Trú.is

Að kafna úr stormi

Við höfum öll hér inni upplifað storma. Nýliðin jól voru t.a.m. undirlögð af stormum. Við vitum að stormar og ofsaveður geta verið hættuleg. Þau geta orsakað snjófljóð, vonda færð sem getur leitt til bílslysa. Fólk hefur lent í erfiðleikum á fjöllum þegar veðrabrigði eru snögg og óvænt og fólk jafnvel orðið úti við þær aðstæður. Já og svo hefur bæði fólk, bílar húsþök og trambolín tekist á loft og fólk jafnvel slasast í þess konar átökum.
Predikun

Uggur og ótti

Ungmenni situr eitt í stóru húsi og það er eins og brestirnir í ofnunum séu fótatak og vindurinn bankar á gluggana þótt enginn sé þar fyrir utan. Síðar meir í lífinu tekur myrkfælnin á sig nýjar myndir.
Predikun

Dagur kvenfélagskonunnar

Það fylgir því líka gleði að starfa í kvenfélagi, félagsskapurinn er skemmtilegur og verkefnin líka, að minnsta kosti verður erfið vinna, svo sem undirbúningur basars eða vorhátíðar skemmtileg í góðum félagsskap. Einkennandi fyrir starf kvenfélaga eru orð postulans: verið ávallt glöð í Drottni og ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum´ að minnsta kosti á það við um Kvenfélag Langholtssóknar.
Predikun

Hugleiðing út frá því þegar Jesús lægði vind og öldur

Fram til þeirrar stundar er Jesús lægði vind og öldur höfðu lærisveinarnir fylgt Jesú út af því að þeir höfðu kannski eitthvað upp úr því. Að láta sjá sig með næsta konungi Ísraels var mikill heiður. Hann var kominn til að frelsa Ísrael undan ánauð, og jafnvel fengju þeir að taka þátt. Sumir yrðu ráðherrar og sumir prestar. Aðrir óskuðu bara eftir fríðindunum.
Predikun

Íhugun ljóssins á kyndilmessu

Þögnin er dásamleg, kvöldkyrrðin góð, hún skapar frið innra með manni. Ekki er verra að kertaljósin lýsa manni í rökkrinu í kirkjunni frá altarinu. Það er kyndilmessa, 2. febrúar. Við íhugun ljósið, myndirnar mörgu í huganum, ljósgeisla Guðs í faðmi gamals manns.
Predikun

Tímamótakvöld

Hér í Keflavík undirbúum við okkur fyrir að minnast þeirra tímamóta þegar hér reis helgidómur uppi á völlunum fyrir ofan bæinn. Þetta var ótrúlegt afrek og ber vott um það hversu einbeittir bæjarbúar voru til þess að byggja hér upp öflugt samfélag. Við rifjum upp þessa sögu á tímamótakvöldunum okkar og kynnumst þar ólíkum hliðum á þessari sögu á ólíkum tímum.
Predikun

Leyndarmálið

En þetta virkar víst ekki svona. Það eru nefnilega ekki til neinir sérfræðingar í trú. Það eru til sérfræðingar í guðfræði, fólk sem getur vitnað í Biblíuna í tíma og ótíma og er frábært í rökræðum um trúmál. En engin þeirra er sérfræðingur í trú.
Predikun

Er þá Kristi skipt í sundur?

Megi lykillinn að Drottins náð vera verkfæri okkar og vinnulag þegar við komum saman í nafni frelsara okkar Jesú Krists. Nafn hans er sameiningartákn okkar, því verður ekki skipt í sundur.
Predikun

65% meiri gleði

Brúðkaupið í Kana er gleðiguðspjall sem sýnir okkur að gleðistundin sem við upplifum á brúðkaupsdegi er lífstíðarloforð. Loforð um líf í ást, trú og gleði. Loforð um líf í nærveru Guðs, sem elskar heiminn og elskar þig og vill að þú brosir a.m.k. 65% meira!
Predikun

Tímasetningar

En það er líka til annars konar tími. Himneskur tími, þar sem allt þetta útreiknanlega hverfur og eftir standa óteljandi möguleikar. Þetta er tími Guðs og hann brýst stundum inn í líf okkar og opinberar okkur dýrð Guðs. María vissi það að Jesús gat gert eitthvað í vínskortinum. Og hún ætlaðist til þess af honum að hann myndi bregðast við. Því að það er þannig með Jesú að hann getur ekki bara, hann gerir. Þar sem Jesús er til staðar, þar verður ekki skortur.
Predikun

Vín verður til

Já, vínið endist og það sem meira er – það er ekkert smáræðis mál að búa til vín.
Predikun

Lífsins taug

Með þetta í farteskinu erum við hvött til að ganga til sérhverrar þjónustu með gleði, minnug þess að við erum hluti af heild. Allir menn eru skapaðir í Guðs mynd. Öll erum við elskuð af Guði og vilji Guðs með okkur er sá að við elskum hvert annað og þjónum hvert öðru í kærleika.
Predikun