa verið hvattir til þátttöku í tímabili sköpunarverksins sem stendur yfir frá 1. september til 4. október í ár eins og síðast liðið ár. Markmiðið er að umhverfisstarfið tvinnist inn í daglega starfsemi safnaðanna og kirkjunnar allrar. Ég hef hvatt til athafna í hverjum söfnuði og tel æskilegt að söfnuðir kirkjunnar sækist eftir vottun Umhverfisstofnunar á starfsemi sinni.
Pistill

Þau eru mörg sporin

Ánægjulegt er að margir söfnuðir hafa stigið græn skref og velta fyrir sér hvernig hægt er að stíga enn fleiri. Minnka vistsporið. Efna mætti til dæmis til „plokkguðsþjónustu“ í sókninni þar sem söfnuðurinn færi út á vettvang til að tína rusl og að því verki loknu myndi fólkið setjast niður á góðum stað og þar yrði guðsþjónusta eða helgistund höfð um hönd.
Pistill

Hjartað

Uppistaðan í þessum steinda glugga var útprentun af hjartalínuriti deyjandi manns. Taktföst hrynjandin birtist okkur í öldutoppum og dölum sem kunnugir geta sett í samband við það þegar lokur og gáttir þessa líffæris opnast og lokast og hleypa blóðinu þar í gegn þangað sem það streymir um allar æðar líkamans.
Predikun

Siðbót 21. aldar

Andspænis aðsteðjandi umhverfisógn getur boðskapurinn um synd, afturhvarf og hjálpræði gefið okkur kjark til að takast á við ógnina - í stað þess að gefast upp fyrir henni. Valið - og ábyrgðin - er okkar.
Predikun

Tómhyggja og dómhyggja

Trúin er blessunarlega nógu djúp og breið til að skapa svigrúm fyrir samtal fólks sem lætur sig varða lífið og tilveruna. Trú og vísindi eru engar andstæður, en vísindatrú kann að vera í andstöðu við hvort tveggja, vísindi og trú.
Pistill

Framhjáhald

Að elska er að gefa sig öðrum á vald. Þar með verður maður líka auðsæranlegur. Að elska er að treysta öðrum fyrir tilfinningum sínum. Það er ekki hægt að elska með skilyrðum.
Pistill

Siggi var úti

,,Ég er góði hirðirinn” segir Kristur og setur sig þar í spor þessarar undirokuðu starfsstéttar sem mátti þola hættur, kulda og einangrun í verkefnum sínum.
Predikun

Í nýjum garði

Upprisan bendir í átt að nýjum garði þar sem við berum öll ábyrgð á hvort öðru, umhverfinu okkar og sköpuninni allri. Okkur er boðið nýtt upphaf, tækifæri til að gera hlutina betur en þeir hafa verið gerðir og til að koma aðeins betur fram við hvort annað og jörðina okkar, garðinn okkar.
Predikun

Where Jesus appears today

Dialogue with Jesus has actual affect on our lives. In this spiritual dialogue, we begin to receive Jesus’ message even if it should not sound sweet in our ears.
Predikun

Ótrúlegra en aprílgabb

Ef þessi páskagleði er raunverulegur og lifandi hluti af tilveru okkar, þá hefur það áhrif á allt okkar líf. Við mætum mótlæti og áföllum rétt eins og aðrir, en birtan frá upprisunni veitir ljósgeisla inn í dýpstu myrkur.
Predikun