Trú.is

Við þekkjum Sakkeus

Sakkeus er hluti af þessu eina prósenti í borginni Jeríkó. Hver láir borgarbúum þótt þeir víki ekki til hliðar þegar þeir hafa tækifæri til að mynda mennskan múr á milli hans og gestsins sem heldur inn í borgina?
Predikun

Pabbar eru líka fólk

Karlarnir eru hástökkvarar trúaruppeldisins. Hlutverk þeirra er ekki lengur að vera á kafi í steypu og puði heldur í velferð og lífshamingju barna sinna. Jesúafstaðan.
Predikun

Kvíðin þjóð á tímamótum

Mitt í velsældinni heyjum við baráttu við ýmsar þrautir. Landlæknir sendi nýverið frá sér þær upplýsingar að Íslendingar slægju flestum við þegar kemur að notkun kvíðastillandi lyfja og annarra geðlyfja.
Predikun

Leitum ekki langt yfir skammt

Megi nafnið hans áfram vera sameiningartákn og minna okkur sem hér búum og störfum á að leita ekki langt yfir skammt að grundvelli til að standa á.
Predikun

Þegar dyrnar opnast

Kirkja er umgjörð um þakklæti og kærleika, gjafmildi, þungar raunir og sorgir, efasemdir, reiði og angist undrun, líf og ljós, tóna og orð, lífsgildi og miðlun á menningararfi, siðferði og siðfræði. Um þetta myndar kirkjuskipið umlykjandi faðm og sömuleiðis þúsundir með nærveru sinni Kirkja sem fyrir orð Krists, gefur líf og vill líf. Kirkja sem stendur opin og er, þó dyrnar lokist að kveldi...
Predikun

Athvarf

Tíminn er vandskilið og vandmeðfarið fyrirbæri. Nú eru uppi raddir um að tíminn sé í raun ekki til, að tíminn sé afstæður á einhvern hátt. Mörg okkar finna til undan tímanum, tímaleysi, tímaskortur, sífellt kapp við klukkuna. Við höfum misst völdin í eigin lífi og tíminn hefur tekið stjórnina. Þá er nauðsynlegt að snúa til baka til uppsprettunnar, hverfa aftur til þess bara að vera.
Predikun

Þau eru núna

Já, nú erum við mitt í ljósadýrð jólanna. Þau eru núna. Þessi tíð, sem stendur svo kyrfilega á milli fortíðar og framtíðar, minninga og undirbúnings, réttnefnd há-tíð. Þegar við hefjum okkur yfir sviðið, lítum í kringum okkur, gægjumst inn í eigin sálarlíf og hjarta og spyrjum okkur stórra spurninga um hvernig líf er okkur samboðið.
Predikun

Er fjölmenning siðlaus þjóð?

Er það fjölmenning að örfáir í skjóli ólíkra trúarbragða eða trúleysis geti ráðskast með þjóðina að eigin geðþótta og þess vegna verði að afnema úrskurð Þorgeirs, Ljósvetninga, um að hafa ein lög og einn sið í landinu og þó allt að 90% þjóðarinnar tilheyri kristnum trúfélögum?
Predikun

Dagarnir á undan

Það er nefnilega svo að við leyfum okkur ekki alltaf að staldra við. Draga djúpt andann og leyfa tímanum að „þjóna okkur til borðs.“
Predikun

Jólabarn

Við erum enn með augun á jötunni þar sem lífið bærist, en þar sem himneskir herskarar áttu sviðið í gær, er hið jarðneska farið að minna meira á sig.
Predikun

Undur lífsins

Kona sem á íbúð í miðbænum í Reykjavík - í nágrenni Hallgrímskirkju - tilkynnti á facebook að hún myndi ekki nota íbúðina sína yfir jólin. Ef einhvern vantaði húsaskjól vildi hún lána íbúðina. Ekki fyrir gjald – heldur ókeypis þeim sem þyrftu. Eina skilyrðið var að nágrannar yrðu ekki fyrir ónæði. Hvílík gjafmildi, traust og elskusemi. Hvert er erindi Guðs við þig á jólum?
Predikun